Dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. janúar 2023 16:30 Dómari við Héraðsdóm Suðurlands taldi hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði brotið gegn konunni. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 26 ára karlmann, Ómar Örn Reynisson, í þriggja ára fangelsi fyrir nauðga konu sem var gestkomandi á heimili hans. Brotið átti sér stað árið 2020. Fram kemur í dómnum að maðurinn og konan hafi verið í óformlegu sambandi á þeim tíma þegar brotið átti sér stað. Þau höfðu verið að hittast en voru þó ekki par. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa haft kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að stinga fingri í leggöng hennar á meðan hún svaf og eftir að hún lét hann vita að hún vildi það ekki. Þá hafði hann samræði við konuna eftir að hún sofnaði á ný og hélt síðan áfram eftir að hún vaknaði. Einnig beitti hann hana ofbeldi og ólögmætri nauðung með því að halda henni fastri. Fram kemur í ákærunni að konan hafi grátið, reynt að ýta manninum burt og reynt að losa sig. Framburður stúlkunnar metinn trúverðugur Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Frásögn hans var á þá leið að konan hefði komið til hans umrædda nótt og þau haft samfarir með fullum vilja og samþykki þeirra beggja. Eftir að því lauk hafi þau legið áfram í rúminu en ekki verið að tala saman. Hann hafi verið að horfa á sjónvarp og ekkert tekið eftir því hvort konan var líka að horfa á sjónvarpið eða ekki. Konan hefði svo farið burt, upp undir klukkustund eftir að samfarirnar voru yfirstaðnar. Konan lýsti atburðunum á svipaðan hátt og maðurinn, fram til þess tímamarks að lokið var þeim samförum sem áttu sér stað með samþykki beggja. Sagði konan að þá hafi hún ætlað að fara að sofa en eftir það hafi maðurinn brotið gegn henni. Fram kemur í dómnum að framburður konunnar sé afar trúverðugur, einlægur, ýkjulaus og í samræmi við þau gögn sem lögð voru fram í málinu. Þótti jafnframt augljóst að þessir atburðir hefðu reynst konunni þungbærir en útlokað væri að svo hefði verið ef atburðarásin hefði einungis verið sú sem maðurinn lýsti. Þá voru atriði í framburði mannsins sem þóttu veikja trúverðugleika hans. Tvær milljónir í miskabætur Var það mat dómsins að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði brotið gegn konunni. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur maðurinn ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Í niðurstöðu dómsins segir að „við ákvörðun refsingar verði litið til þess að með háttsemi sinni braut ákærði gróflega gegn kynfrelsi og sjálfákvörðunarrétti brotaþola. Þá verður litið til styrks og einbeitts brotavilja ákærða sem birtist í því að hann hélt áfram að brjóta gegn brotaþola eftir að hún hafði látið hann vita að hún kærði sig ekki um kynlíf og var aftur sofnuð.“ Auk fangelsisrefsingarinnar er manninum gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur, auk alls sakarkostnaðar. Dómur Héraðsdóms Suðurlands Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Fram kemur í dómnum að maðurinn og konan hafi verið í óformlegu sambandi á þeim tíma þegar brotið átti sér stað. Þau höfðu verið að hittast en voru þó ekki par. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa haft kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að stinga fingri í leggöng hennar á meðan hún svaf og eftir að hún lét hann vita að hún vildi það ekki. Þá hafði hann samræði við konuna eftir að hún sofnaði á ný og hélt síðan áfram eftir að hún vaknaði. Einnig beitti hann hana ofbeldi og ólögmætri nauðung með því að halda henni fastri. Fram kemur í ákærunni að konan hafi grátið, reynt að ýta manninum burt og reynt að losa sig. Framburður stúlkunnar metinn trúverðugur Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Frásögn hans var á þá leið að konan hefði komið til hans umrædda nótt og þau haft samfarir með fullum vilja og samþykki þeirra beggja. Eftir að því lauk hafi þau legið áfram í rúminu en ekki verið að tala saman. Hann hafi verið að horfa á sjónvarp og ekkert tekið eftir því hvort konan var líka að horfa á sjónvarpið eða ekki. Konan hefði svo farið burt, upp undir klukkustund eftir að samfarirnar voru yfirstaðnar. Konan lýsti atburðunum á svipaðan hátt og maðurinn, fram til þess tímamarks að lokið var þeim samförum sem áttu sér stað með samþykki beggja. Sagði konan að þá hafi hún ætlað að fara að sofa en eftir það hafi maðurinn brotið gegn henni. Fram kemur í dómnum að framburður konunnar sé afar trúverðugur, einlægur, ýkjulaus og í samræmi við þau gögn sem lögð voru fram í málinu. Þótti jafnframt augljóst að þessir atburðir hefðu reynst konunni þungbærir en útlokað væri að svo hefði verið ef atburðarásin hefði einungis verið sú sem maðurinn lýsti. Þá voru atriði í framburði mannsins sem þóttu veikja trúverðugleika hans. Tvær milljónir í miskabætur Var það mat dómsins að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði brotið gegn konunni. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur maðurinn ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Í niðurstöðu dómsins segir að „við ákvörðun refsingar verði litið til þess að með háttsemi sinni braut ákærði gróflega gegn kynfrelsi og sjálfákvörðunarrétti brotaþola. Þá verður litið til styrks og einbeitts brotavilja ákærða sem birtist í því að hann hélt áfram að brjóta gegn brotaþola eftir að hún hafði látið hann vita að hún kærði sig ekki um kynlíf og var aftur sofnuð.“ Auk fangelsisrefsingarinnar er manninum gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur, auk alls sakarkostnaðar. Dómur Héraðsdóms Suðurlands
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“