„Ég átti mjög góð ár hérna, bæði ég og fjölskyldan. Liðið náði flottum árangri og það er rosa handbolta áhugi í bænum. Það er mjög gaman að koma og hitta fólkið, viðurkenni að þetta var rosa gaman.“
„Mér fannst við gera þetta mjög vel. Héldum fókus frá byrjun og voru fagmannlegir í öllu sem við gerðum. Héldum út í 60 mínútur, sem er ekki sjálfgefið,“ sagði Ólafur um sigur kvöldsins.
Að lokum var skyttan spurð hvort hópurinn ætli sér að horfa saman á leik Portúgals og Ungverjalands síðar í kvöld.
„Ætli það ekki. Förum upp á hótel, smá meðhöndlun, borða og ætli við kíkjum svo ekki á leikinn.“