Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. janúar 2023 12:00 Heilbrigðiseftirlitið hefur gert athugasemdir við ástnad húsnæðisins og brunavarnir eru sömuleiðis í ólagi. Sveitarstjóri segir erfitt fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. Vísir Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. Áætlað er að um fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd muni dvelja í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tómt í nokkur ár. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar var ekki tilkynnt um fyrirætlanirnar fyrr en eftir að ákvörðun lá fyrir. „Sveitarfélagið hefur í sjálfu sér ekkert um það að segja, hefur ekkert neitunarvald í því. En við höfum verið í sambandi við Vinnumálastofnun að afla frekari upplýsinga um það hvernig þetta verður og hver verður samsetning hópsins og hvenær þetta byrjar. Og höfum átt fund með vinnumálastofnun,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Hún segir verkefnið stórt fyrir lítið sveitarfélag. „Það búa 200 á Laugarvatni. Ef þetta úrræði verður fullnýtt, það eru þarna þrjátíu herbergi, þá eru þetta að hámarki 60 manns. Það gefur augaleið að það er mikið inngrip í lítið samfélag.“ Svipuð staða er uppi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Festi í óþökk bæjaryfirvalda. Hótelstarfsemi í húsnæðinu var stöðvuð síðastliðið vor vegna myglu. Svipuð staða er uppi á Laugarvatni. Vinnumálastofnun hefur verið gerð grein fyrir því hvernig ástand hússins er og fengið þær eftirlitsskýrslur sem eru til. Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á það að verði húsið tekið til notkunar verði ástandið á því í samræmi við kröfur eftirlitsaðila,“ segir Ásta. Verið sé að vinna að endurbótum á húsnæðinu en óljóst hversu langt þær eru komnar. „Við viljum að fólk sem hingað kemur sé sett í öruggt húsnæði, sem er ekki heilsuspillandi. Við treystum því að það verði séð til þess að áður en fólk kemur inn í þetta úrræði verð húsnæðið þannig að það uppfylli allar kröfur.“ Sveitarfélögum ber að þjónusta fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi en hefur ekki fengið afgreiðslu á umsókn sinni. Ásta segir það stór biti fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti með mikla þjónustuþörf, sérstaklega ef börn eru í hópnum. „Á Laugarvatni er lítill grunnskóli, fámennur, nánast fullsetinn og mönnun í takt við það að þetta er fámennur skóli. Það er alveg ljóst að það þarf að leita sérúrræða til að sinna menntun barna sem þarna kunna að dvelja.“ Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur munu fljótlega halda kynningu fyrir íbúa á Laugarvatni að sögn Ástu til að fara yfir málin. Íbúar hafi spurningar um málið sem verði að svara. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bláskógabyggð Tengdar fréttir Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. 7. janúar 2023 13:03 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Áætlað er að um fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd muni dvelja í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tómt í nokkur ár. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar var ekki tilkynnt um fyrirætlanirnar fyrr en eftir að ákvörðun lá fyrir. „Sveitarfélagið hefur í sjálfu sér ekkert um það að segja, hefur ekkert neitunarvald í því. En við höfum verið í sambandi við Vinnumálastofnun að afla frekari upplýsinga um það hvernig þetta verður og hver verður samsetning hópsins og hvenær þetta byrjar. Og höfum átt fund með vinnumálastofnun,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Hún segir verkefnið stórt fyrir lítið sveitarfélag. „Það búa 200 á Laugarvatni. Ef þetta úrræði verður fullnýtt, það eru þarna þrjátíu herbergi, þá eru þetta að hámarki 60 manns. Það gefur augaleið að það er mikið inngrip í lítið samfélag.“ Svipuð staða er uppi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Festi í óþökk bæjaryfirvalda. Hótelstarfsemi í húsnæðinu var stöðvuð síðastliðið vor vegna myglu. Svipuð staða er uppi á Laugarvatni. Vinnumálastofnun hefur verið gerð grein fyrir því hvernig ástand hússins er og fengið þær eftirlitsskýrslur sem eru til. Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á það að verði húsið tekið til notkunar verði ástandið á því í samræmi við kröfur eftirlitsaðila,“ segir Ásta. Verið sé að vinna að endurbótum á húsnæðinu en óljóst hversu langt þær eru komnar. „Við viljum að fólk sem hingað kemur sé sett í öruggt húsnæði, sem er ekki heilsuspillandi. Við treystum því að það verði séð til þess að áður en fólk kemur inn í þetta úrræði verð húsnæðið þannig að það uppfylli allar kröfur.“ Sveitarfélögum ber að þjónusta fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi en hefur ekki fengið afgreiðslu á umsókn sinni. Ásta segir það stór biti fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti með mikla þjónustuþörf, sérstaklega ef börn eru í hópnum. „Á Laugarvatni er lítill grunnskóli, fámennur, nánast fullsetinn og mönnun í takt við það að þetta er fámennur skóli. Það er alveg ljóst að það þarf að leita sérúrræða til að sinna menntun barna sem þarna kunna að dvelja.“ Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur munu fljótlega halda kynningu fyrir íbúa á Laugarvatni að sögn Ástu til að fara yfir málin. Íbúar hafi spurningar um málið sem verði að svara.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bláskógabyggð Tengdar fréttir Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. 7. janúar 2023 13:03 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. 7. janúar 2023 13:03