„Þetta veldur auðvitað áhyggjum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2023 11:45 Geir Gestsson, verjandi Murats Selivrada, þegar málið var tekið fyrir í héraðsdómi. Vísir/vilhelm Ríkissaksóknari telur mögulegt að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Verjandi eins sakborninga í málinu segir það áhyggjuefni, hafi áfrýjunardómstóllinn Landsréttur farið út fyrir refsirammann með þessum hætti. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili þess síðarnefnda í Rauðagerði. Landsréttur þyngdi dóminn yfir honum í 20 ár. Hinir þrír sakborningarnir í málinu, meintir samverkamenn Angjelins, voru sýknaðir í héraði en dæmd í fjórtán ára fangelsi í Landsrétti. Öll fjögur óskuðu þau eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar - og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari skilaði áliti sínu á beiðnum þeirra í byrjun desember. Í álitinu kemur fram að ríkissaksóknari telji að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að dæma Angjelin til þyngri refsingar en sextán ára fangelsi. Vafi leiki á því hvort lögákveðnar aðstæður hafi verið fyrir hendi. Þá sé mikilvægt að Hæstiréttur skoði skilyrði um samverknað í málinu annars vegar og hlutdeild hins vegar. Refsing yrði lækkuð í hlutfalli Geir Gestsson, verjandi Murats Selivrada eins sakborninganna, kveðst sammála mati ríkissaksóknara á dómnum yfir Angjelin. „Og þetta veldur auðvitað áhyggjum. Ég held það sé fáheyrt að áfrýjunardómstóll fari mögulega út fyrir refsiramma með þessum hætti,“ segir Geir. Matið taki vissulega til Angjelins en gæti haft áhrif á refsingu yfir hinum sakborningunum þremur. „Refsing þeirra er ákveðin í hutfalli við refsingu aðalmannsins og ef refsing hans er lækkuð þá myndi ég ætla að refsing meintra samverkamanna yrði lækkuð í sama hlutfalli,“ segir Geir Gestsson, verjandi Murats Selivrada. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Vafi leikur á um hvort Landsréttur hafi mátt þyngja refsingu Angjelin Ríkissaksóknari telur möguleika á því að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Mikilvægt sé að Hæstiréttur taki málið til skoðunar. 10. janúar 2023 09:59 Landsréttur hafi ekki haft forsendur til að lengja dóm Angjelin Verjandi Angjelins Sterkaj, sem var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í Rauðagerði í febrúar 2021, segir dóm Landsréttar í málinu stangast á við lög. Miðað við rökstuðning Landsréttar átti ekki að vera hægt að dæma hann í meira en sextán ára fangelsi. 28. nóvember 2022 22:47 „Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa banað Armando Beqirai fyrir utan heimili þess síðarnefnda í Rauðagerði. Landsréttur þyngdi dóminn yfir honum í 20 ár. Hinir þrír sakborningarnir í málinu, meintir samverkamenn Angjelins, voru sýknaðir í héraði en dæmd í fjórtán ára fangelsi í Landsrétti. Öll fjögur óskuðu þau eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar - og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari skilaði áliti sínu á beiðnum þeirra í byrjun desember. Í álitinu kemur fram að ríkissaksóknari telji að hugsanlega hafi skort lagaheimild til að dæma Angjelin til þyngri refsingar en sextán ára fangelsi. Vafi leiki á því hvort lögákveðnar aðstæður hafi verið fyrir hendi. Þá sé mikilvægt að Hæstiréttur skoði skilyrði um samverknað í málinu annars vegar og hlutdeild hins vegar. Refsing yrði lækkuð í hlutfalli Geir Gestsson, verjandi Murats Selivrada eins sakborninganna, kveðst sammála mati ríkissaksóknara á dómnum yfir Angjelin. „Og þetta veldur auðvitað áhyggjum. Ég held það sé fáheyrt að áfrýjunardómstóll fari mögulega út fyrir refsiramma með þessum hætti,“ segir Geir. Matið taki vissulega til Angjelins en gæti haft áhrif á refsingu yfir hinum sakborningunum þremur. „Refsing þeirra er ákveðin í hutfalli við refsingu aðalmannsins og ef refsing hans er lækkuð þá myndi ég ætla að refsing meintra samverkamanna yrði lækkuð í sama hlutfalli,“ segir Geir Gestsson, verjandi Murats Selivrada.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Vafi leikur á um hvort Landsréttur hafi mátt þyngja refsingu Angjelin Ríkissaksóknari telur möguleika á því að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Mikilvægt sé að Hæstiréttur taki málið til skoðunar. 10. janúar 2023 09:59 Landsréttur hafi ekki haft forsendur til að lengja dóm Angjelin Verjandi Angjelins Sterkaj, sem var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í Rauðagerði í febrúar 2021, segir dóm Landsréttar í málinu stangast á við lög. Miðað við rökstuðning Landsréttar átti ekki að vera hægt að dæma hann í meira en sextán ára fangelsi. 28. nóvember 2022 22:47 „Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Vafi leikur á um hvort Landsréttur hafi mátt þyngja refsingu Angjelin Ríkissaksóknari telur möguleika á því að Landsrétt hafi skort lagaheimild til að þyngja refsingu Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu. Mikilvægt sé að Hæstiréttur taki málið til skoðunar. 10. janúar 2023 09:59
Landsréttur hafi ekki haft forsendur til að lengja dóm Angjelin Verjandi Angjelins Sterkaj, sem var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir morð í Rauðagerði í febrúar 2021, segir dóm Landsréttar í málinu stangast á við lög. Miðað við rökstuðning Landsréttar átti ekki að vera hægt að dæma hann í meira en sextán ára fangelsi. 28. nóvember 2022 22:47
„Það er verið að sakfella saklausan mann“ Lögmaður Murats Selivrada, eins þeirra sem voru í dag sakfelld fyrir að hafa í félagi hvert við annað myrt Armando Beqirai, segir niðurstöðu Landsréttar vera mikil vonbrigði. 28. október 2022 18:16