Leyfi afturkallað fyrir umdeildri virkjun í Skaftárhreppi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2023 12:38 Framkvæmdaleyfið var veitt í maí í fyrra. Landvernd Úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi Skaftárhrepps vegna Hnútuvirkjunar í Hverfisfljóti. Fimm náttúruverndarsamtök og hópur landeigenda á svæðinu kærðu leyfið til úrskurðanefndarinnar í júní í fyrra, meðal annars vegna brota á náttúruverndarlögum. Hugmyndin um virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu í Skaftárhreppi á sér nokkra forsögu allt aftur til 2006. Ragnar Jónsson landeigandi sagði í Fréttablaðinu á árinu að málið hefði verið í farvegi í um tuttugu ár. Málið var afar umdeilt innan sveitastjórnarinnar en tveir af fimm sveitastjórnarfulltrúum töldu óafturkræf spjöll hljótast af virkjuninni. Hér má sjá hvar Hverfisfljótið er staðsett. Farið var fram á framkvæmdaleyfi vegna 9,3 MW virkjunar sem er undanþegin rammaáætlun enda undir 10 MW. Skaftárhreppur veitti framkvæmdaleyfi í vor sem var svo kært í sumar. Úrskurðarnefndin taldi það til verulegra annmarka hjá sveitastjórninni, við veitingu leyfisins, að hafa ekki kynnt sér matsskýrslu Ragnars við útgáfu framkvæmdarleyfis. Þá skorti rökstuðning á því af hverju virkjunin væri brýn og með hvaða hætti virkjunin muni bæta raforkuöryggi innan hreppsins. Rökstuðningur sveitarstjórnar megi helst skilja á þann veg að minni þörf verði á varaaflsstöðvum hjá stærri fyrirtækjum eða bændum. Þá nefnir nefndin einnig að staðhæft sé að nýr vegur að stöðvarhúsi Hnútuvirkjunar muni bæta aðgengi að ferðamannastað, en ekki er vikið að því hvort vegurinn muni bera slíka almenna umferð eða yfirleitt vera opinn fyrir henni. Verðlaunarithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir á sumarbústaðinn Seljalandi sem stendur á lóð í landi jarðar í hlíð austur við Dalshöfða. Hún hafði áhyggjur af vegaverð að virkjuninni í landi Seljalands, um hundrað metra frá bæjardyrunum.HÍ/Kristinn Ingvarsson Þá vísaði nefndin frá kæru Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar og eiganda bústaðarins Seljalands og Helgi Björnssonar jöklafræðings og eiganda jarðarinnar Hruna. Ekki var talið að þau nytu kæruaðildar að málinu vegna grenndar eða ríkra hagsmuna. Landvernd fagnar niðurstöðunni. „Úrskurður nefndarinnar er mikilvægur og afar ánægjulegur áfangi fyrir náttúruvernd í landinu sem hefur átt undir högg að sækja. Með honum er ekki einungis Hverfisfljóti og Skaftáreldahrauni bjargað frá óafturkræfri eyðileggingu, heldur kemur skýrt fram í úrskurðinum að fara verður eftir náttúruverndarlögum við veitingu leyfa og að leyfisveitendur verða að rökstyðja ákvarðanir sínar sem spilla náttúru með afgerandi hætti, en á það hefur skort í umhverfismálum á Íslandi,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Úrskurður nefndarinnar. Orkumál Skaftárhreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. 10. júní 2022 07:08 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Hugmyndin um virkjun í Hverfisfljóti við Hnútu í Skaftárhreppi á sér nokkra forsögu allt aftur til 2006. Ragnar Jónsson landeigandi sagði í Fréttablaðinu á árinu að málið hefði verið í farvegi í um tuttugu ár. Málið var afar umdeilt innan sveitastjórnarinnar en tveir af fimm sveitastjórnarfulltrúum töldu óafturkræf spjöll hljótast af virkjuninni. Hér má sjá hvar Hverfisfljótið er staðsett. Farið var fram á framkvæmdaleyfi vegna 9,3 MW virkjunar sem er undanþegin rammaáætlun enda undir 10 MW. Skaftárhreppur veitti framkvæmdaleyfi í vor sem var svo kært í sumar. Úrskurðarnefndin taldi það til verulegra annmarka hjá sveitastjórninni, við veitingu leyfisins, að hafa ekki kynnt sér matsskýrslu Ragnars við útgáfu framkvæmdarleyfis. Þá skorti rökstuðning á því af hverju virkjunin væri brýn og með hvaða hætti virkjunin muni bæta raforkuöryggi innan hreppsins. Rökstuðningur sveitarstjórnar megi helst skilja á þann veg að minni þörf verði á varaaflsstöðvum hjá stærri fyrirtækjum eða bændum. Þá nefnir nefndin einnig að staðhæft sé að nýr vegur að stöðvarhúsi Hnútuvirkjunar muni bæta aðgengi að ferðamannastað, en ekki er vikið að því hvort vegurinn muni bera slíka almenna umferð eða yfirleitt vera opinn fyrir henni. Verðlaunarithöfundurinn Steinunn Sigurðardóttir á sumarbústaðinn Seljalandi sem stendur á lóð í landi jarðar í hlíð austur við Dalshöfða. Hún hafði áhyggjur af vegaverð að virkjuninni í landi Seljalands, um hundrað metra frá bæjardyrunum.HÍ/Kristinn Ingvarsson Þá vísaði nefndin frá kæru Steinunnar Sigurðardóttur rithöfundar og eiganda bústaðarins Seljalands og Helgi Björnssonar jöklafræðings og eiganda jarðarinnar Hruna. Ekki var talið að þau nytu kæruaðildar að málinu vegna grenndar eða ríkra hagsmuna. Landvernd fagnar niðurstöðunni. „Úrskurður nefndarinnar er mikilvægur og afar ánægjulegur áfangi fyrir náttúruvernd í landinu sem hefur átt undir högg að sækja. Með honum er ekki einungis Hverfisfljóti og Skaftáreldahrauni bjargað frá óafturkræfri eyðileggingu, heldur kemur skýrt fram í úrskurðinum að fara verður eftir náttúruverndarlögum við veitingu leyfa og að leyfisveitendur verða að rökstyðja ákvarðanir sínar sem spilla náttúru með afgerandi hætti, en á það hefur skort í umhverfismálum á Íslandi,“ segir Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Úrskurður nefndarinnar.
Orkumál Skaftárhreppur Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. 10. júní 2022 07:08 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Segja náttúruundur í hættu og kæra Hnútuvirkjun Fimm náttúruverndarsamtök ásamt hópi landeigenda í grennd við Hverfisfljót í Skaftárhreppi hafa kært ákvörðun sveitarstjórnar Skaftárhrepps um að gefa út framkvæmdaleyfi vegna virkjunar við Hnútu í Hverfisfljóti. 10. júní 2022 07:08