Innheimta sekta gengur skelfilega og fælingarmátturinn lítill Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. janúar 2023 14:48 Guðmundur Björgvin ríkisendurskoðandi kallar eftir næstu skrefum hjá dómsmálaráðherra. Héraðssaksóknari hefur áhyggjur af því að fælingarmáttur refsinga sé lítill. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun kallar eftir því að dómsmálaráðuneytið bregðist hratt við því hve illa hafi gengið árum saman að innheimta sektir sem fólk fær sem hlýtur refsingu í dómskerfinu. Héraðssaksóknari hefur áhyggjur af því að fólk finni ekki fyrir refsingu. Í nýrri og svartri skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram að engin breyting hafi orðið í árangri innheimtu í þrettán ár, eða frá árinu 2009. Ef tímabilið 2014 til 2018 er skoðað og aðeins sektir upp á tíu milljónir króna eða meira kemur í ljós að heildarupphæð sektanna var 5,7 milljarðar króna. Aðeins rúmlega tvö prósent af sektunum voru greiddar. Starfshópur sem skipaður var árið 2018 lagði fram níu tillögur til úrbóta. Ríkisendurskoðun telur dómsmálaráðuneytið ekki hafa brugðist við tillögunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við fréttastofu áhyggjuefni að fólk finni ekki fyrir refsingunni. Á sama hátt og þeim sem dæmdur er í fangelsi sé refsað með því að afplána og missa frelsi sitt þá eigi þeir sem séu sektaðir að finna fyrir því að hafa minna fé innan handanna. Almennt er það svo að fólk er dæmt til greiðslu sekt en sé hún ekki greidd komi í stað hennar fangelsisvist. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar afplánar fólk aðeins í undantekningartilfellum innan veggja fangelsisins. Og lítið breytist eftir því sem tíminn líður. Massinn fer í samfélagsþjónustu eða brot fyrnast, á þremur til fimm árum. „Því er ljóst að innheimtuhlutfall hefur haldist afleitt sem m.a. leiðir til þess að fyrning sektardóma og þar með afskriftir þeirra eru enn verulegar,“ segir í skýrslu ríkisendurskoðunar. Ólafur Þór héraðssaksóknari hefur áhyggjur af varnaráhrifunum. „Að það séu ekki nægjanlega sterk áhrif að fæla menn frá því að fremja brot,“ segir Ólafur. Það gæti skilað sér í fjölgun brota, auknum málafjölda og enn fleiri refsingum sem ekki tekst að innheimta. Spíral sem erfitt er að vinna bug á. Dómsmálaráðherra segir í umsögn um skýrsluna vera meðvitaður um erfiða stöðu Fangelsismálastofnunar sem þurfi frekara fjármagn. 15-20 prósent fangelsisplássa séu ekki nýtt vegna fjárskorts og loka þurfi fleiri rýmum án frekari stuðnings. 28 refsingar hafi fyrnst árið 2021 og 22 árið 2020. „Dómsmálaráðherra er mjög meðvitaður um þessa erfiðu stöðu stofnunarinnar og mun halda áfram, hér eftir sem hingað til, að leita allra leiða sem færar eru til að bæta úr þessu,“ segir í umsögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Tengd skjöl Innheimta-domsekta-stjornsysluuttektaPDF822KBSækja skjal Dómsmál Fangelsismál Dómstólar Tengdar fréttir Óásættanlegt innheimtuhlutfall dómsekta Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 16. janúar 2023 17:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Í nýrri og svartri skýrslu ríkisendurskoðunar kemur fram að engin breyting hafi orðið í árangri innheimtu í þrettán ár, eða frá árinu 2009. Ef tímabilið 2014 til 2018 er skoðað og aðeins sektir upp á tíu milljónir króna eða meira kemur í ljós að heildarupphæð sektanna var 5,7 milljarðar króna. Aðeins rúmlega tvö prósent af sektunum voru greiddar. Starfshópur sem skipaður var árið 2018 lagði fram níu tillögur til úrbóta. Ríkisendurskoðun telur dómsmálaráðuneytið ekki hafa brugðist við tillögunum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir í samtali við fréttastofu áhyggjuefni að fólk finni ekki fyrir refsingunni. Á sama hátt og þeim sem dæmdur er í fangelsi sé refsað með því að afplána og missa frelsi sitt þá eigi þeir sem séu sektaðir að finna fyrir því að hafa minna fé innan handanna. Almennt er það svo að fólk er dæmt til greiðslu sekt en sé hún ekki greidd komi í stað hennar fangelsisvist. Samkvæmt skýrslu ríkisendurskoðunar afplánar fólk aðeins í undantekningartilfellum innan veggja fangelsisins. Og lítið breytist eftir því sem tíminn líður. Massinn fer í samfélagsþjónustu eða brot fyrnast, á þremur til fimm árum. „Því er ljóst að innheimtuhlutfall hefur haldist afleitt sem m.a. leiðir til þess að fyrning sektardóma og þar með afskriftir þeirra eru enn verulegar,“ segir í skýrslu ríkisendurskoðunar. Ólafur Þór héraðssaksóknari hefur áhyggjur af varnaráhrifunum. „Að það séu ekki nægjanlega sterk áhrif að fæla menn frá því að fremja brot,“ segir Ólafur. Það gæti skilað sér í fjölgun brota, auknum málafjölda og enn fleiri refsingum sem ekki tekst að innheimta. Spíral sem erfitt er að vinna bug á. Dómsmálaráðherra segir í umsögn um skýrsluna vera meðvitaður um erfiða stöðu Fangelsismálastofnunar sem þurfi frekara fjármagn. 15-20 prósent fangelsisplássa séu ekki nýtt vegna fjárskorts og loka þurfi fleiri rýmum án frekari stuðnings. 28 refsingar hafi fyrnst árið 2021 og 22 árið 2020. „Dómsmálaráðherra er mjög meðvitaður um þessa erfiðu stöðu stofnunarinnar og mun halda áfram, hér eftir sem hingað til, að leita allra leiða sem færar eru til að bæta úr þessu,“ segir í umsögn Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. Tengd skjöl Innheimta-domsekta-stjornsysluuttektaPDF822KBSækja skjal
Dómsmál Fangelsismál Dómstólar Tengdar fréttir Óásættanlegt innheimtuhlutfall dómsekta Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 16. janúar 2023 17:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Óásættanlegt innheimtuhlutfall dómsekta Innheimtuhlutfall dómsekta er óásættanlegt að mati Ríkisendurskoðunar. Stofnunin telur það brýnt að dómsmálaráðuneytið bregðist við lágu hlutfalli og að efnislegri meðferð á skýrslu starfshóps ráðuneytisins verði flýtt. 16. janúar 2023 17:29