Heimgreiðslur fyrir hafnfirska foreldra Kristín Thoroddsen skrifar 13. janúar 2023 15:31 Góð þjónusta við barnafjölskyldur er mikilvæg til að bæjarfélag vaxi og dafni í takt við þróun samfélagsins. Í Hafnarfirði er lögð rík áhersla á góða þjónustu við bæjarbúa bæði unga sem aldna og er val íbúa um fjölbreyttar leiðir þar mikilvægt. Góð og gagnleg umræða um fyrstu fimm ár barnsins hefur verið í samfélaginu þar sem bent hefur verið á mikilvægi þess að foreldrar verji meiri tíma með ungum börnum sínum og vinni að góðri tengslamyndun. Eftir að fæðingarorlofi foreldra líkur er mikilvægt að foreldrar hafi val um fjölbreyttar leiðir fyrir börn sín sem hentar hverjum og einum þar til barnið hefur fengið boð um leikskólapláss. Til að auka val foreldar og tryggja fjölbreyttar leiðir hefur Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkt heimgreiðslur til foreldrar eftir að fæðingarorlofi þeirra líkur, frá 12 mánaða til 30 mánaða aldurs eða þar til barn fær pláss hjá dagforeldri eða hefur skólagöngu í leikskóla. Upphæð niðurgreiðslunnar er sú sama og fylgir barni hjá dagforeldri. Við teljum að með þessu séum við að styrkja barnafjölskyldur, bjóða uppá fjölbreyttar leiðir og leggja okkar að mörgum við að efla enn frekar tengslamyndun barns og foreldris hafi þeir möguleika til að vera lengur heima með börnum sínum. Niðurgreiðsla til dagforeldra hækkuð Dagforeldrar sinna mikilvægu og góðu starfi en í Hafnarfirði eru starfandi 26 dagforeldrar. Dagvistun hjá dagforeldrum er ávallt val foreldra og því mikilvægt að styðja vel við starfsumhverfi þeirra. Hafnarfjarðarbær hefur nú þegar samþykkt stofnstyrk til dagforeldra til að styrkja starf þeirra sem gera samning við bæjarfélagið. Með þessu er vonast til að enn fjölgi í hópi dagforeldra í stækkandi bæjarfélagi. Um áramótin hækkaði niðurgreiðsla til dagforeldra um 23% en það er liður í því að standa með barnafjölskyldum í Hafnarfirði. Áfram verður unnið að því að styrkja dagvistunarúrræði í Hafnarfirði meðal annars með því að auka sveigjanlegan vistunartíma, samhliða því er unnið að þróun og endurskoðun leikskólastarfsins, börnum og starfsfólki til heilla. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Góð þjónusta við barnafjölskyldur er mikilvæg til að bæjarfélag vaxi og dafni í takt við þróun samfélagsins. Í Hafnarfirði er lögð rík áhersla á góða þjónustu við bæjarbúa bæði unga sem aldna og er val íbúa um fjölbreyttar leiðir þar mikilvægt. Góð og gagnleg umræða um fyrstu fimm ár barnsins hefur verið í samfélaginu þar sem bent hefur verið á mikilvægi þess að foreldrar verji meiri tíma með ungum börnum sínum og vinni að góðri tengslamyndun. Eftir að fæðingarorlofi foreldra líkur er mikilvægt að foreldrar hafi val um fjölbreyttar leiðir fyrir börn sín sem hentar hverjum og einum þar til barnið hefur fengið boð um leikskólapláss. Til að auka val foreldar og tryggja fjölbreyttar leiðir hefur Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkt heimgreiðslur til foreldrar eftir að fæðingarorlofi þeirra líkur, frá 12 mánaða til 30 mánaða aldurs eða þar til barn fær pláss hjá dagforeldri eða hefur skólagöngu í leikskóla. Upphæð niðurgreiðslunnar er sú sama og fylgir barni hjá dagforeldri. Við teljum að með þessu séum við að styrkja barnafjölskyldur, bjóða uppá fjölbreyttar leiðir og leggja okkar að mörgum við að efla enn frekar tengslamyndun barns og foreldris hafi þeir möguleika til að vera lengur heima með börnum sínum. Niðurgreiðsla til dagforeldra hækkuð Dagforeldrar sinna mikilvægu og góðu starfi en í Hafnarfirði eru starfandi 26 dagforeldrar. Dagvistun hjá dagforeldrum er ávallt val foreldra og því mikilvægt að styðja vel við starfsumhverfi þeirra. Hafnarfjarðarbær hefur nú þegar samþykkt stofnstyrk til dagforeldra til að styrkja starf þeirra sem gera samning við bæjarfélagið. Með þessu er vonast til að enn fjölgi í hópi dagforeldra í stækkandi bæjarfélagi. Um áramótin hækkaði niðurgreiðsla til dagforeldra um 23% en það er liður í því að standa með barnafjölskyldum í Hafnarfirði. Áfram verður unnið að því að styrkja dagvistunarúrræði í Hafnarfirði meðal annars með því að auka sveigjanlegan vistunartíma, samhliða því er unnið að þróun og endurskoðun leikskólastarfsins, börnum og starfsfólki til heilla. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun