Handbolti

Strákarnir okkar spila með sorgarbönd í leiknum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska handboltalandsliðið mun minnast íslenskrar þjálfaragoðsagnar í kvöld.
Íslenska handboltalandsliðið mun minnast íslenskrar þjálfaragoðsagnar í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun spila með sorgarbönd í kvöld í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta í Kristianstad.

Íslensku strákarnir munu þarna minnast Karls G. Benediktssonar sem lést í síðasta mánuði en Karl er fyrrum leikmaður og þjálfari íslenska karlalandsliðsins og var sá fyrsti sem náði bæði að spila og þjálfa íslenska landsliðið á heimsmeistaramóti.

Karl lék 12 landsleiki fyrir Ísland á árunum 1958 til 1963 og stýrði landsliðinu bæði á HM 1964 og á HM 1974.

Karl gerði lið sex sinnum að Íslandsmeisturum í meistaraflokki karla á sínum þjálfaraferli, fyrst Fram fimm sinnum (1962, 1964, 1964, 1967 og 1972) og svo Víking einu sinni (1975) en það var fyrsti Íslandsmeistaratitill félagsins í handbolta karla.

Ísland mætir Portúgal í opnunarleiknum á HM og hefst leikurinn klukkan 19.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×