Kynbundið ofbeldi fer úr böndunum á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. janúar 2023 16:31 Stjórnvöld í Madrid minnast tvítugrar konu sem var myrt þ. 28. desember í Puente De Vallecas með mínútuþögn. Marta Fernandez Jara/Getty Images Tæplega 20 konur á Spáni hafa verið myrtar af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðustu 6 vikum. Fjölmiðlar tala um jólamánuðinn sem svartan desember og kvennahreyfingar segja stjórnvöld vera að bregðast konum sem lifa við stanslaust ofbeldi maka sinna. Spænskt samfélagsmein Einn svartasti bletturinn á spænsku samfélagi er kynbundið ofbeldi, þar sem maki eða fyrrverandi maki, nær alltaf karlinn, myrðir konuna sína. Þetta er stanslaust umfjöllunarefni fjölmiðla og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars ár hvert er kynbundið ofbeldi í brennidepli. Þetta ofbeldi keyrði gjörsamlega um þverbak í nýliðnum jólamánuði, sem nú er hvarvetna kallaður „svarti desember“, en alls voru 12 konur myrtar af maka sínum í síðasta mánuði. Alls voru 49 makamorð framin á síðasta ári og 38 börn urðu móðurlaus. Og ástandið er ekki að batna, það sem af er janúar liggja 5 konur í valnum. Þegja yfir ofbeldinu árum saman Um helmingur kvenna sem týnir lífinu af völdum ofbeldisfulls maka hefur áður kært ódæðismanninn, fyrir ofbeldi, hótanir eða aðra ógnandi hegðun í þeirra garð. Sumir myndu orða það svo að þær konur sem búa við ofbeldi maka síns séu seinþreyttar til vandræða, en að meðaltali líða 8 ár frá því maki þeirra misþyrmir þeim fyrst, þar til þær loks kæra ofbeldið til lögreglunnar. Stjórnvöld hvetja konur til að kæra ofbeldi sem þær eru beittar og lofa þeim vernd, þó má ljóst vera að á þessu eru miklar brotalamir, því helmingur þeirra kvenna sem týnt hafa lífinu á síðustu 45 dögum höfðu kært banamenn sína. Hætta á að konur veigri sér við að kæra Kvennahreyfingar sem hafa beitt sér í málinu segja að þessi hræðilega tölfræði geti haft þau beinu áhrif að konur sem beittar eru ofbeldi af maka sínum, veigri sér við að tilkynna eða kæra ofbeldið, þar sem þær geti ekki treyst því að fá þá vernd sem stjórnvöld annars lofa þeim. Í árslok nutu 43.670 konur á Spáni verndar, vegna ofbeldisfulls maka, 726 voru taldar í mikilli hættu og 18 í yfirvofandi lífshættu. Krefja stjórnvöld um að gyrða sig í brók Meira en 40 kvennasamtök hafa tekið höndum saman á nýju ári og krefja stjórnvöld um endurbætur, eitthvað sé greinilega að í baráttunni við að draga úr kynbundnu ofbeldi. Þó má ekki gleyma því að heldur hefur dregið úr kynbundnu ofbeldi á síðustu árum. Skráning kynbundins ofbeldis hófst á Spáni árið 2003, fyrir 20 árum. Á þeim tíma hafa 1184 konur verið myrtar af maka sínum, þáverandi eða fyrrverandi. Og aldrei hafa færri konur látið lífið en einmitt í fyrra og hittifyrra. Innanríkisráðuneytið brást við með því að lofa margvíslegum aðgerðum, þar má nefna fleiri kvennaathvörf og aukin áhersla á að hættulegir menn verði skikkaðir til að ganga um með rafræn ökklabönd sem pípa þegar þeir nálgast konur sem þeir hafa hótað eða níðst á. Spánn Erlend sakamál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Spænskt samfélagsmein Einn svartasti bletturinn á spænsku samfélagi er kynbundið ofbeldi, þar sem maki eða fyrrverandi maki, nær alltaf karlinn, myrðir konuna sína. Þetta er stanslaust umfjöllunarefni fjölmiðla og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars ár hvert er kynbundið ofbeldi í brennidepli. Þetta ofbeldi keyrði gjörsamlega um þverbak í nýliðnum jólamánuði, sem nú er hvarvetna kallaður „svarti desember“, en alls voru 12 konur myrtar af maka sínum í síðasta mánuði. Alls voru 49 makamorð framin á síðasta ári og 38 börn urðu móðurlaus. Og ástandið er ekki að batna, það sem af er janúar liggja 5 konur í valnum. Þegja yfir ofbeldinu árum saman Um helmingur kvenna sem týnir lífinu af völdum ofbeldisfulls maka hefur áður kært ódæðismanninn, fyrir ofbeldi, hótanir eða aðra ógnandi hegðun í þeirra garð. Sumir myndu orða það svo að þær konur sem búa við ofbeldi maka síns séu seinþreyttar til vandræða, en að meðaltali líða 8 ár frá því maki þeirra misþyrmir þeim fyrst, þar til þær loks kæra ofbeldið til lögreglunnar. Stjórnvöld hvetja konur til að kæra ofbeldi sem þær eru beittar og lofa þeim vernd, þó má ljóst vera að á þessu eru miklar brotalamir, því helmingur þeirra kvenna sem týnt hafa lífinu á síðustu 45 dögum höfðu kært banamenn sína. Hætta á að konur veigri sér við að kæra Kvennahreyfingar sem hafa beitt sér í málinu segja að þessi hræðilega tölfræði geti haft þau beinu áhrif að konur sem beittar eru ofbeldi af maka sínum, veigri sér við að tilkynna eða kæra ofbeldið, þar sem þær geti ekki treyst því að fá þá vernd sem stjórnvöld annars lofa þeim. Í árslok nutu 43.670 konur á Spáni verndar, vegna ofbeldisfulls maka, 726 voru taldar í mikilli hættu og 18 í yfirvofandi lífshættu. Krefja stjórnvöld um að gyrða sig í brók Meira en 40 kvennasamtök hafa tekið höndum saman á nýju ári og krefja stjórnvöld um endurbætur, eitthvað sé greinilega að í baráttunni við að draga úr kynbundnu ofbeldi. Þó má ekki gleyma því að heldur hefur dregið úr kynbundnu ofbeldi á síðustu árum. Skráning kynbundins ofbeldis hófst á Spáni árið 2003, fyrir 20 árum. Á þeim tíma hafa 1184 konur verið myrtar af maka sínum, þáverandi eða fyrrverandi. Og aldrei hafa færri konur látið lífið en einmitt í fyrra og hittifyrra. Innanríkisráðuneytið brást við með því að lofa margvíslegum aðgerðum, þar má nefna fleiri kvennaathvörf og aukin áhersla á að hættulegir menn verði skikkaðir til að ganga um með rafræn ökklabönd sem pípa þegar þeir nálgast konur sem þeir hafa hótað eða níðst á.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira