Ný græn orkuauðlind Tinna Traustadóttir skrifar 17. janúar 2023 10:00 Enginn neyðist til að kaupa upprunaábyrgð grænnar raforku. Einn kaupir kannski slíka ábyrgð til að taka af öll tvímæli um að hann noti raforku sem unnin er úr endurnýjanlegum auðlindum; annar kaupir upprunaábyrgð af því að hann vill hvetja til enn frekari vinnslu grænnar orku. Raforkureikningur meðalstórs heimilis gæti hækkað um 140 kr. á mánuði í ár við kaup á upprunaábyrgðum og reikningur fremur stórs fyrirtækis um ríflega 2%. Svo eru það hinir sem ákveða að halda sig við fyrri kosti og velja sér þá raforkusala sem selja raforkuna án upprunaábyrgða. Hver og einn velur samkvæmt eigin hagsmunum og skoðunum. Raforkuverð á Íslandi til almennings og fyrirtækja hefur verið lágt og stöðugt alla tíð. Ákvörðun Landsvirkjunar um að láta upprunaábyrgðir ekki lengur fylgja með í heildsölu breytir engu þar um. Upphrópanir um mikla hækkun raforkuverðs vegna ákvörðunar okkar, jafnvel frá fyrirtækjum sem sjálf vinna sína raforku, eru fullkomlega rakalausar og óskiljanlegar. Bættur hagur orkufyrirtækis þjóðarinnar Það sem upprunaábyrgðir raforku gera hins vegar sannarlega er að bæta hag Landsvirkjunar, orkufyrirtækis í eigu þjóðarinnar. Árið 2021 voru tekjur Landsvirkjunar af sölunni 1 milljarður kr. og á síðasta ári námu þær 2 milljörðum. Lang stærsti hluti þeirra upprunaábyrgða voru seldar á meginlandi Evrópu og tekjurnar voru hrein viðbót í reksturinn. Rekstur Landvirkjunar hefur vænkast mjög á undanförnum árum og á síðasta ári greiddi fyrirtækið 15 milljarða kr. í arð, sem runnu beint í ríkissjóð. Ef Landsvirkjun seldi á ári hverju allar upprunaábyrgir, sem stafa frá orkuvinnslu fyrirtækisins, gætu tekjurnar af þeirri sölu numið öðrum 15 milljörðum kr. árlega. Evrópskt kerfi upprunaábyrgða hefur vafist fyrir mörgum enda er flestum tamt að hugsa um raforkuna sem streymi frá einni orkuvinnslu beint í innstunguna heima. Þú borgar fyrir raforku og þú færð raforku, punktur og basta. Upprunaábyrgðakerfið hefur í raun ekkert með þetta streymi raforkunnar að gera, enda er það bókhaldskerfi. Það virkar þannig að þegar Landsvirkjun selur upprunaábyrgðir vegna orkuvinnslu sinnar til t.d. stórfyrirtækis í Frakklandi þá þurfum við að mínusa þá grænu orku úr bókhaldinu hérna heima og færa í stað inn þær orkulindir sem bjóðast á starfssvæði fyrirtækisins franska. Þess vegna sýnir bókhaldið – og eingöngu þetta bókhald – að orkan okkar sé ekki 100% græn heldur komi þar líka við sögu kol, kjarnorka og jarðefnaeldsneyti. Það fer í orkubókhaldið. Eftir sem áður er orkan okkar hér öll unnin úr 100% endurnýjanlegum auðlindum. Núna er kerfi upprunaábyrgða farið að virka eins og til var ætlast: Þau fyrirtæki sem vinna endurnýjanlega orku, eins og Landsvirkjun, fá hærra verð en ella og verða því enn betur í stakk búin til að mæta óhjákvæmilegum orkuskiptum. Köstum ekki frá okkur tekjum Hlutverk Landsvirkjunar er skýrt og ótvírætt: Orkufyrirtæki þjóðarinnar hámarkar afrakstur af þeim orkulindum sem því er treyst fyrir og hefur sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Sala á upprunaábyrgðum er í raun ný græn auðlind. Við ætlum ekki að kasta frá okkur – og þar með þjóðinni – þeim tekjum sem við eigum kost á vegna grænu orkuvinnslunnar okkar. Það er engin ástæða til að óttast kerfi upprunaábyrgða. Þvert á móti ættum við Íslendingar að fagna því sérstaklega að eiga þess kost að selja þau verðmæti. Landsvirkjun verður með opinn fund um upprunaábyrgðir á morgun, 18. janúar , kl. 9 á Hilton Reykjavík Nordica og í beinu streymi. Ég hvet alla til að fylgjast með fundinum og kynna sér málið nánar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Jarðhiti Landsvirkjun Tinna Traustadóttir Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Enginn neyðist til að kaupa upprunaábyrgð grænnar raforku. Einn kaupir kannski slíka ábyrgð til að taka af öll tvímæli um að hann noti raforku sem unnin er úr endurnýjanlegum auðlindum; annar kaupir upprunaábyrgð af því að hann vill hvetja til enn frekari vinnslu grænnar orku. Raforkureikningur meðalstórs heimilis gæti hækkað um 140 kr. á mánuði í ár við kaup á upprunaábyrgðum og reikningur fremur stórs fyrirtækis um ríflega 2%. Svo eru það hinir sem ákveða að halda sig við fyrri kosti og velja sér þá raforkusala sem selja raforkuna án upprunaábyrgða. Hver og einn velur samkvæmt eigin hagsmunum og skoðunum. Raforkuverð á Íslandi til almennings og fyrirtækja hefur verið lágt og stöðugt alla tíð. Ákvörðun Landsvirkjunar um að láta upprunaábyrgðir ekki lengur fylgja með í heildsölu breytir engu þar um. Upphrópanir um mikla hækkun raforkuverðs vegna ákvörðunar okkar, jafnvel frá fyrirtækjum sem sjálf vinna sína raforku, eru fullkomlega rakalausar og óskiljanlegar. Bættur hagur orkufyrirtækis þjóðarinnar Það sem upprunaábyrgðir raforku gera hins vegar sannarlega er að bæta hag Landsvirkjunar, orkufyrirtækis í eigu þjóðarinnar. Árið 2021 voru tekjur Landsvirkjunar af sölunni 1 milljarður kr. og á síðasta ári námu þær 2 milljörðum. Lang stærsti hluti þeirra upprunaábyrgða voru seldar á meginlandi Evrópu og tekjurnar voru hrein viðbót í reksturinn. Rekstur Landvirkjunar hefur vænkast mjög á undanförnum árum og á síðasta ári greiddi fyrirtækið 15 milljarða kr. í arð, sem runnu beint í ríkissjóð. Ef Landsvirkjun seldi á ári hverju allar upprunaábyrgir, sem stafa frá orkuvinnslu fyrirtækisins, gætu tekjurnar af þeirri sölu numið öðrum 15 milljörðum kr. árlega. Evrópskt kerfi upprunaábyrgða hefur vafist fyrir mörgum enda er flestum tamt að hugsa um raforkuna sem streymi frá einni orkuvinnslu beint í innstunguna heima. Þú borgar fyrir raforku og þú færð raforku, punktur og basta. Upprunaábyrgðakerfið hefur í raun ekkert með þetta streymi raforkunnar að gera, enda er það bókhaldskerfi. Það virkar þannig að þegar Landsvirkjun selur upprunaábyrgðir vegna orkuvinnslu sinnar til t.d. stórfyrirtækis í Frakklandi þá þurfum við að mínusa þá grænu orku úr bókhaldinu hérna heima og færa í stað inn þær orkulindir sem bjóðast á starfssvæði fyrirtækisins franska. Þess vegna sýnir bókhaldið – og eingöngu þetta bókhald – að orkan okkar sé ekki 100% græn heldur komi þar líka við sögu kol, kjarnorka og jarðefnaeldsneyti. Það fer í orkubókhaldið. Eftir sem áður er orkan okkar hér öll unnin úr 100% endurnýjanlegum auðlindum. Núna er kerfi upprunaábyrgða farið að virka eins og til var ætlast: Þau fyrirtæki sem vinna endurnýjanlega orku, eins og Landsvirkjun, fá hærra verð en ella og verða því enn betur í stakk búin til að mæta óhjákvæmilegum orkuskiptum. Köstum ekki frá okkur tekjum Hlutverk Landsvirkjunar er skýrt og ótvírætt: Orkufyrirtæki þjóðarinnar hámarkar afrakstur af þeim orkulindum sem því er treyst fyrir og hefur sjálfbæra nýtingu, verðmætasköpun og hagkvæmni að leiðarljósi. Sala á upprunaábyrgðum er í raun ný græn auðlind. Við ætlum ekki að kasta frá okkur – og þar með þjóðinni – þeim tekjum sem við eigum kost á vegna grænu orkuvinnslunnar okkar. Það er engin ástæða til að óttast kerfi upprunaábyrgða. Þvert á móti ættum við Íslendingar að fagna því sérstaklega að eiga þess kost að selja þau verðmæti. Landsvirkjun verður með opinn fund um upprunaábyrgðir á morgun, 18. janúar , kl. 9 á Hilton Reykjavík Nordica og í beinu streymi. Ég hvet alla til að fylgjast með fundinum og kynna sér málið nánar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun