Innlent

Rúta rann út af vegi á Hellis­heiði

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Hér má sjá skjáskot úr myndskeiði af rútunni.
Hér má sjá skjáskot úr myndskeiði af rútunni. Aðsent

Rúta fyrirtækisins Bus4U rann út af veginum á Hellisheiði nú í morgun. Tuttugu manns eru í rútunni en engin slys urðu á fólki eða farartækjum.

Íris Sigtryggsdóttir, rekstrarstjóri fyrirtækisins segir vindhviður og mikla hálku hafa valdið því að rútan rann út af veginum. Farþegarnir, sem séu starfsmannafélag hafi verið á leið í skemmtiferð á Flúðir.

Aðspurð hvort aðstoð hafi verið kölluð til segir Íris svo vera.

„Þeir eru komnir á staðinn, við erum að fara að láta draga rútuna upp og önnur rúta á leiðinni að ferja farþega yfir,“ segir Íris og bætir því jafnframt við að bæði farþegar og bíll séu í himnalagi. Rútan verði ekki dregin upp með farþega innbyrðis og nú sé bara beðið eftir nýrri rútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×