Segir Sjálfstæðisflokknum hafa verið líkt við Þýskaland Hitlers í kennslustund Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. janúar 2023 23:05 Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss segir pólitíska innrætingu tíðkast í kennslustundum og spyr einfaldlega hvað sé til ráða. Vísir/Egill Elliði Vignisson bæjarstjóri Ölfuss harmar pólitíska innrætingu í skólum á landinu. Hann birtir mynd af glæru sem hann segir vera úr Menntaskólanum við Sund þar sem Sjálfstæðisflokkurinn birtist við hlið Þýskaland Hitlers. „Hvað er til ráða,“ spyr Elliði í Facebook-færslu. Hann kveðst hafa kennt í framhaldsskóla í áratug og segir að þá hafi menn almennt forðast hlutdrægni í kennslu. Þeir sem hafi haft sérstaklega sterkar pólitískar skoðanir vöruðust jafnan að láta þær í ljós. Á myndinni, sem er nokkuð óskýr, stendur „Íhaldsstefna - Hægri sbr. xD + hægri flokkar." Því næst eru dæmi tekin um sterka leiðtoga: Donald Trump og Davíð Oddson. Ör er dregin frá leiðtogunum yfir á hugtakið „Einræði: Mússólíní og Hitler.“ „Nú er öldin önnur. Kennari (sem jafnframt var frambjóðandi Vinstri grænna) líkir íslenskum miðjumanni við tvö af þremur mestu illmennum stjórnmálasögu hins vestrænna heims í seinni tíma; Hitler og Mussolini (sá þriðji er Stalin). Í kjölfarið stígur skólameistari fram til varnar þeim gjörningi. Framganga kennarans í Versló var hins vegar því miður ekki einsdæmi um hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum. Þessi glæra (sem er úr MS) þar sem Sjálfstæðisflokknum er líkt við þýskaland Hitlers, Gestapo og úræmingu kynþátta talar sínu máli.“ Elliði vísar í mál sem upp kom í vikunni þar sem Sigmundi Davíð var slegið upp með Hitler og Mússólíní í kennslustund í Verslunarskólanum. Skólastjóri brást skjótt við og vísaði ásökunum um innrætingu kennara á bug og sagði myndina tekna úr samhengi. Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Hvað er til ráða,“ spyr Elliði í Facebook-færslu. Hann kveðst hafa kennt í framhaldsskóla í áratug og segir að þá hafi menn almennt forðast hlutdrægni í kennslu. Þeir sem hafi haft sérstaklega sterkar pólitískar skoðanir vöruðust jafnan að láta þær í ljós. Á myndinni, sem er nokkuð óskýr, stendur „Íhaldsstefna - Hægri sbr. xD + hægri flokkar." Því næst eru dæmi tekin um sterka leiðtoga: Donald Trump og Davíð Oddson. Ör er dregin frá leiðtogunum yfir á hugtakið „Einræði: Mússólíní og Hitler.“ „Nú er öldin önnur. Kennari (sem jafnframt var frambjóðandi Vinstri grænna) líkir íslenskum miðjumanni við tvö af þremur mestu illmennum stjórnmálasögu hins vestrænna heims í seinni tíma; Hitler og Mussolini (sá þriðji er Stalin). Í kjölfarið stígur skólameistari fram til varnar þeim gjörningi. Framganga kennarans í Versló var hins vegar því miður ekki einsdæmi um hvernig innræting er stunduð í kennsluaðstæðum. Þessi glæra (sem er úr MS) þar sem Sjálfstæðisflokknum er líkt við þýskaland Hitlers, Gestapo og úræmingu kynþátta talar sínu máli.“ Elliði vísar í mál sem upp kom í vikunni þar sem Sigmundi Davíð var slegið upp með Hitler og Mússólíní í kennslustund í Verslunarskólanum. Skólastjóri brást skjótt við og vísaði ásökunum um innrætingu kennara á bug og sagði myndina tekna úr samhengi.
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar". 9. janúar 2023 23:08