Kári: „Fannst við ekkert spila frábærlega en við gerðum nóg“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. janúar 2023 18:49 Kári sækir hér gegn Hlyn Bæringssyni í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Kári Jónsson fyrirliði Vals fór fyrir sínum mönnum í dag þegar Valsmenn unnu sinn fyrsta bikarmeistaratitil í 32 ár. Kári var valinn maður leiksins, en hann var stigahæstur á vellinum með 22 stig, og bætti við 7 stoðsendingum og 4 fráköstum. Aðspurður sagði hann að honum hefði þó aldrei liðið neitt sérstaklega vel á vellinum í dag. „Eiginlega aldrei vel! Þetta var djöfulsins harka allan tímann og þeir gefast aldrei upp. En við sýndum það að við erum með stórt liðshjarta og vildum þetta ógeðslega mikið og unnum að lokum.“ Kári meiddist undir lok fyrri hálfleiks og var tvísýnt hvort hann gæti yfirhöfuð haldið áfram. Kári sagðist í raun ekki hafa hugmynd um hvort meiðslin væru alvarleg, hann hefði ekki haft neinn tíma til að vera meiddur. „Ég veit það ekki, við sjáum til á morgun. Þetta var vont núna en ég hafði ekki tíma í það, bara áfram gakk!“ Kári fór meiddur af velli í fyrri hálfleik sneri aftur eftir hlé.Vísir/Hulda Margrét Valsmenn eru með breiðan hóp og Kári sagði að allir sigrar hjá þeim þetta tímabilið væru liðssigrar, þar sem allir væru að berjast fyrir hvern annan. „Það eru allir sigrar hjá okkur þannig núna, þetta er allt orðið svona. Við gerum þetta saman, elskum að berjast fyrir hvern annan. Þannig fáum við orkuna, fáum gleðina. Þannig finnst okkur þetta skemmtilegast.“ Stjörnumenn eru með nokkuð afgerandi leikmenn í miðherjastöðunni, en þeir höfðu ekki mikil áhrif á leikinn í dag, eða hvað? „Jú það hafði eiginlega fullt af áhrifum. Þeir voru að taka helling af fráköstum og það mjög erfitt að vera að taka á þeim allt í teignum. En bara fullt kredit á þá, þeir gerðu mjög vel og flott „game plan“ hjá þeim eiginlega allan leikinn. „Respect“ á þá.“ Létu Valsmenn þetta kannski bara líta út fyrir að vera auðveld barátta í teignum? „Ég veit það ekki,“ – sagði Kári og hló. „Ég verð eiginlega að sjá þetta aftur. Mér fannst við ekkert spila frábærlega en við gerðum nóg.“ Já Valsmenn gerðu sannarlega nóg í þessum jafna og spennandi leik, og uppskáru sigur að lokum og bikarmeistaratitilinn. Valur VÍS-bikarinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira
Aðspurður sagði hann að honum hefði þó aldrei liðið neitt sérstaklega vel á vellinum í dag. „Eiginlega aldrei vel! Þetta var djöfulsins harka allan tímann og þeir gefast aldrei upp. En við sýndum það að við erum með stórt liðshjarta og vildum þetta ógeðslega mikið og unnum að lokum.“ Kári meiddist undir lok fyrri hálfleiks og var tvísýnt hvort hann gæti yfirhöfuð haldið áfram. Kári sagðist í raun ekki hafa hugmynd um hvort meiðslin væru alvarleg, hann hefði ekki haft neinn tíma til að vera meiddur. „Ég veit það ekki, við sjáum til á morgun. Þetta var vont núna en ég hafði ekki tíma í það, bara áfram gakk!“ Kári fór meiddur af velli í fyrri hálfleik sneri aftur eftir hlé.Vísir/Hulda Margrét Valsmenn eru með breiðan hóp og Kári sagði að allir sigrar hjá þeim þetta tímabilið væru liðssigrar, þar sem allir væru að berjast fyrir hvern annan. „Það eru allir sigrar hjá okkur þannig núna, þetta er allt orðið svona. Við gerum þetta saman, elskum að berjast fyrir hvern annan. Þannig fáum við orkuna, fáum gleðina. Þannig finnst okkur þetta skemmtilegast.“ Stjörnumenn eru með nokkuð afgerandi leikmenn í miðherjastöðunni, en þeir höfðu ekki mikil áhrif á leikinn í dag, eða hvað? „Jú það hafði eiginlega fullt af áhrifum. Þeir voru að taka helling af fráköstum og það mjög erfitt að vera að taka á þeim allt í teignum. En bara fullt kredit á þá, þeir gerðu mjög vel og flott „game plan“ hjá þeim eiginlega allan leikinn. „Respect“ á þá.“ Létu Valsmenn þetta kannski bara líta út fyrir að vera auðveld barátta í teignum? „Ég veit það ekki,“ – sagði Kári og hló. „Ég verð eiginlega að sjá þetta aftur. Mér fannst við ekkert spila frábærlega en við gerðum nóg.“ Já Valsmenn gerðu sannarlega nóg í þessum jafna og spennandi leik, og uppskáru sigur að lokum og bikarmeistaratitilinn.
Valur VÍS-bikarinn Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik