Innlent

Eldur kviknaði í strompi Ham­borgar­búllu Tómasar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Eldurinn var staðbundinn við stromp Hamborgarabúllu Tómasar í Ofanleiti.
Eldurinn var staðbundinn við stromp Hamborgarabúllu Tómasar í Ofanleiti. Hamborgarabúlla Tómasar.

Slökkviliðið slökkti fyrr í kvöld eld á Hamborgarabúllu Tómasar í Ofanleiti. Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu gekk slökkvistarf vel en eldurinn var staðbundinn við stromp staðarins. 

RÚV greindi fyrst frá.

„Þetta leit illa út en aftur á móti gekk vel og vorum eldsnöggir að þessu,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. 

Ekkert er staðfest um eldsupptök en líklegt er að sót í strompi staðarins hafi brunnið. Lítill reykur kom inn á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×