Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 66-71 | Valsmenn bikarmeistarar eftir spennutrylli Siggeir Ævarsson skrifar 14. janúar 2023 19:45 Kristófer Acox lyftir hér bikarmeistaratitlinum eftir sigurinn á Stjörnunni. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan og Valur mættust í úrslitum VÍS bikars karla í Laugardalshöllinni í dag. Valsmenn ríkjandi Íslandsmeistarar og Stjarnan með þrjá bikarmeistaratitla á síðustu fjórum árum, svo að það mátti búast við hörkuleik sem varð raunin. Sigurinn hefði í raun getað dottið hvorumegin sem var, en stór skot frá Kára Jónssyni og Hjálmari Sveinssyni í lokin gerðu gæfumuninn fyrir Valsara sem lönduðu sínum fyrsta bikarmeistaratitli síðan 1981. Callum Lawson i baráttu við Tómas Þórð HilmarssonVísir/Hulda Margrét Leikurinn var mjög jafn og spennandi til að byrja með. Bæði lið að hitta vel, þá sérstaklega fyrir utan. Stjörnumenn tóku örlítið frumkvæði í lok 1. leikhluta og leiddu með 5 stigum, 22-17. Valsmenn tóku aftur á móti af skarið í 2. leikhluta og náðu að byggja upp smá forskot en ævintýraleg karfa frá Tómasi Þóri minnkaði muninn í 1 stig fyrir hálfleik, staðan 38-39 og allt í járnum. Það var boðið uppá hálfgerða skotsýningu í byrjun leiks en þriggjastiga nýting liðanna var í hæstu hæðum til að byrja með, Valsmenn 50% eftir 1. leikhluta og Stjarnan 40%, en eftir því sem á leið hálfleikinn nálgaðist nýtingin „eðlilegri“ tölur. Þriggjastiga nýting Stjörnumanna þornaði svo nánast algjörlega upp þegar á leið og endaði í 20%, aðeins 7 þristar ofan í í leiknum eftir 4 í 1. leikhluta. Kristófer Acox og Hjálmar Stefánsson í stuði í leiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét Undir lok fyrri hálfleiks meiddist Kári Jónsson þegar William Gutenis lenti harkalega á hnénu á honum. Klárt óviljaverk en þetta leit ekki vel út fyrir Kára sem haltraði inn í búningsklefa. Hann var þó mættur til leiks undir lok upphitunar og munaði heldur betur um minna fyrir Valsmenn, en Kári var virkilega mikilvægur fyrir þá á lokasprettinum og var að lokum valinn maður leiksins. Það er oft talað um að sókn vinni leiki en vörn titla, en vörn Valsmanna var frábær í dag, ekki síst í seinni hálfleik. Stjörnumenn áttu oft erfitt með að finna opin skot, þá sérstaklega undir lokin þegar leikurinn var í járnum og hver karfa dýrmæt. Sókn Stjörnumanna varð full stirð í lokin og Valsmenn sigldu titlinum heim undir forystu Kára Jónssonar, lokatölur 66-72. Af hverju vann Valur? Kári Jónsson talaði um Valshjartað í viðtali eftir leik, en þetta var sannkallaður liðssigur. Stóru skotin duttu á ögurstundu og Valsmenn lokuðu vel á baráttuglaða Stjörnumenn, sem fundu ekki svörin sóknarmegin þegar á reyndi. Hverjir stóðu uppúr? Kári Jónsson fór fyrir sínum mönnum í kvöld, stigahæstur á vellinum með 22 stig og var duglegur að finna félaga sína, endaði með 7 stoðsendingar. Valsmenn fagna að leik loknum.Vísir/Hulda Margrét Hjá Stjörnumönnum var lánsmaðurinn Ahmad James Gilbert stigahæstur með 18 stig, en aðeins 29% skotnýtingu. Undir lokin þegar leikurinn var hvað jafnastur hafði Arnar hann töluvert á bekknum. Tómas Þórður átti góða innkomu af bekknum í upphafi leiks en hætti svo bara að hitta fyrir utan, endaði þó með 15 stig. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnumanna gekk ekki nógu smurt þegar á leið, en þeir skoruðu aðeins 28 stig í seinni hálfleik. Eflaust má að einhverju leyti skýra það bras á þeim miklu breytingum sem hafa orðið á leikmannahópi Stjörnunnar síðustu vikur. Hvað gerist næst? Nú er bikarinn búinn og hægt að einbeita sér að Íslandsmótinu á ný! Valsmenn sitja á toppi deildarinnar en Stjörnumenn í fallbaráttu, svo að það er alvöru verkefni framundan fyrir Arnar Guðjónsson að slípa hans menn saman á ný Finnur: „Ræðum það seinna, bikarinn núna!“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét „Það var eitt skot til eða frá. Við unnum í dag en hefðum getað tapað líka.“ Það er kannski þreytt klisja að tala um að vörnin vinni titla, en Valsmenn náðu að loka vel á Stjörnumenn í dag. Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var ekki tilbúinn að leggjast í djúpa greiningu á leiknum en sagði að hans menn hefðu verið með hjartað á réttum stað í dag. „Já bara hörkuleikur. Ég held að það sé ekkert hægt að greina þetta neitt, það var eitt skot til eða frá. Stór móment, einhver víti, einhver „play“ og einhverjir dómar. Við unnum í dag en hefðum getað tapað líka. Ég er bara stoltur af stöðunni. Við erum búnir að fara í gegnum fullt af hlutum, hellings meiðsli. Lawson að spila hérna mjög ryðgaður, Kári meiðist í hálfleik og er á öðrum fætinum í seinni. Fullt af strákum að koma inn af bekknum sem hafa aldrei verið hérna áður. Strákar sem hefur verið hafnað af öðrum liðum en eru að setja hjarta og sál í þetta.“ Kári Jónsson var valinn maður bikarúrslitaleiksins.Vísir/Hulda Margrét „Ég er bara rosalega stoltur af þessu liði. Það er auðvelt að tala um okkur sem Íslandsmeistara, við erum vissulega með kjarna sem var hérna í fyrra en það eru aðrir strákar sem eru að koma inn í þennan kúltúr sem við erum að skapa á Hlíðarenda og það er virkilega jákvætt hvernig menn eru að bregðast við því.“ Varð Finnur stressaður þegar Kári meiddist? „Já og nei. Hann labbaði þannig að ég vissi að hann myndi spila seinni hálfleikinn, þannig að nei, eiginlega ekki.“ Finnur vildi lítið gefa út á það hvort þessi sigur hefði einhver áhrif á framhaldið í deildinni. Nú væri bara tími til að fagna titli. „Ekki tala um deildina við mig. Ræðum það seinna, bikarinn núna!“ Arnar: „Við fundum ekki leiðir til að skora og því fór sem fór“ Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar ræðir við Davíð Tómas dómara í leiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar tók tapinu í dag með nokkru jafnaðargeði. Herslumunurinn lá Valsmegin í dag og lítið í því að gera. „Kári og Hjálmar settu stór skot í horninu. Kári var góður og við fundum ekki leiðir til að skora og því fór sem fór. Þetta var bara leikur sem gat dottið hvoru megin sem er, og datt hjá þeim. Það er bara þannig.“ Það hafa verið miklar breytingar á leikmannahópi Stjörnunnar síðustu daga. Það hlýtur að hafa haft áhrif á undirbúninginn fyrir þennan leik? Það var hart barist í leiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara annað lið. Nú er að koma nýr Ameríkani inn í þetta, Gilbert að fara aftur á Flúðir. Nú þurfum við bara að reyna að púsla okkur saman og koma okkur úr fallbaráttu og í baráttu um sæti í úrslitakeppninni.“ Við spurðum Arnar í lokin hvort það hefði ekki komið til greina að fá Ólaf Ólafsson leikmann Grindavíkur lánaðan, en Þorleifur bróðir hans auglýsti hann til láns fyrir 2 milljónir. „Ég sendi á þá, sagði honum að mæta en hann mætti ekki! Þeir geta ekki sent reikning ef menn mæta ekki í vinnuna.“ Stjarnan Valur VÍS-bikarinn
Stjarnan og Valur mættust í úrslitum VÍS bikars karla í Laugardalshöllinni í dag. Valsmenn ríkjandi Íslandsmeistarar og Stjarnan með þrjá bikarmeistaratitla á síðustu fjórum árum, svo að það mátti búast við hörkuleik sem varð raunin. Sigurinn hefði í raun getað dottið hvorumegin sem var, en stór skot frá Kára Jónssyni og Hjálmari Sveinssyni í lokin gerðu gæfumuninn fyrir Valsara sem lönduðu sínum fyrsta bikarmeistaratitli síðan 1981. Callum Lawson i baráttu við Tómas Þórð HilmarssonVísir/Hulda Margrét Leikurinn var mjög jafn og spennandi til að byrja með. Bæði lið að hitta vel, þá sérstaklega fyrir utan. Stjörnumenn tóku örlítið frumkvæði í lok 1. leikhluta og leiddu með 5 stigum, 22-17. Valsmenn tóku aftur á móti af skarið í 2. leikhluta og náðu að byggja upp smá forskot en ævintýraleg karfa frá Tómasi Þóri minnkaði muninn í 1 stig fyrir hálfleik, staðan 38-39 og allt í járnum. Það var boðið uppá hálfgerða skotsýningu í byrjun leiks en þriggjastiga nýting liðanna var í hæstu hæðum til að byrja með, Valsmenn 50% eftir 1. leikhluta og Stjarnan 40%, en eftir því sem á leið hálfleikinn nálgaðist nýtingin „eðlilegri“ tölur. Þriggjastiga nýting Stjörnumanna þornaði svo nánast algjörlega upp þegar á leið og endaði í 20%, aðeins 7 þristar ofan í í leiknum eftir 4 í 1. leikhluta. Kristófer Acox og Hjálmar Stefánsson í stuði í leiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét Undir lok fyrri hálfleiks meiddist Kári Jónsson þegar William Gutenis lenti harkalega á hnénu á honum. Klárt óviljaverk en þetta leit ekki vel út fyrir Kára sem haltraði inn í búningsklefa. Hann var þó mættur til leiks undir lok upphitunar og munaði heldur betur um minna fyrir Valsmenn, en Kári var virkilega mikilvægur fyrir þá á lokasprettinum og var að lokum valinn maður leiksins. Það er oft talað um að sókn vinni leiki en vörn titla, en vörn Valsmanna var frábær í dag, ekki síst í seinni hálfleik. Stjörnumenn áttu oft erfitt með að finna opin skot, þá sérstaklega undir lokin þegar leikurinn var í járnum og hver karfa dýrmæt. Sókn Stjörnumanna varð full stirð í lokin og Valsmenn sigldu titlinum heim undir forystu Kára Jónssonar, lokatölur 66-72. Af hverju vann Valur? Kári Jónsson talaði um Valshjartað í viðtali eftir leik, en þetta var sannkallaður liðssigur. Stóru skotin duttu á ögurstundu og Valsmenn lokuðu vel á baráttuglaða Stjörnumenn, sem fundu ekki svörin sóknarmegin þegar á reyndi. Hverjir stóðu uppúr? Kári Jónsson fór fyrir sínum mönnum í kvöld, stigahæstur á vellinum með 22 stig og var duglegur að finna félaga sína, endaði með 7 stoðsendingar. Valsmenn fagna að leik loknum.Vísir/Hulda Margrét Hjá Stjörnumönnum var lánsmaðurinn Ahmad James Gilbert stigahæstur með 18 stig, en aðeins 29% skotnýtingu. Undir lokin þegar leikurinn var hvað jafnastur hafði Arnar hann töluvert á bekknum. Tómas Þórður átti góða innkomu af bekknum í upphafi leiks en hætti svo bara að hitta fyrir utan, endaði þó með 15 stig. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Stjörnumanna gekk ekki nógu smurt þegar á leið, en þeir skoruðu aðeins 28 stig í seinni hálfleik. Eflaust má að einhverju leyti skýra það bras á þeim miklu breytingum sem hafa orðið á leikmannahópi Stjörnunnar síðustu vikur. Hvað gerist næst? Nú er bikarinn búinn og hægt að einbeita sér að Íslandsmótinu á ný! Valsmenn sitja á toppi deildarinnar en Stjörnumenn í fallbaráttu, svo að það er alvöru verkefni framundan fyrir Arnar Guðjónsson að slípa hans menn saman á ný Finnur: „Ræðum það seinna, bikarinn núna!“ Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals.Vísir/Hulda Margrét „Það var eitt skot til eða frá. Við unnum í dag en hefðum getað tapað líka.“ Það er kannski þreytt klisja að tala um að vörnin vinni titla, en Valsmenn náðu að loka vel á Stjörnumenn í dag. Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Vals var ekki tilbúinn að leggjast í djúpa greiningu á leiknum en sagði að hans menn hefðu verið með hjartað á réttum stað í dag. „Já bara hörkuleikur. Ég held að það sé ekkert hægt að greina þetta neitt, það var eitt skot til eða frá. Stór móment, einhver víti, einhver „play“ og einhverjir dómar. Við unnum í dag en hefðum getað tapað líka. Ég er bara stoltur af stöðunni. Við erum búnir að fara í gegnum fullt af hlutum, hellings meiðsli. Lawson að spila hérna mjög ryðgaður, Kári meiðist í hálfleik og er á öðrum fætinum í seinni. Fullt af strákum að koma inn af bekknum sem hafa aldrei verið hérna áður. Strákar sem hefur verið hafnað af öðrum liðum en eru að setja hjarta og sál í þetta.“ Kári Jónsson var valinn maður bikarúrslitaleiksins.Vísir/Hulda Margrét „Ég er bara rosalega stoltur af þessu liði. Það er auðvelt að tala um okkur sem Íslandsmeistara, við erum vissulega með kjarna sem var hérna í fyrra en það eru aðrir strákar sem eru að koma inn í þennan kúltúr sem við erum að skapa á Hlíðarenda og það er virkilega jákvætt hvernig menn eru að bregðast við því.“ Varð Finnur stressaður þegar Kári meiddist? „Já og nei. Hann labbaði þannig að ég vissi að hann myndi spila seinni hálfleikinn, þannig að nei, eiginlega ekki.“ Finnur vildi lítið gefa út á það hvort þessi sigur hefði einhver áhrif á framhaldið í deildinni. Nú væri bara tími til að fagna titli. „Ekki tala um deildina við mig. Ræðum það seinna, bikarinn núna!“ Arnar: „Við fundum ekki leiðir til að skora og því fór sem fór“ Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar ræðir við Davíð Tómas dómara í leiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar tók tapinu í dag með nokkru jafnaðargeði. Herslumunurinn lá Valsmegin í dag og lítið í því að gera. „Kári og Hjálmar settu stór skot í horninu. Kári var góður og við fundum ekki leiðir til að skora og því fór sem fór. Þetta var bara leikur sem gat dottið hvoru megin sem er, og datt hjá þeim. Það er bara þannig.“ Það hafa verið miklar breytingar á leikmannahópi Stjörnunnar síðustu daga. Það hlýtur að hafa haft áhrif á undirbúninginn fyrir þennan leik? Það var hart barist í leiknum í dag.Vísir/Hulda Margrét „Þetta er bara annað lið. Nú er að koma nýr Ameríkani inn í þetta, Gilbert að fara aftur á Flúðir. Nú þurfum við bara að reyna að púsla okkur saman og koma okkur úr fallbaráttu og í baráttu um sæti í úrslitakeppninni.“ Við spurðum Arnar í lokin hvort það hefði ekki komið til greina að fá Ólaf Ólafsson leikmann Grindavíkur lánaðan, en Þorleifur bróðir hans auglýsti hann til láns fyrir 2 milljónir. „Ég sendi á þá, sagði honum að mæta en hann mætti ekki! Þeir geta ekki sent reikning ef menn mæta ekki í vinnuna.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti