Kynbundið ofbeldi fer úr böndunum á Spáni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 15. janúar 2023 16:31 Stjórnvöld í Madrid minnast tvítugrar konu sem var myrt þ. 28. desember í Puente De Vallecas með mínútuþögn. Marta Fernandez Jara/Getty Images Tæplega 20 konur á Spáni hafa verið myrtar af maka sínum eða fyrrverandi maka á síðustu 6 vikum. Fjölmiðlar tala um jólamánuðinn sem svartan desember og kvennahreyfingar segja stjórnvöld vera að bregðast konum sem lifa við stanslaust ofbeldi maka sinna. Spænskt samfélagsmein Einn svartasti bletturinn á spænsku samfélagi er kynbundið ofbeldi, þar sem maki eða fyrrverandi maki, nær alltaf karlinn, myrðir konuna sína. Þetta er stanslaust umfjöllunarefni fjölmiðla og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars ár hvert er kynbundið ofbeldi í brennidepli. Þetta ofbeldi keyrði gjörsamlega um þverbak í nýliðnum jólamánuði, sem nú er hvarvetna kallaður „svarti desember“, en alls voru 12 konur myrtar af maka sínum í síðasta mánuði. Alls voru 49 makamorð framin á síðasta ári og 38 börn urðu móðurlaus. Og ástandið er ekki að batna, það sem af er janúar liggja 5 konur í valnum. Þegja yfir ofbeldinu árum saman Um helmingur kvenna sem týnir lífinu af völdum ofbeldisfulls maka hefur áður kært ódæðismanninn, fyrir ofbeldi, hótanir eða aðra ógnandi hegðun í þeirra garð. Sumir myndu orða það svo að þær konur sem búa við ofbeldi maka síns séu seinþreyttar til vandræða, en að meðaltali líða 8 ár frá því maki þeirra misþyrmir þeim fyrst, þar til þær loks kæra ofbeldið til lögreglunnar. Stjórnvöld hvetja konur til að kæra ofbeldi sem þær eru beittar og lofa þeim vernd, þó má ljóst vera að á þessu eru miklar brotalamir, því helmingur þeirra kvenna sem týnt hafa lífinu á síðustu 45 dögum höfðu kært banamenn sína. Hætta á að konur veigri sér við að kæra Kvennahreyfingar sem hafa beitt sér í málinu segja að þessi hræðilega tölfræði geti haft þau beinu áhrif að konur sem beittar eru ofbeldi af maka sínum, veigri sér við að tilkynna eða kæra ofbeldið, þar sem þær geti ekki treyst því að fá þá vernd sem stjórnvöld annars lofa þeim. Í árslok nutu 43.670 konur á Spáni verndar, vegna ofbeldisfulls maka, 726 voru taldar í mikilli hættu og 18 í yfirvofandi lífshættu. Krefja stjórnvöld um að gyrða sig í brók Meira en 40 kvennasamtök hafa tekið höndum saman á nýju ári og krefja stjórnvöld um endurbætur, eitthvað sé greinilega að í baráttunni við að draga úr kynbundnu ofbeldi. Þó má ekki gleyma því að heldur hefur dregið úr kynbundnu ofbeldi á síðustu árum. Skráning kynbundins ofbeldis hófst á Spáni árið 2003, fyrir 20 árum. Á þeim tíma hafa 1184 konur verið myrtar af maka sínum, þáverandi eða fyrrverandi. Og aldrei hafa færri konur látið lífið en einmitt í fyrra og hittifyrra. Innanríkisráðuneytið brást við með því að lofa margvíslegum aðgerðum, þar má nefna fleiri kvennaathvörf og aukin áhersla á að hættulegir menn verði skikkaðir til að ganga um með rafræn ökklabönd sem pípa þegar þeir nálgast konur sem þeir hafa hótað eða níðst á. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Spænskt samfélagsmein Einn svartasti bletturinn á spænsku samfélagi er kynbundið ofbeldi, þar sem maki eða fyrrverandi maki, nær alltaf karlinn, myrðir konuna sína. Þetta er stanslaust umfjöllunarefni fjölmiðla og á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, þann 8. mars ár hvert er kynbundið ofbeldi í brennidepli. Þetta ofbeldi keyrði gjörsamlega um þverbak í nýliðnum jólamánuði, sem nú er hvarvetna kallaður „svarti desember“, en alls voru 12 konur myrtar af maka sínum í síðasta mánuði. Alls voru 49 makamorð framin á síðasta ári og 38 börn urðu móðurlaus. Og ástandið er ekki að batna, það sem af er janúar liggja 5 konur í valnum. Þegja yfir ofbeldinu árum saman Um helmingur kvenna sem týnir lífinu af völdum ofbeldisfulls maka hefur áður kært ódæðismanninn, fyrir ofbeldi, hótanir eða aðra ógnandi hegðun í þeirra garð. Sumir myndu orða það svo að þær konur sem búa við ofbeldi maka síns séu seinþreyttar til vandræða, en að meðaltali líða 8 ár frá því maki þeirra misþyrmir þeim fyrst, þar til þær loks kæra ofbeldið til lögreglunnar. Stjórnvöld hvetja konur til að kæra ofbeldi sem þær eru beittar og lofa þeim vernd, þó má ljóst vera að á þessu eru miklar brotalamir, því helmingur þeirra kvenna sem týnt hafa lífinu á síðustu 45 dögum höfðu kært banamenn sína. Hætta á að konur veigri sér við að kæra Kvennahreyfingar sem hafa beitt sér í málinu segja að þessi hræðilega tölfræði geti haft þau beinu áhrif að konur sem beittar eru ofbeldi af maka sínum, veigri sér við að tilkynna eða kæra ofbeldið, þar sem þær geti ekki treyst því að fá þá vernd sem stjórnvöld annars lofa þeim. Í árslok nutu 43.670 konur á Spáni verndar, vegna ofbeldisfulls maka, 726 voru taldar í mikilli hættu og 18 í yfirvofandi lífshættu. Krefja stjórnvöld um að gyrða sig í brók Meira en 40 kvennasamtök hafa tekið höndum saman á nýju ári og krefja stjórnvöld um endurbætur, eitthvað sé greinilega að í baráttunni við að draga úr kynbundnu ofbeldi. Þó má ekki gleyma því að heldur hefur dregið úr kynbundnu ofbeldi á síðustu árum. Skráning kynbundins ofbeldis hófst á Spáni árið 2003, fyrir 20 árum. Á þeim tíma hafa 1184 konur verið myrtar af maka sínum, þáverandi eða fyrrverandi. Og aldrei hafa færri konur látið lífið en einmitt í fyrra og hittifyrra. Innanríkisráðuneytið brást við með því að lofa margvíslegum aðgerðum, þar má nefna fleiri kvennaathvörf og aukin áhersla á að hættulegir menn verði skikkaðir til að ganga um með rafræn ökklabönd sem pípa þegar þeir nálgast konur sem þeir hafa hótað eða níðst á.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira