Handbolti

Elvar Örn: Ungverjar eru með heimsklassalínumenn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elvar Örn Jónsson verður í lykilhlutverki í dag.
Elvar Örn Jónsson verður í lykilhlutverki í dag. vísir/vilhelm

„Ég var gríðarlega ánægður með vörnina hjá liðinu. Þetta var frábær vörn. Svo vörðu Bjöggi og Viktor vel,“ sagði Elvar Örn Jónsson sem var magnaður í vörninni gegn Portúgal.

Vörnin fékk sinn skerf af gagnrýni eftir vináttulandsleikina gegn Þýskalandi. Að spila vináttulandsleik og stórmótsleik er aftur á móti ekki það sama enda mun meiri ákefð í varnarleiknum í Svíþjóð.

„Sérstaklega með þessa áhorfendur. Við áttum höllina. Í vináttulandsleikjum erum við að stilla okkar saman og komast í þetta flæði sem kom gegn Portúgal. Það var mjög mikilvægt að ná þessu í fyrsta leik.“

Klippa: Elvar klár í slaginn við Ungverja

Enn stærri og þyngri menn bíða varnarinnar í kvöld enda eru Ungverjar með svakalega trukka á línunni.

„Þetta eru stórir strákar og skyttur sem geta skotið af löngu færi. Við verðum að aðlaga vörnina aðeins. Þetta kallar á meiri fótavinnu og baráttu. Línumennirnir eru í heimsklassa. Þungur og yfir tvo metra. Við verðum að vera þéttir. Djöflast í þeim.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×