Telur sig föður barnsins þótt rannsóknir sýni fram á allt annað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2023 15:14 Landsréttur kvað upp dóm sinn í upphafi árs. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem sætt hefur nálgunarbanni vegna ágengni við konu sem hann telur barnsmóður sína höfðaði faðernismál á hendur konunni. Héraðsdómur og Landsréttur telja friðhelgi einkalífs fjölskyldunnar vega þyngra en réttur karlmannsins auk þess sem málið sé vanreifað af hálfu mannsins. Karlmaðurinn segist fullviss um að hann sé faðir barns konunnar. Barnið hafi verið getið árið 2015 þegar þau áttu vingott saman um stundarsakir og stunduðu kynmök tvisvar einn daginn. Konan var á þeim tíma nýkomin úr sambúð með barnsföður sínum sem hún tók svo aftur saman við skömmu síðar. Konan eignaðist svo barn sem hún segir engan vafa leika á um að sé barn sambúðarmanns síns. Enda hafi hún aðeins haft samræði við sambúðarmann sinn á getnaðartíma barnsins. Til að slá á ranghugmyndir stefnanda hafi lífsýni úr barninu og sambúðarmanni hennar verið sent til rannsóknar í Danmörku. Niðurstaðan hafi verið að 99,9999 prósent líkur væru á því að hann væri faðir barnsins. Þá hefði skyldleikarannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu leitt það sama í ljós. Konan sagði karlmanninn augljóslega höfða málið aðeins í þeim tilgangi að reyna að eyðileggja samband sitt við mann sinn. Karlmaðurinn lagði fyrir dóminn fram yfirlýsingu frá sjö einstaklingum þar sem þess var getið að þeir hefðu séð skilaboð frá konunni í síma mannsins þar sem gat að líta sónarmyndir af fóstri og orðsendingu um að hann væri faðir barnsins. Fram kom í yfirlýsingunum að umræddir einstaklingar væru reiðubúnir að staðfesta lýsinguna fyrir dómi. Héraðsdómur vísaði málinu frá á þeim grundvelli að málið væri vanreifað. Maðurinn áfrýjaði niðurstöðunni til Landsréttar sem sagði að karlmaðurinn hefði þurft að höfða málið gegn báðum foreldrum barnsins og jafnframt gera kröfu um véfengingu á faðerninu. Þá taldi Landsréttur að karlmaðurinn hefði ekki leitt fram nægar líkur á því að faðerni barnsins væri ranglega ákvarðað þannig að efni væri til að raska friðhelgi fjölskyldunnar meir en gert hefði verið með málshöfðun. Vísaði Landsréttur til 71. greinar stjórnarskrárinnar hvað þetta varðaði. Dómur Landsréttar. Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Karlmaðurinn segist fullviss um að hann sé faðir barns konunnar. Barnið hafi verið getið árið 2015 þegar þau áttu vingott saman um stundarsakir og stunduðu kynmök tvisvar einn daginn. Konan var á þeim tíma nýkomin úr sambúð með barnsföður sínum sem hún tók svo aftur saman við skömmu síðar. Konan eignaðist svo barn sem hún segir engan vafa leika á um að sé barn sambúðarmanns síns. Enda hafi hún aðeins haft samræði við sambúðarmann sinn á getnaðartíma barnsins. Til að slá á ranghugmyndir stefnanda hafi lífsýni úr barninu og sambúðarmanni hennar verið sent til rannsóknar í Danmörku. Niðurstaðan hafi verið að 99,9999 prósent líkur væru á því að hann væri faðir barnsins. Þá hefði skyldleikarannsókn hjá Íslenskri erfðagreiningu leitt það sama í ljós. Konan sagði karlmanninn augljóslega höfða málið aðeins í þeim tilgangi að reyna að eyðileggja samband sitt við mann sinn. Karlmaðurinn lagði fyrir dóminn fram yfirlýsingu frá sjö einstaklingum þar sem þess var getið að þeir hefðu séð skilaboð frá konunni í síma mannsins þar sem gat að líta sónarmyndir af fóstri og orðsendingu um að hann væri faðir barnsins. Fram kom í yfirlýsingunum að umræddir einstaklingar væru reiðubúnir að staðfesta lýsinguna fyrir dómi. Héraðsdómur vísaði málinu frá á þeim grundvelli að málið væri vanreifað. Maðurinn áfrýjaði niðurstöðunni til Landsréttar sem sagði að karlmaðurinn hefði þurft að höfða málið gegn báðum foreldrum barnsins og jafnframt gera kröfu um véfengingu á faðerninu. Þá taldi Landsréttur að karlmaðurinn hefði ekki leitt fram nægar líkur á því að faðerni barnsins væri ranglega ákvarðað þannig að efni væri til að raska friðhelgi fjölskyldunnar meir en gert hefði verið með málshöfðun. Vísaði Landsréttur til 71. greinar stjórnarskrárinnar hvað þetta varðaði. Dómur Landsréttar.
Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira