Bíó og sjónvarp

Renner kominn heim í faðm fjöl­skyldu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Renner segist enn vera með heilaþoku. 
Renner segist enn vera með heilaþoku.  Getty

Stórleikarinn Jeremy Renner er nú kominn heim af sjúkrahúsinu eftir hrottalegt slys á nýársdag.

Þessu greinir CNN frá. 

Renner varð fyrir því óláni að lenda undir eigin snjómoksturstæki á nýársdag en við það slasaðist hann verulega. Snjómoksturstækið er rúmlega sex tonn og því mildi að ekki fór verr. Þá hlaut Renner mikla áverka á bringu og fæti.

Greint var frá því að Renner hafi með snjómoksturstækinu ætlað að losa bíl fjölskyldumeðlims sem sat fastur, það verk hafi tekist en moksturstækið hafi farið að hreyfast þegar hann hafði stigið út úr því að loknu verki. Þá hafi Renner reynt að komast aftur undir stýri tækisins til að stöðva það en í staðinn lent undir því.

Nú hefur Renner greint frá því á Twitter að hann sé kominn heim af sjúkrahúsinu og í faðm fjölskyldunnar. Þetta tjáði hann aðdáendum sínum á Twitter.

Renner sagðist vera spenntur fyrir því að horfa á fyrsta þátt annarrar seríu af „Mayor of Kingstown“ þar sem hann fer með aðalhlutverk. Þó sagðist hann enn vera með heilaþoku.


Tengdar fréttir

Jeremy Renner á gjör­gæslu eftir að­gerð

Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×