Spá ferðamannafjölda á pari við 2018 Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. janúar 2023 13:01 Ferðamönnum fjölgar áfram og verða þeir fleiri en 2 milljónir á þessu ári ef spár Ferðamálastofu ganga eftir. Vísir/Vilhelm Viðsnúningurinn í fjölda ferðamanna var hraðari en Ferðamálastofa bjóst við en 146 prósent aukning var á komum ferðamanna milli ára. Stofnunin spáir 2,3 milljónum ferðamanna á árinu sem er svipað og metárið 2018. Íslendingar voru einnig fljótir að taka við sér en áfangastaðirnir hafa lítið breyst. Ekkert lát er á komum ferðamanna til landsins og hefur ferðamálastofa gefuð út nýjar tölur sem sýna að upprisa Íslands sem ferðamannastaðar eftir heimsfaraldurinn hefur verið mjög hröð. Næstum 1,7 milljónir ferðamanna komu til landsins árið 2022 sem er svipað og árið 2016 og um 73% þeirra komu á síðari hluta ársins en ferðatakmörkunum var aflétt seint í febrúar. Jakob Rolfsson, forstöðumaður rannsókna og tölfræðisviðs hjá ferðamálastofu, segir tölurnar strax hafa leitað uppávið eftir afléttingar. „Við sjáum náttúrulega eftir að öllum afléttingum var, eftir að takmörkunum var aflétt 25. febrúar þá tók þetta svona ágætist kipp aftur. Þrátt fyrir það að ferðamenn hafi náttúrulega getað komið hingað með bólusetningarvottorð og vottorð um pcr próf eða að þeir hafi fengið smit áður, vegna covid. Þá sáum við ferðamenn snúa aftur til landsins bara í þónokkuð meira magni en við var búist.“ Ferðamálastofa spáir áframhaldandi aukningu í fjölda ferðamanna. „Í okkar spám fyrir þetta ár þá gerum við ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna. Það er álíka og 2018 og inni í þeirri spá gerum við ráð fyrir því að Kínverjarnir komi aftur.“ En hefur stofnunin áhyggjur af fréttum af manneklu í ferðaþjónustunni? „Við höfum vissulega áhyggjur en það er nú ekkert eitthvað held ég sem að ekki sé hægt að leysa sko.“ Íslendingar voru ekki síður fljótir að taka við sér en sjást einhverjar breytingar á áfangastöðum Íslendinga „Nei áfangastaðir Íslendinga hafa í rauninni ekkert breyst neitt mikið. Við erum sólþyrst þjóð og förum til og höfum verið að fara mikið til í þessar borgarferðir náttúrulega til Köben og London og svo einhverjar millilandalendingar þaðan. En fyrst og fremst er þetta Tenerife og Spánn.“ Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Efnahagsmál Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ekkert lát er á komum ferðamanna til landsins og hefur ferðamálastofa gefuð út nýjar tölur sem sýna að upprisa Íslands sem ferðamannastaðar eftir heimsfaraldurinn hefur verið mjög hröð. Næstum 1,7 milljónir ferðamanna komu til landsins árið 2022 sem er svipað og árið 2016 og um 73% þeirra komu á síðari hluta ársins en ferðatakmörkunum var aflétt seint í febrúar. Jakob Rolfsson, forstöðumaður rannsókna og tölfræðisviðs hjá ferðamálastofu, segir tölurnar strax hafa leitað uppávið eftir afléttingar. „Við sjáum náttúrulega eftir að öllum afléttingum var, eftir að takmörkunum var aflétt 25. febrúar þá tók þetta svona ágætist kipp aftur. Þrátt fyrir það að ferðamenn hafi náttúrulega getað komið hingað með bólusetningarvottorð og vottorð um pcr próf eða að þeir hafi fengið smit áður, vegna covid. Þá sáum við ferðamenn snúa aftur til landsins bara í þónokkuð meira magni en við var búist.“ Ferðamálastofa spáir áframhaldandi aukningu í fjölda ferðamanna. „Í okkar spám fyrir þetta ár þá gerum við ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna. Það er álíka og 2018 og inni í þeirri spá gerum við ráð fyrir því að Kínverjarnir komi aftur.“ En hefur stofnunin áhyggjur af fréttum af manneklu í ferðaþjónustunni? „Við höfum vissulega áhyggjur en það er nú ekkert eitthvað held ég sem að ekki sé hægt að leysa sko.“ Íslendingar voru ekki síður fljótir að taka við sér en sjást einhverjar breytingar á áfangastöðum Íslendinga „Nei áfangastaðir Íslendinga hafa í rauninni ekkert breyst neitt mikið. Við erum sólþyrst þjóð og förum til og höfum verið að fara mikið til í þessar borgarferðir náttúrulega til Köben og London og svo einhverjar millilandalendingar þaðan. En fyrst og fremst er þetta Tenerife og Spánn.“
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Efnahagsmál Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira