Blaðið og penninn fá uppreist æru í áströlskum háskólum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 09:11 Gervigreind fylgja bæði hættur og tækifæri. Getty/NurPhoto/Jonathan Raa Ástralskir háskólar hafa neyðst til að breyta því hvernig þeir haga prófum og öðru námsmati, þar sem nemendur hafa verið staðnir að því að nota gervigreind við ritgerðaskrif. Stendur nú skýrt í reglum að notkun gervigreindar jafngildi svindli. Sérfræðingur í gervigreind segir háskólana hins vegar í „vopnakapphlaupi“ sem þeir geti ekki unnið. ChatGPT er meðal þeirra gervigreindarforrita sem vakið hafa sérstaka athygli á síðustu misserum og hefur þegar verið bannað á öllum tækjum nemenda í skólum í New York vegna áhyggja af „neikvæðum áhrifum á nám“ og möguleikanum á ritstuldi. Í Lundúnum gerði einn fræðimaður tilraun þar sem hann mataði ChatGPT á prófspurningu frá 2022 en hann sagði í kjölfarið að svarið hefði verið skiljanlegt, náð utan um efnið og komið aðalatriðum á framfæri, eitthvað sem nemendur ættu oft erfitt með. Forritið virðist þannig geta skilað skjótu og trúverðugu svari, eða jafnvel heilli ritgerð, sem myndi standast allar prófanir sem ætlað er að koma upp um ritstuld. Enda um „frumleg“ skrif að ræða. Samstarfsvettvangur átta stærstu rannsóknarháskóla Ástralíu ræðir nú leiðir til að mæta vandanum. Meðal úrræða sem gripið verður til á þessu ári er aukin yfirseta í prófum og prófa þar sem gripið verður til gamalla ráða; blaðs og penna. Forsvarsmenn skólanna gera sér hins vegar grein fyrir því að gervigreind er það sem koma skal og mun meðal annars nýtast við kennslu. Þess vegna sé mikilvægt að kenna nemendum að nota hana á lögmætan hátt. Ástralía Gervigreind Tækni Skóla - og menntamál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Stendur nú skýrt í reglum að notkun gervigreindar jafngildi svindli. Sérfræðingur í gervigreind segir háskólana hins vegar í „vopnakapphlaupi“ sem þeir geti ekki unnið. ChatGPT er meðal þeirra gervigreindarforrita sem vakið hafa sérstaka athygli á síðustu misserum og hefur þegar verið bannað á öllum tækjum nemenda í skólum í New York vegna áhyggja af „neikvæðum áhrifum á nám“ og möguleikanum á ritstuldi. Í Lundúnum gerði einn fræðimaður tilraun þar sem hann mataði ChatGPT á prófspurningu frá 2022 en hann sagði í kjölfarið að svarið hefði verið skiljanlegt, náð utan um efnið og komið aðalatriðum á framfæri, eitthvað sem nemendur ættu oft erfitt með. Forritið virðist þannig geta skilað skjótu og trúverðugu svari, eða jafnvel heilli ritgerð, sem myndi standast allar prófanir sem ætlað er að koma upp um ritstuld. Enda um „frumleg“ skrif að ræða. Samstarfsvettvangur átta stærstu rannsóknarháskóla Ástralíu ræðir nú leiðir til að mæta vandanum. Meðal úrræða sem gripið verður til á þessu ári er aukin yfirseta í prófum og prófa þar sem gripið verður til gamalla ráða; blaðs og penna. Forsvarsmenn skólanna gera sér hins vegar grein fyrir því að gervigreind er það sem koma skal og mun meðal annars nýtast við kennslu. Þess vegna sé mikilvægt að kenna nemendum að nota hana á lögmætan hátt.
Ástralía Gervigreind Tækni Skóla - og menntamál Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira