Handbolti

„Við vitum hvað er að fara koma á okkur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur á æfingu íslenska liðsins í gær. 
Guðmundur á æfingu íslenska liðsins í gær.  Vísir/vilhelm

„Varnarleikurinn hjá okkur var stórkostlegur og markvarslan góð. Sóknarleikurinn var köflóttur, hann byrjaði mjög vel en síðan gerum við of mikið af mistökum í fyrri hálfleik. Það breyttist algjörlega í seinni hálfleiknum. Svo var ég rosalega ánægður að skora tólf mörk úr hraðaupphlaupum í gær,“ segir Guðmundur Guðmundsson fyrir æfingu landsliðsins í handbolta í gær.

 Liðið mætir svo Ungverjum á HM í kvöld, í öðrum leik mótsins. Hefst leikurinn á slaginu 19:30.

„Við erum að fara spila við allt öðruvísi lið. Þetta er í raun næsta level í þyngd. Þetta er enn stærri og sterkari leikmenn hjá Ungverjum. Þeir spila á ákveðin hátt og við vitum hvað er að fara koma á okkur og við vitum hvernig við ætlum að leysa það.“

Línumenn Ungverja eru engin lömb að leika sér við.

„Þeir eru með tvo ef ekki þrjá svona línumenn í þessum rosalega þyngdarflokki. Það er alltaf þetta, að velja og hafna. Ef þú ætlar að þétta á þá, þá fá skytturnar tækifæri. Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Við þurfum því ákveðnum stöðugleika í vörnina til að verjast þeim.

Klippa: Guðmundur: Þyngri og stærri leikmenn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×