Skipað að sýna Infantino á öllum leikjum HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2023 18:01 Gianni Infantino er búinn að afhenda Lionel Messi heimsbikarinn og er að stýra honum þangað sem sá argentínski átti að lyfta honum. Getty/Markus Gilliar Gianni Infantino, forseti FIFA, er duglegur að koma sér í fréttirnar þessi misserin og þá helst á á neikvæðan hátt. Það er ljós að vinsældir hans eru ekki að aukast og gagnrýnin eykst dag frá degi. Infantino gerði lítið úr mannréttindabrotum í Katar fyrir heimsmeistarakeppnina þar og varði gestgjafaþjóðina út í hið óendanlega. Eftir að rannsókn hófst í Sviss á meintum brotum hans árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. World Cup TV crews ordered to film Fifa president Infantino during matches - by @martynziegler . So petty yet still so depressing https://t.co/nvcTp9Us2D— Matt Dickinson (@DickinsonTimes) January 12, 2023 Infantino var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins. Breska tímaritið The Times slær því nú síðast upp að Alþjóða knattspyrnusambandið hafi skipað að sýna Infantino á öllum leikjum HM í Katar. Forseti FIFA nýtti sér það að leikirnir voru spilaðir á leikvöngum sem voru mjög nálægt hverjum öðrum. Það var því hægt að sjá marga leiki á dag ólíkt flestum öðrum heimsmeistaramótum. Infantino var duglegur að mæta en það átti líka að passa það að heimurinn fengi að sjá hversu duglegur hann var. The Times komst að því að fyrirskipunin um að sýna myndir af Infantino á hverjum leik hafi komið frá HBS, sem er svissneskt félag sem sér um sjónvarpsútsendingar frá leikjum fyrri hönd Alþjóða knattspyrnusambandsins. World Cup television crews were ordered to show the Fifa president Gianni Infantino at least once during matches in Qatar and to ensure that he was not pictured while on his mobile phone https://t.co/xOTFfdUtfA— Times Sport (@TimesSport) January 12, 2023 Fyrirtækið skipaði framleiðendum útsendinganna að sýna forsetann en þeirra efni er síðan sent út um allan heim þar á meðal til íslenska Ríkisútvarpsins sem var með réttinn á HM hér heima á Íslandi. Í fyrrnefndri skipun kom fram hversu oft átti að sýna Infantino og hvernig. Það mátti þannig ekki sýna hann þegar hann var að nota farsímann sinn. Sjónvarpsstöðvarnar út um allan heim höfðu því ekkert um það að segja hversu oft forsetinn kom á skjáinn í miðjum leikjum á heimsmeistaramótinu. Fyrst var forsetinn alltaf sýndur líka upp á stjóra skjánum á leikvöngunum sjálfum en eftir að það var púað all svakalega á hann í hvert skiptið þá bannaði hann það. Þegar myndirnar af Infantino voru sýndar í sjónvarpsútsendingunni þá voru þær ekki sýndar á skjánum á vellinum. FIFA neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður The Times leitaði eftir viðbrögðum. HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Infantino gerði lítið úr mannréttindabrotum í Katar fyrir heimsmeistarakeppnina þar og varði gestgjafaþjóðina út í hið óendanlega. Eftir að rannsókn hófst í Sviss á meintum brotum hans árið 2020 flutti Infantino búferlum til Katar þar sem hann býr nú með fjölskyldu sinni. World Cup TV crews ordered to film Fifa president Infantino during matches - by @martynziegler . So petty yet still so depressing https://t.co/nvcTp9Us2D— Matt Dickinson (@DickinsonTimes) January 12, 2023 Infantino var yfirheyrður af lögregluyfirvöldum í Sviss í vikunni vegna meintra glæpa hans. Hann á að hafa hvatt til misbeitingar valds og hindrað refsiaðgerðir lögreglu- og dómsvaldsins. Breska tímaritið The Times slær því nú síðast upp að Alþjóða knattspyrnusambandið hafi skipað að sýna Infantino á öllum leikjum HM í Katar. Forseti FIFA nýtti sér það að leikirnir voru spilaðir á leikvöngum sem voru mjög nálægt hverjum öðrum. Það var því hægt að sjá marga leiki á dag ólíkt flestum öðrum heimsmeistaramótum. Infantino var duglegur að mæta en það átti líka að passa það að heimurinn fengi að sjá hversu duglegur hann var. The Times komst að því að fyrirskipunin um að sýna myndir af Infantino á hverjum leik hafi komið frá HBS, sem er svissneskt félag sem sér um sjónvarpsútsendingar frá leikjum fyrri hönd Alþjóða knattspyrnusambandsins. World Cup television crews were ordered to show the Fifa president Gianni Infantino at least once during matches in Qatar and to ensure that he was not pictured while on his mobile phone https://t.co/xOTFfdUtfA— Times Sport (@TimesSport) January 12, 2023 Fyrirtækið skipaði framleiðendum útsendinganna að sýna forsetann en þeirra efni er síðan sent út um allan heim þar á meðal til íslenska Ríkisútvarpsins sem var með réttinn á HM hér heima á Íslandi. Í fyrrnefndri skipun kom fram hversu oft átti að sýna Infantino og hvernig. Það mátti þannig ekki sýna hann þegar hann var að nota farsímann sinn. Sjónvarpsstöðvarnar út um allan heim höfðu því ekkert um það að segja hversu oft forsetinn kom á skjáinn í miðjum leikjum á heimsmeistaramótinu. Fyrst var forsetinn alltaf sýndur líka upp á stjóra skjánum á leikvöngunum sjálfum en eftir að það var púað all svakalega á hann í hvert skiptið þá bannaði hann það. Þegar myndirnar af Infantino voru sýndar í sjónvarpsútsendingunni þá voru þær ekki sýndar á skjánum á vellinum. FIFA neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður The Times leitaði eftir viðbrögðum.
HM 2022 í Katar FIFA Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira