Búið spil með tapi eða bjart útlit með aðstoð Portúgals? Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2023 10:31 Það er nóg eftir af HM og Ýmir Örn Gíslason og félagar ætla að svara fyrir sig eftir tapið svekkjandi gegn Ungverjum. VÍSIR/VILHELM Ef að úrslitin verða Íslandi í hag í lokaumferð D-riðils í dag á HM karla í handbolta mun Ísland enda í efsta sæti riðilsins, þrátt fyrir hið svekkjandi tap gegn Ungverjum á laugardag. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17 og má ekki við því að tapa því þá gæti liðið endað í neðsta sæti riðilsins og þurft að fara í Forsetabikarinn. Jafntefli eða sigur kæmi hins vegar Íslandi áfram í milliriðil ásamt Ungverjum og Portúgölum, með stigin tvö í farteskinu sem liðið fékk með sigrinum gegn Portúgal í síðustu viku. Og í milliriðlinum tæki við barátta um tvö laus sæti í 8-liða úrslitunum, þangað sem Ísland ætlar sér enda möguleiki á bæði verðlaunum og sæti á Ólympíuleikunum í París í húfi. Sigur Portúgals gæti komið Íslandi á toppinn Í þeirri baráttu gæti seinni leikur dagsins einnig skipt miklu máli fyrir Íslendinga en þá mætast Portúgal og Ungverjaland. Ef Portúgal vinnur Ungverja og Ísland vinnur Suður-Kóreu, enda Ísland, Ungverjaland og Portúgal með 4 stig hvert í riðlinum og taka 2 stig hvert áfram með sér í milliriðilinn. Innbyrðis markatala úr leikjunum þremur á milli Íslands, Ungverjalands og Portúgals myndi þá ráða stöðu þeirra. Ísland vann Portúgal 30-26 en tapaði 30-28 fyrir Ungverjalandi. Ísland yrði því efst í þessum hópi ef sigur Portúgals í kvöld yrði með að hámarki fimm marka mun (eða sex marka ef Portúgal skoraði ekki fleiri en 31 mark). Það gæti reynst dýrmætt í milliriðlinum, til að mynda ef liðin þrjú myndu öll tapa fyrir Svíþjóð en vinna Brasilíu og Grænhöfðaeyjar. Brasilía, Grænhöfðaeyjar og Svíþjóð bíða Komist Ísland í milliriðil er nefnilega nú þegar ljóst að þar bíða Brasilía, Grænhöfðaeyjar og Svíþjóð. Leikið verður í milliriðlinum á miðvikudag, föstudag og sunnudag, en það skýrist eftir leiki dagsins hvaða daga og klukkan hvað liðin mætast. Svíar hafa unnið afar örugga sigra gegn Brasilíu og Grænhöfðaeyjum og koma því í milliriðilinn með fjögur stig. Brasilía og Grænhöfðaeyjar mætast í dag og sigurliðið tekur með sér tvö stig, í baráttuna við liðin úr riðli Íslands. HM 2023 í handbolta Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þetta var bara slys“ „Þetta var löng nótt og ég held ég hafi litið síðast á klukkuna 4:50,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad í gær. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17:00 í lokaleik liðsins í riðlinum. 16. janúar 2023 09:00 „Mikið eftir af þessu móti“ „Mér hefur ekki oft liðið eins illa og eftir þetta tap,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari degi eftir martröðina gegn Ungverjum. 16. janúar 2023 08:01 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17 og má ekki við því að tapa því þá gæti liðið endað í neðsta sæti riðilsins og þurft að fara í Forsetabikarinn. Jafntefli eða sigur kæmi hins vegar Íslandi áfram í milliriðil ásamt Ungverjum og Portúgölum, með stigin tvö í farteskinu sem liðið fékk með sigrinum gegn Portúgal í síðustu viku. Og í milliriðlinum tæki við barátta um tvö laus sæti í 8-liða úrslitunum, þangað sem Ísland ætlar sér enda möguleiki á bæði verðlaunum og sæti á Ólympíuleikunum í París í húfi. Sigur Portúgals gæti komið Íslandi á toppinn Í þeirri baráttu gæti seinni leikur dagsins einnig skipt miklu máli fyrir Íslendinga en þá mætast Portúgal og Ungverjaland. Ef Portúgal vinnur Ungverja og Ísland vinnur Suður-Kóreu, enda Ísland, Ungverjaland og Portúgal með 4 stig hvert í riðlinum og taka 2 stig hvert áfram með sér í milliriðilinn. Innbyrðis markatala úr leikjunum þremur á milli Íslands, Ungverjalands og Portúgals myndi þá ráða stöðu þeirra. Ísland vann Portúgal 30-26 en tapaði 30-28 fyrir Ungverjalandi. Ísland yrði því efst í þessum hópi ef sigur Portúgals í kvöld yrði með að hámarki fimm marka mun (eða sex marka ef Portúgal skoraði ekki fleiri en 31 mark). Það gæti reynst dýrmætt í milliriðlinum, til að mynda ef liðin þrjú myndu öll tapa fyrir Svíþjóð en vinna Brasilíu og Grænhöfðaeyjar. Brasilía, Grænhöfðaeyjar og Svíþjóð bíða Komist Ísland í milliriðil er nefnilega nú þegar ljóst að þar bíða Brasilía, Grænhöfðaeyjar og Svíþjóð. Leikið verður í milliriðlinum á miðvikudag, föstudag og sunnudag, en það skýrist eftir leiki dagsins hvaða daga og klukkan hvað liðin mætast. Svíar hafa unnið afar örugga sigra gegn Brasilíu og Grænhöfðaeyjum og koma því í milliriðilinn með fjögur stig. Brasilía og Grænhöfðaeyjar mætast í dag og sigurliðið tekur með sér tvö stig, í baráttuna við liðin úr riðli Íslands.
HM 2023 í handbolta Handbolti Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Þetta var bara slys“ „Þetta var löng nótt og ég held ég hafi litið síðast á klukkuna 4:50,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad í gær. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17:00 í lokaleik liðsins í riðlinum. 16. janúar 2023 09:00 „Mikið eftir af þessu móti“ „Mér hefur ekki oft liðið eins illa og eftir þetta tap,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari degi eftir martröðina gegn Ungverjum. 16. janúar 2023 08:01 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sjá meira
„Þetta var bara slys“ „Þetta var löng nótt og ég held ég hafi litið síðast á klukkuna 4:50,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins, fyrir æfingu liðsins í Kristianstad í gær. Ísland mætir Suður-Kóreu klukkan 17:00 í lokaleik liðsins í riðlinum. 16. janúar 2023 09:00
„Mikið eftir af þessu móti“ „Mér hefur ekki oft liðið eins illa og eftir þetta tap,“ sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari degi eftir martröðina gegn Ungverjum. 16. janúar 2023 08:01
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða