Lygarinn á þingi sakaður um að brjóta kosningalög Samúel Karl Ólason skrifar 10. janúar 2023 08:00 George Santos er mjög svo umdeildur þingmaður. AP/Alex Brandon Hinn umdeildi bandaríski þingmaður, George Santos, stendur frammi fyrir mögulegri rannsókn Alríkis-kjörstjórnar Bandaríkjanna (FEC). Það er eftir að hlutlaus eftirlitssamtök lögðu fram kvörtun um að hann hefði brotið lög varðandi kosningar. Santos hefur notið mikillar athygli vestanhafs eftir að í ljós kom að Repúblikaninn frá New York skáldaði stóran hluta ferilskrár sinnar fyrir kosningarnar. Hann útskrifaðist meðal annars ekki úr skólum sem hann sagðist hafa útskrifast úr, vann ekki hjá fyrirtækjum sem hann sagðist hafa unnið fyrir og svo dó mamma hans ekki vegna árásarinnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001, eins og Santos hefur haldið fram. Forfeður hans flúðu einnig ekki frá Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar vegna Helfararinnar og hann er ekki að hluta til af afrískum ættum, svo vísað sé til einhverra af yfirlýsingum hans. Sjá einnig: Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing Samtökin Campaign Legal Center hafa lagt fram kvörtun gegn Santos og saka hann meðal annars um að fela uppruna fjármuna í kosningasjóðum hans og að nota þá sjóði til að greiða fyrir persónulega neyslu sína. Samtökin vilja að FEC taki málið til rannsóknar. Opinber skjöl sýna að Santos á sjálfur að hafa lánað framboði sínu 705 þúsund tali í fyrra. Árið 2020 voru heildareignir hans 55 þúsund dalir samkvæmt opinberum gögnum sem hann lagði fram í tengslum við framboð árið 2020 en CLC segir yfirlýsingar þingmannsins um að hann hafi hagnast um milljónir dala á árunum 2020 og 2021 í gegnum ráðgjafafyrirtæki sitt, Devolder Organization LLC, vera óljósar og ótrúverðugar. Samtökin segja ýmislegt benda til þess að óþekktir aðilar eða fyrirtæki hafi dælt peningum í framboð Santosar með ólöglegum hætti. Saurav Ghosh starfar hjá CLC en starfaði áður hjá FEC. George Santos (@Santos4Congress) has lied about virtually every aspect of his life, and it appears he broke the law by lying about where he got $705k for his campaign, how his campaign spent funds, and more. Today, @CampaignLegal filed an @FEC complaint: https://t.co/wm3usnBbbF— Saurav Ghosh (@SGhoshCLC) January 9, 2023 Hann er einnig sakaður um að hafa notað kosningasjóði til að greiða leigu af húsnæði sínu. Auk þess benda samtökin á fjölmörg skráð fjárútlát úr kosningasjóðum Santosar sem séu öll tæpir tvö hundruð dalir. Fjöldi þessara skráðu fjárútláta gefi til kynna af sömu upphæð gefi til kynna að brögð séu í tafli og Santos hafi reynt að hylma yfir í hvað peningarnir fóru raunverulega. Í einu tilviki var skýring fyrir eina af minnst 37 greiðslum upp á 199,99 dali skráð vegna hótelgistingar í Miami í Flórída. Nóttin í ódýrasta herbergi þessa tiltekna hótels kostar þó rúma sjö hundruð dali. Tvær aðrar af þessum greiðslum voru skráðar sem kaup á mat og drykk á ítölsku veitingahúsi í Queens. Kvörtunin beinist gegn Santos og Devolder Organization, fyrirtækis hans, auk Nany Marks, sem stýrði kosningasjóði hans. Marks hefur ekki svarað fyrirspurnum Washington Post undanfarna daga. Starfsmenn FEC munu fara yfir kvörtunina og kanna hvort þeim þyki tilefni til þess að rannsaka Santos. Hvort rannsókn fari fram verður svo ákveðið af sex manna yfirstjórn FEC sem skipuð er af þremur Repúblikönum og þremur Demókrötum. Fjórir meðlimir stjórnarinnar þurfa að vera þeirrar skoðunar að rannsókn eigi að fara fram. Fyrir hafa bæði alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum eru þegar að rannsaka fjármál þingmannsins. Yfirvöld í Brasilíu hafa hann einnig til rannsóknar vegna fjársvikamáls. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Santos hefur notið mikillar athygli vestanhafs eftir að í ljós kom að Repúblikaninn frá New York skáldaði stóran hluta ferilskrár sinnar fyrir kosningarnar. Hann útskrifaðist meðal annars ekki úr skólum sem hann sagðist hafa útskrifast úr, vann ekki hjá fyrirtækjum sem hann sagðist hafa unnið fyrir og svo dó mamma hans ekki vegna árásarinnar á Tvíburaturnana í New York árið 2001, eins og Santos hefur haldið fram. Forfeður hans flúðu einnig ekki frá Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar vegna Helfararinnar og hann er ekki að hluta til af afrískum ættum, svo vísað sé til einhverra af yfirlýsingum hans. Sjá einnig: Viðurkennir að hafa logið á ferilskránni en ætlar samt inn á þing Samtökin Campaign Legal Center hafa lagt fram kvörtun gegn Santos og saka hann meðal annars um að fela uppruna fjármuna í kosningasjóðum hans og að nota þá sjóði til að greiða fyrir persónulega neyslu sína. Samtökin vilja að FEC taki málið til rannsóknar. Opinber skjöl sýna að Santos á sjálfur að hafa lánað framboði sínu 705 þúsund tali í fyrra. Árið 2020 voru heildareignir hans 55 þúsund dalir samkvæmt opinberum gögnum sem hann lagði fram í tengslum við framboð árið 2020 en CLC segir yfirlýsingar þingmannsins um að hann hafi hagnast um milljónir dala á árunum 2020 og 2021 í gegnum ráðgjafafyrirtæki sitt, Devolder Organization LLC, vera óljósar og ótrúverðugar. Samtökin segja ýmislegt benda til þess að óþekktir aðilar eða fyrirtæki hafi dælt peningum í framboð Santosar með ólöglegum hætti. Saurav Ghosh starfar hjá CLC en starfaði áður hjá FEC. George Santos (@Santos4Congress) has lied about virtually every aspect of his life, and it appears he broke the law by lying about where he got $705k for his campaign, how his campaign spent funds, and more. Today, @CampaignLegal filed an @FEC complaint: https://t.co/wm3usnBbbF— Saurav Ghosh (@SGhoshCLC) January 9, 2023 Hann er einnig sakaður um að hafa notað kosningasjóði til að greiða leigu af húsnæði sínu. Auk þess benda samtökin á fjölmörg skráð fjárútlát úr kosningasjóðum Santosar sem séu öll tæpir tvö hundruð dalir. Fjöldi þessara skráðu fjárútláta gefi til kynna af sömu upphæð gefi til kynna að brögð séu í tafli og Santos hafi reynt að hylma yfir í hvað peningarnir fóru raunverulega. Í einu tilviki var skýring fyrir eina af minnst 37 greiðslum upp á 199,99 dali skráð vegna hótelgistingar í Miami í Flórída. Nóttin í ódýrasta herbergi þessa tiltekna hótels kostar þó rúma sjö hundruð dali. Tvær aðrar af þessum greiðslum voru skráðar sem kaup á mat og drykk á ítölsku veitingahúsi í Queens. Kvörtunin beinist gegn Santos og Devolder Organization, fyrirtækis hans, auk Nany Marks, sem stýrði kosningasjóði hans. Marks hefur ekki svarað fyrirspurnum Washington Post undanfarna daga. Starfsmenn FEC munu fara yfir kvörtunina og kanna hvort þeim þyki tilefni til þess að rannsaka Santos. Hvort rannsókn fari fram verður svo ákveðið af sex manna yfirstjórn FEC sem skipuð er af þremur Repúblikönum og þremur Demókrötum. Fjórir meðlimir stjórnarinnar þurfa að vera þeirrar skoðunar að rannsókn eigi að fara fram. Fyrir hafa bæði alríkis- og sýslusaksóknarar í Bandaríkjunum eru þegar að rannsaka fjármál þingmannsins. Yfirvöld í Brasilíu hafa hann einnig til rannsóknar vegna fjársvikamáls.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46 Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent „Þetta hefur verið ströng og erfið nótt“ Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Skoða að leyfa fólki að hirða muni sem á að farga Innlent Maðurinn kominn upp úr fljótinu Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Taka aftur upp fjársvikamál gegn lygaþingmanninum Saksóknarar í Brasilíu ætla að taka aftur upp rannsókn á fjársvikamáli gegn George Santos, verðandi þingmanni Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Rannsóknin var sett á ís á sínum tíma þar sem brasilísku lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á Santos. 3. janúar 2023 09:46
Ferilskrá verðandi þingmanns talin vera uppspuni George Santos, sem nýverið var kosinn þingmaður í New York í Bandaríkjunum, virðist hafa falsað stóran hluta ferilskrár sinnar. Santos sem er Repúblikani vann sæti sitt í fulltrúadeildinni í kosningunum í síðasta mánuði, en Repúblikanar náðu mjög naumum meirihluta þar. 20. desember 2022 16:19