Þetta kemur fram á vef Vinnumálastofnunar.
Þar segir að atvinnuleysi hafi verið mest á Suðurnesjum í desember eða 6 prósent en það var 9,3 prósent í desember 2021. Atvinnuleysi jókst alls staðar nema á Norðurlandi vestra, þar sem það minnkaði um 0,2 prósentustig og var 1,1 prósent.
Vinnumálastofnun gaf út 303 atvinnuleyfi til erlendra ríkisborgara í desember, þar af 234 á höfuðborgarsvæðinu. Af útgefnum leyfum voru 177 til nýrra erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði en 126 leyfi voru framlengd.
„Samkvæmt skráningu til Vinnumálastofnunar voru 39 erlend þjónustufyrirtæki starfandi í desember 2022 með samtals 241 starfsmann. Alls voru 3.243 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok desember,“ segir á vef Vinnumálastofnunar.
Þá segir að stofnunin spái því að atvinnuleysi í janúar aukist og gæti orðið á bilinu 3,5 prósent til 3,7 prósent.
Hér má finna nánari upplýsingar um atvinnuleysi í desember.