Handbolti

HM í dag: Íslendingar fá íþróttasal undir sitt Fan Zone og alvöru bjór

Stefán Árni Pálsson skrifar
 Henry Birgir Gunnarsson og Stefán Árni Pálsson eru staddir á HM í Kristanstad og gera mótinu góð skil daglega í HM í dag á Vísi. 
 Henry Birgir Gunnarsson og Stefán Árni Pálsson eru staddir á HM í Kristanstad og gera mótinu góð skil daglega í HM í dag á Vísi.  Vísir/Vilhelm

Ísland leikur sinn fyrsta leik á HM í Kristianstad Arena í kvöld og mætir liðið Portúgal í fyrsta leik.

Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Stefán Árni Pálsson eru staddir í Kristianstad og fylgjast þeir með hverju skrefi íslensku landsliðsmannanna.

Næstu daga verður á dagskrá vefþátturinn HM í dag hér á Vísi þar sem fjallað verður um þátttöku Íslands á HM og skemmtilegan hátt. Þeir félagar ræða mótið, stemninguna og allt milli himins og jarðar í kringum heimsmeistaramótið í handbolta.

Klippa: HM í dag: Íslendingar fá íþróttasal undir sitt Fan Zone og alvöru bjór

Fyrsti þátturinn var tekinn upp inni í íþróttasal við Kristianstad Arena þar sem búið er að setja upp Fan Zone sérstaklega fyrir Íslendinga. Þar er meðal annars risaskjár, svið og heljarinnar bar. Þeir Henry og Stefán ræddu það í þættinum hvernig bjór væri til sölu á barnum, hvort það væri léttöl eða alvöru bjór. Eftir tökur fengu þeir að vita að bjórinn í salnum er 5,0%. Mikið hagsmunamál fyrir Íslendingana.

Það snýst allt um Ísland í Kristanstad þessa dagana og eru strákarnir okkar í öllum blöðum og á veggjum borgarinnar. Hér að ofan má sjá fyrsta þáttinn af HM í dag en þar kom meðal annars í ljós að sumir hata ABBA, sem er kannski ekki vinsæl skoðun í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×