Lofsyngur Landspítalafólk 32 kílóum léttari eftir heimsókn á Klíníkina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2023 14:26 Ásmundur birtir þessar myndir á Facebook-síðu sinni. Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir stærsta vanda heilbrigðiskerfisins á Íslandi snúa að offitu. Sjálfur fór hann í hjáveituaðgerð í ágúst og er 32 kílóum léttari. Ásmundur er reglulegur gestur hjá skurðlæknum en hann gekkst á mánudaginn undir sína fjórðu liðskiptaaðgerð á hné. Ásmundur, sem er þekktur fyrir að þeysast um Suðurkjördæmi, segir nú frá ferðum sínum um heilbrigðiskerfið á Facebook. Vel hafi verið tekið á móti honum á Landspítalanum í Fossvogi á mánudagsmorgun klukkan sjö. „Ég er að fara í mín fjórðu og vonandi síðustu liðskipti á hné. Eftir tug speglana og aðgerða til að laga á mér hnén fékk ég hálfan lið í vinstra hné árið 1999 og í það hægra 2004,“ segir Ásmundur. Því hafi verið spáð að hálfur liður myndi duga í tólf ár. „Þeir dugðu í 20 ár hvor þrátt fyrir yfirþyngd og miklar göngur til að halda mér í formi. Ég var í áratugi FF eða feitur í formi. Nú er ég bara í formi enda 32 kg léttari en við síðustu liðskipti 2021.“ Ber áfram ábyrgð á eigin heilsu Hann segist þakklátur heilbrigðisstarfsfólki fyrir lipurð og frábæra þjónustu í gegnum alls fimmtán minni og stærri speglanir og aðgerðir á hnjám frá 1978. Viðmótið hafi ekkert breyst á 35 árum. „Starfsfólkið og aðhlynning þess við sjúklingana hefur ekkert breyst. Þrátt fyrir aukið álag, veirufaraldur og annað sem þjakar heilbrigðiskerfið. Sumt óviðráðanlegt annað á ábyrgð yfirvalda. Ég á heilbrigðiskerfinu mikið að þakka og mun áfram bera ábyrgð sem best ég get á eigin heilsu.“ Ásmundur Friðriksson mætir til fundar í Valhöll árið 2019.Vísir/Vilhelm Fréttastofu lék forvitni á að heyra hvernig Ásmundur hefði létt sig um 32 kíló af aðeins nokkrum mánuðum. „Ég fór bara í Klíníkina í ágúst, í míníhjáveitu,“ segir Ásmundur. Hann sé þó meðvitaður um að aðgerðin sé ekki lausnin ein og sér. Um sé að ræða lífsstílsbreytingu. „Þú hættir að borða það sem fer ekki vel í magann og hugsar í mínu tilfelli ósjálfkrafa um lífsstílinn,“ segir Ásmundur. Fækkar kótilettum úr tíu í þrjár Hann borði þó áfram sitt svið og kótilettur. „En í staðinn fyrir að borða heilan pakka þá borða ég bara þrjár kótilettur. Það munar sjö,“ segir Ásmundur á léttum nótum. Hann segist fullviss um að lægri matarreikningur muni borga reikninginn fyrir aðgerðina hjá Klíníkinni. Hann segir að heilbrigðiskerfið þurfi að hugsa betur um að létta þjóðina. Það sé þjóðinni líklega dýrast að landsmenn séu í ofþyngd. „Ofþyngd er stórhættuleg en lítið hefur verið gert í að koma til móts við fólk í ofþyngd. Ég hef ekki áhyggjur af sjálfum mér. En það er fullt af fólki sem leitar lækninga fyrir utan kerfið og fær ekkert niðurgreitt.“ Hann er sannfærður um að offitan sé svakalegt heilsufarsvandamál á Íslandi. Í því sambandi telur hann reykingar ekki komast með tærnar þar sem offita hefur hælana. Fjallað var um offitu barna í Kompás árið 2019. „FF, feitir í formi, var rosafínt. En bara að vera í formi er betra.“ Hann ítrekar þakkláti sitt til starfsfólks á Landspítalanum fyrir þjónustu í á fjórða áratug. Hann segist meðvitaður um að bráðamóttaka spítalans eigi erfitt uppdráttar. Gera þurfi allt sem hægt sé til að hjálpa móttökunni. „Ekkert í lífinu er verðmætara en heilbrigðiskerfi og heilsan.“ Ásmundur segir læknana hafa hvatt sig til að nota hækjurnar sem lengst. Hann sé þó þannig gerður að hann noti þær varla heima lengur. Utan dyra er hins vegar heldur slæmt færi fyrir hækjunotendur. „En fyrstu fundirnir í þinginu eru á mánudaginn. Ég mæti. Ég get eins setið þar eins og heima hjá mér,“ segir Ásmundur. Hann hafi ekki tekið neinn frídag frá þinginu síðast þegar hann fór í aðgerð. Hann nefnir þó að væri hann rafvirki væri hann eðlilega ekki að prýla í stiga nýkominn úr aðgerð. Aðstæður séu misjafnar en hans vinna bjóði upp á að geta sinnt henni svo skömmu eftir aðgerð. Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Ásmundur er reglulegur gestur hjá skurðlæknum en hann gekkst á mánudaginn undir sína fjórðu liðskiptaaðgerð á hné. Ásmundur, sem er þekktur fyrir að þeysast um Suðurkjördæmi, segir nú frá ferðum sínum um heilbrigðiskerfið á Facebook. Vel hafi verið tekið á móti honum á Landspítalanum í Fossvogi á mánudagsmorgun klukkan sjö. „Ég er að fara í mín fjórðu og vonandi síðustu liðskipti á hné. Eftir tug speglana og aðgerða til að laga á mér hnén fékk ég hálfan lið í vinstra hné árið 1999 og í það hægra 2004,“ segir Ásmundur. Því hafi verið spáð að hálfur liður myndi duga í tólf ár. „Þeir dugðu í 20 ár hvor þrátt fyrir yfirþyngd og miklar göngur til að halda mér í formi. Ég var í áratugi FF eða feitur í formi. Nú er ég bara í formi enda 32 kg léttari en við síðustu liðskipti 2021.“ Ber áfram ábyrgð á eigin heilsu Hann segist þakklátur heilbrigðisstarfsfólki fyrir lipurð og frábæra þjónustu í gegnum alls fimmtán minni og stærri speglanir og aðgerðir á hnjám frá 1978. Viðmótið hafi ekkert breyst á 35 árum. „Starfsfólkið og aðhlynning þess við sjúklingana hefur ekkert breyst. Þrátt fyrir aukið álag, veirufaraldur og annað sem þjakar heilbrigðiskerfið. Sumt óviðráðanlegt annað á ábyrgð yfirvalda. Ég á heilbrigðiskerfinu mikið að þakka og mun áfram bera ábyrgð sem best ég get á eigin heilsu.“ Ásmundur Friðriksson mætir til fundar í Valhöll árið 2019.Vísir/Vilhelm Fréttastofu lék forvitni á að heyra hvernig Ásmundur hefði létt sig um 32 kíló af aðeins nokkrum mánuðum. „Ég fór bara í Klíníkina í ágúst, í míníhjáveitu,“ segir Ásmundur. Hann sé þó meðvitaður um að aðgerðin sé ekki lausnin ein og sér. Um sé að ræða lífsstílsbreytingu. „Þú hættir að borða það sem fer ekki vel í magann og hugsar í mínu tilfelli ósjálfkrafa um lífsstílinn,“ segir Ásmundur. Fækkar kótilettum úr tíu í þrjár Hann borði þó áfram sitt svið og kótilettur. „En í staðinn fyrir að borða heilan pakka þá borða ég bara þrjár kótilettur. Það munar sjö,“ segir Ásmundur á léttum nótum. Hann segist fullviss um að lægri matarreikningur muni borga reikninginn fyrir aðgerðina hjá Klíníkinni. Hann segir að heilbrigðiskerfið þurfi að hugsa betur um að létta þjóðina. Það sé þjóðinni líklega dýrast að landsmenn séu í ofþyngd. „Ofþyngd er stórhættuleg en lítið hefur verið gert í að koma til móts við fólk í ofþyngd. Ég hef ekki áhyggjur af sjálfum mér. En það er fullt af fólki sem leitar lækninga fyrir utan kerfið og fær ekkert niðurgreitt.“ Hann er sannfærður um að offitan sé svakalegt heilsufarsvandamál á Íslandi. Í því sambandi telur hann reykingar ekki komast með tærnar þar sem offita hefur hælana. Fjallað var um offitu barna í Kompás árið 2019. „FF, feitir í formi, var rosafínt. En bara að vera í formi er betra.“ Hann ítrekar þakkláti sitt til starfsfólks á Landspítalanum fyrir þjónustu í á fjórða áratug. Hann segist meðvitaður um að bráðamóttaka spítalans eigi erfitt uppdráttar. Gera þurfi allt sem hægt sé til að hjálpa móttökunni. „Ekkert í lífinu er verðmætara en heilbrigðiskerfi og heilsan.“ Ásmundur segir læknana hafa hvatt sig til að nota hækjurnar sem lengst. Hann sé þó þannig gerður að hann noti þær varla heima lengur. Utan dyra er hins vegar heldur slæmt færi fyrir hækjunotendur. „En fyrstu fundirnir í þinginu eru á mánudaginn. Ég mæti. Ég get eins setið þar eins og heima hjá mér,“ segir Ásmundur. Hann hafi ekki tekið neinn frídag frá þinginu síðast þegar hann fór í aðgerð. Hann nefnir þó að væri hann rafvirki væri hann eðlilega ekki að prýla í stiga nýkominn úr aðgerð. Aðstæður séu misjafnar en hans vinna bjóði upp á að geta sinnt henni svo skömmu eftir aðgerð.
Alþingi Heilbrigðismál Landspítalinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira