Páll Óskar stígur út í veitingarekstur: „Aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi“ Ellen Geirsdóttir Håkansson og Elma Rut Valtýsdóttir skrifa 12. janúar 2023 12:01 Palli og Valli opna Indican í Borgartúninu. Aðsent Poppstjarnan Páll Óskar er nú orðinn veitingastaðareigandi. Ást Palla á staðnum Indican hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði. Hann hefur nú tekið þá ást skrefinu lengra og gerst meðeigandi í staðnum. Þegar indverski veitingastaðurinn Indican opnaði í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Páll Óskar er búsettur, ákvað Palli að fara og smakka. Heimsóknin endaði með því að Palli lýsti yfir ánægju sinni í myndbandi sem fór síðan eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Í ljósi aðdáunar Palla á matnum skaut Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican því að honum að hann ætti nú bara að gerast meðeigandi hans í nýja staðnum sem opnar nú í Borg29 mathöllinni, fyrst hann elskaði matinn svona mikið. Palli tók boðinu og úr varð samstarf. @indicanwest Hvar þetta byrjaði vs hvar þetta endaði Takk fyrir okkur Palli og takk fyrir okkur áramótaskaup, alltaf velkomin a Indican original sound - indicanwest Vísir sló á þráðinn til Palla og spurði hann út í veitingareksturinn og þessa stóru ákvörðun. „Þetta með Indican gerist alveg yndislega sjálfkrafa,“ segir Palli og bætir því við að hann hafi verið mikill aðdáandi Valgeirs og hans veitingastaða en hann á einnig Íslensku flatbökuna. Skemmtilegast að afgreiða ánægða viðskiptavini Hann segir aðdáun sína á staðnum vera einlæga. „Eftir svolitla umhugsun ákvað ég að kýla á þetta og ég vil gera þetta vegna þess að varan er góð. Ég er í alvörunni aðdáandi staðarins, ég er aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi,“ segir Palli og bætir því við að hann verði andlit staðarins út á við og lesi inn á auglýsingar. Þar að auki bjó hann til slagorð staðarins „alveg gaalið gott“ en setningin vall upp úr honum þegar hann smakkaði matinn í fyrsta sinn. Það verður eflaust stutt í gleði og gaman á Indican á næstunni. Aðsent Palli keypti sig inn í reksturinn í mathöllinni og á nú tíu prósent þar. Hann segist hlakka til að fá að læra af reynsluboltum í bransanum, afgreiða viðskiptavini og prófa eitthvað nýtt. Eigendur Indican eru því orðnir þrír en auk Valla og Palla á Daði Laxdal hlut í rekstrinum. „Svo þegar það er mikið að gera í mathöllinni, sérstaklega kannski í hádeginu á föstudögum, þá stend ég vaktina og afgreiði viðskiptavini og ég hlakka alveg svakalega til þess. Eitt skemmtilegasta starf sem ég hef unnið í lífinu var að afgreiða viðskiptavinina á Aðalvídeóleigunni á Klapparstíg í gamla daga. Þar vann ég þegarfólk notaði VHS spólur. Ég var þar frá sirka 1989 til 1992,“ segir Palli. Nýr staður Indican opnar í Borg29 mathöllinni næsta föstudag og mun Palli afgreiða viðskiptavini staðarins frá 11:30 til 13:30. Hann segist mæla með því að fólk sem hafi aldrei komið á Indican áður byrji á því að prófa Butter chicken og osta naan. „Það var það sem ég fríkaði út af í þessu vídeói,“ segir Palli. Veitingastaðir Tónlist Reykjavík Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Þegar indverski veitingastaðurinn Indican opnaði í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem Páll Óskar er búsettur, ákvað Palli að fara og smakka. Heimsóknin endaði með því að Palli lýsti yfir ánægju sinni í myndbandi sem fór síðan eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. Í ljósi aðdáunar Palla á matnum skaut Valgeir Gunnlaugsson, eigandi Indican því að honum að hann ætti nú bara að gerast meðeigandi hans í nýja staðnum sem opnar nú í Borg29 mathöllinni, fyrst hann elskaði matinn svona mikið. Palli tók boðinu og úr varð samstarf. @indicanwest Hvar þetta byrjaði vs hvar þetta endaði Takk fyrir okkur Palli og takk fyrir okkur áramótaskaup, alltaf velkomin a Indican original sound - indicanwest Vísir sló á þráðinn til Palla og spurði hann út í veitingareksturinn og þessa stóru ákvörðun. „Þetta með Indican gerist alveg yndislega sjálfkrafa,“ segir Palli og bætir því við að hann hafi verið mikill aðdáandi Valgeirs og hans veitingastaða en hann á einnig Íslensku flatbökuna. Skemmtilegast að afgreiða ánægða viðskiptavini Hann segir aðdáun sína á staðnum vera einlæga. „Eftir svolitla umhugsun ákvað ég að kýla á þetta og ég vil gera þetta vegna þess að varan er góð. Ég er í alvörunni aðdáandi staðarins, ég er aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi,“ segir Palli og bætir því við að hann verði andlit staðarins út á við og lesi inn á auglýsingar. Þar að auki bjó hann til slagorð staðarins „alveg gaalið gott“ en setningin vall upp úr honum þegar hann smakkaði matinn í fyrsta sinn. Það verður eflaust stutt í gleði og gaman á Indican á næstunni. Aðsent Palli keypti sig inn í reksturinn í mathöllinni og á nú tíu prósent þar. Hann segist hlakka til að fá að læra af reynsluboltum í bransanum, afgreiða viðskiptavini og prófa eitthvað nýtt. Eigendur Indican eru því orðnir þrír en auk Valla og Palla á Daði Laxdal hlut í rekstrinum. „Svo þegar það er mikið að gera í mathöllinni, sérstaklega kannski í hádeginu á föstudögum, þá stend ég vaktina og afgreiði viðskiptavini og ég hlakka alveg svakalega til þess. Eitt skemmtilegasta starf sem ég hef unnið í lífinu var að afgreiða viðskiptavinina á Aðalvídeóleigunni á Klapparstíg í gamla daga. Þar vann ég þegarfólk notaði VHS spólur. Ég var þar frá sirka 1989 til 1992,“ segir Palli. Nýr staður Indican opnar í Borg29 mathöllinni næsta föstudag og mun Palli afgreiða viðskiptavini staðarins frá 11:30 til 13:30. Hann segist mæla með því að fólk sem hafi aldrei komið á Indican áður byrji á því að prófa Butter chicken og osta naan. „Það var það sem ég fríkaði út af í þessu vídeói,“ segir Palli.
Veitingastaðir Tónlist Reykjavík Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira