Sigga bar óvænt tveimur lömbum í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2023 20:01 Það hefur heldur betur birt yfir í fjárhúsinu á bænum Miðengi í Grímsnesi því þar voru fyrstu vorboðar ársins að koma í heiminn, lambadrottning og lambakóngur. Óljóst er hver pabbi lambanna er, en forystuhrútur á bænum liggur sterklega undir grun. Í Miðengi eru um 130 fjár. Það var ærin Sigríður, alltaf kölluð Sigga, sem bar tveimur lömbum, hrúti og gimbur. Forystuhrúturinn Þormar er grunaður um að vera faðir lambanna, þó það sé ekki alveg hundrað prósent öruggt. Það er mikil frjósemi í Miðengi þessa dagana því þar er líka vikugömul dama, sem kom í heiminn 4. janúar hjá þeim Siggu og Halla, bændunum á bænum, eins og þau eru alltaf kölluð en fyrir eru þrír strákar á heimilinu, 10 mánaða, sjö ár og níu ára. „Heyrðu, það er bara nóg að gera, bara endalaust af börnum og brjálað partý alltaf. Það er allavega mikil frjósemi í Miðengi, það er ekki hægt að segja annað. Við erum með eina nýfædda dömu, síðan einn 10 mánaða og tvo eldri stráka, það er nóg að gera,“ segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, bóndi og húsmóðir í Miðengi. En hvað finnst þér um lömbin, sem fæddust hérna í gær? „Ég var mjög hissa, ég hélt að Halli væri að grínast þegar hann sagði mér af þessu, en svo sýndi hann mér mynd, þannig að ég sá að þetta var ekki grín. Ég veit ekki alveg hvað er að frétta og hvernig þetta gerðist, við erum að reyna að finna sökudólginn,“ segir Sigríður og hlær. Sigríður eða Sigga eins og hún er alltaf kölluð með lömbin sín tvö, sem komu í heiminn í gær, 10. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég var mjög hissa þegar lömbin fæddust, en ég er ekk enn búin að ákveða hvað þau eiga að heita,“ segir Halldór Rafn Arnarsson, sjö ára eigandi Siggu og lambanna í Miðengi „Það er rosalega gaman að fá lömb núna“, segir Þorbjörn Óðinn Arnarsson, níu ára í Miðengi. En það eru ekki bara kindurnar og lömbin sem bræðurnir í Miðengi hafa áhuga á, nei, þeim þykir allra skemmtilegast þessa dagana að rúnta í fjárhúsinu á nýja bílnum, sem þeir fengu í jólagjöf. Litla daman í Miðengi, sem fæddist 4. janúar. Hún fær nafnið sitt næsta sunnudag. Hún svaf bara í fjárhúsinu í dag þegar litlu lömbin voru heimsótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Í Miðengi eru um 130 fjár. Það var ærin Sigríður, alltaf kölluð Sigga, sem bar tveimur lömbum, hrúti og gimbur. Forystuhrúturinn Þormar er grunaður um að vera faðir lambanna, þó það sé ekki alveg hundrað prósent öruggt. Það er mikil frjósemi í Miðengi þessa dagana því þar er líka vikugömul dama, sem kom í heiminn 4. janúar hjá þeim Siggu og Halla, bændunum á bænum, eins og þau eru alltaf kölluð en fyrir eru þrír strákar á heimilinu, 10 mánaða, sjö ár og níu ára. „Heyrðu, það er bara nóg að gera, bara endalaust af börnum og brjálað partý alltaf. Það er allavega mikil frjósemi í Miðengi, það er ekki hægt að segja annað. Við erum með eina nýfædda dömu, síðan einn 10 mánaða og tvo eldri stráka, það er nóg að gera,“ segir Sigríður Þorbjörnsdóttir, bóndi og húsmóðir í Miðengi. En hvað finnst þér um lömbin, sem fæddust hérna í gær? „Ég var mjög hissa, ég hélt að Halli væri að grínast þegar hann sagði mér af þessu, en svo sýndi hann mér mynd, þannig að ég sá að þetta var ekki grín. Ég veit ekki alveg hvað er að frétta og hvernig þetta gerðist, við erum að reyna að finna sökudólginn,“ segir Sigríður og hlær. Sigríður eða Sigga eins og hún er alltaf kölluð með lömbin sín tvö, sem komu í heiminn í gær, 10. janúar.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég var mjög hissa þegar lömbin fæddust, en ég er ekk enn búin að ákveða hvað þau eiga að heita,“ segir Halldór Rafn Arnarsson, sjö ára eigandi Siggu og lambanna í Miðengi „Það er rosalega gaman að fá lömb núna“, segir Þorbjörn Óðinn Arnarsson, níu ára í Miðengi. En það eru ekki bara kindurnar og lömbin sem bræðurnir í Miðengi hafa áhuga á, nei, þeim þykir allra skemmtilegast þessa dagana að rúnta í fjárhúsinu á nýja bílnum, sem þeir fengu í jólagjöf. Litla daman í Miðengi, sem fæddist 4. janúar. Hún fær nafnið sitt næsta sunnudag. Hún svaf bara í fjárhúsinu í dag þegar litlu lömbin voru heimsótt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Dýr Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira