Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2023 11:05 Framkvæmdir við Suðurnesjalína 2 hafa verið í startholunum en eitt framkvæmdaleyfi skortir. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í gær þegar Suðurnesjalínu sló út. Síðar kom á daginn að eldingavari í tengivirki Landsnets í Fitjum í Reykjanesbæ sló út. Talið er að um þrjátíu þúsund manns hafi verið án rafmagns vegna bilunarinnar. „Öll okkar tæki sem við mennirnir búum til, þau bila alltaf að lokum. Það kemur eitthvað upp á. Það er ekkert óeðlilegt að það gerist,“ sagði Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Þróunar og tæknisviðs Landsnets, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem umrædd bilun var til umræðu. Sagði hann rafmagnsleysið í gær sýna alvarleika þess að Reykjanes sé háð einni raforkulínu. Ef eitthvað bilaði hefði það víðtæk áhrif. „Það kemur reglulega eitthvað upp. Eitt árið fauk járnplata í línuna, þá varð rafmagnslaust. Eitt árið mokaði verktaki í jarðstreng hjá okkur, þá varð rafmagnslaust. Einhvern tímann var selta, þá varð rafmagnslaust,“ sagði Sverrir. „Það sem ég kann til þess að laga þetta það er einfaldlega það að hafa tvær línur. Hjáleið, eins og það heitir í vegakerfinu,“ sagði Sverrir enn fremur. Talið barst þá að Suðurnesjalínu 2 sem verið hefur í bígerð undanfarin ár. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. „Það hefur verið ósætti um þá framkvæmd,“ sagði Sverrir og vísaði þar í að sveitarfélagið Vogar hafi ekki afgreitt framkvæmdaleyfi svo hefja megi framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Málið hefur verið nokkuð hitamál og fyrir jól flugu nokkur skot á milli Landsnets og sveitarfélagsins í opinberri umræðu. „Eins og staðan er í dag þá höfum við leyfi frá okkar eftirlitsaðila sem er Orkustofnun. Línan fer um fjögur sveitarfélög. Við erum með framkvæmdaleyfi þriggja þeirra. Okkur vantar fjórða framkvæmdaleyfið,“ sagði Sverrir. Bæjarstjóri Voga sagði fyrir áramót að málið væri í eðlilegu ferli hjá sveitarfélaginu, reiknað væri með að ákvörðun myndi liggja fyrir fljótlega eftir áramót. „Ég hef fulla trú á því að það sé að hreyfast,“ sagði Sverrir um stöðuna á Suðurnesjalínu 2. Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Bítið Tengdar fréttir „Vonum bara að ljósin hangi inni í kvöld“ Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í dag þegar Suðurnesjalínu sló út. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir bilunina minna á nauðsyn þess að önnur lína verði lögð á Suðurnesjum. 16. janúar 2023 20:23 Bæjarstjórinn í Vogum hneykslaður og svarar Landsneti fullum hálsi Sveitarstjóri í Vogum segir fráleitt að þurfa að sitja undir því að Landsnet grafi undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu. Framkvæmdastjóri Landsnets segir seinagang í Vogum skila sér í töpuðum tækifærum og jafnvel milljörðum króna. 22. desember 2022 12:17 Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30 Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í gær þegar Suðurnesjalínu sló út. Síðar kom á daginn að eldingavari í tengivirki Landsnets í Fitjum í Reykjanesbæ sló út. Talið er að um þrjátíu þúsund manns hafi verið án rafmagns vegna bilunarinnar. „Öll okkar tæki sem við mennirnir búum til, þau bila alltaf að lokum. Það kemur eitthvað upp á. Það er ekkert óeðlilegt að það gerist,“ sagði Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Þróunar og tæknisviðs Landsnets, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem umrædd bilun var til umræðu. Sagði hann rafmagnsleysið í gær sýna alvarleika þess að Reykjanes sé háð einni raforkulínu. Ef eitthvað bilaði hefði það víðtæk áhrif. „Það kemur reglulega eitthvað upp. Eitt árið fauk járnplata í línuna, þá varð rafmagnslaust. Eitt árið mokaði verktaki í jarðstreng hjá okkur, þá varð rafmagnslaust. Einhvern tímann var selta, þá varð rafmagnslaust,“ sagði Sverrir. „Það sem ég kann til þess að laga þetta það er einfaldlega það að hafa tvær línur. Hjáleið, eins og það heitir í vegakerfinu,“ sagði Sverrir enn fremur. Talið barst þá að Suðurnesjalínu 2 sem verið hefur í bígerð undanfarin ár. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. „Það hefur verið ósætti um þá framkvæmd,“ sagði Sverrir og vísaði þar í að sveitarfélagið Vogar hafi ekki afgreitt framkvæmdaleyfi svo hefja megi framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Málið hefur verið nokkuð hitamál og fyrir jól flugu nokkur skot á milli Landsnets og sveitarfélagsins í opinberri umræðu. „Eins og staðan er í dag þá höfum við leyfi frá okkar eftirlitsaðila sem er Orkustofnun. Línan fer um fjögur sveitarfélög. Við erum með framkvæmdaleyfi þriggja þeirra. Okkur vantar fjórða framkvæmdaleyfið,“ sagði Sverrir. Bæjarstjóri Voga sagði fyrir áramót að málið væri í eðlilegu ferli hjá sveitarfélaginu, reiknað væri með að ákvörðun myndi liggja fyrir fljótlega eftir áramót. „Ég hef fulla trú á því að það sé að hreyfast,“ sagði Sverrir um stöðuna á Suðurnesjalínu 2.
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Bítið Tengdar fréttir „Vonum bara að ljósin hangi inni í kvöld“ Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í dag þegar Suðurnesjalínu sló út. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir bilunina minna á nauðsyn þess að önnur lína verði lögð á Suðurnesjum. 16. janúar 2023 20:23 Bæjarstjórinn í Vogum hneykslaður og svarar Landsneti fullum hálsi Sveitarstjóri í Vogum segir fráleitt að þurfa að sitja undir því að Landsnet grafi undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu. Framkvæmdastjóri Landsnets segir seinagang í Vogum skila sér í töpuðum tækifærum og jafnvel milljörðum króna. 22. desember 2022 12:17 Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30 Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
„Vonum bara að ljósin hangi inni í kvöld“ Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í dag þegar Suðurnesjalínu sló út. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir bilunina minna á nauðsyn þess að önnur lína verði lögð á Suðurnesjum. 16. janúar 2023 20:23
Bæjarstjórinn í Vogum hneykslaður og svarar Landsneti fullum hálsi Sveitarstjóri í Vogum segir fráleitt að þurfa að sitja undir því að Landsnet grafi undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu. Framkvæmdastjóri Landsnets segir seinagang í Vogum skila sér í töpuðum tækifærum og jafnvel milljörðum króna. 22. desember 2022 12:17
Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30
Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21