Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters en Jeremy hefur setið í fangelsi frá árinu 2020 þegar hann var ákærður fyrir meira en þrjá tugi kynferðisbrota og þar af 12 nauðganir.
Brotin eiga að hafa átt sér stað á 23 ára tímabili og gegn 23 konum sem voru á aldrinum 15 til 54 ára þegar meint brot áttu sér stað.
Nú hefur komið í ljós að Jeremy er ekki talinn hæfur andlega til þess að gangast undir réttarhöld. Þá er greint frá því að Jeremy hafi ekki þekkt verjanda sinn í sjón þegar hann heimsótti hann í fangelsið fyrir réttarhöld.
Ákveðið verður þann 7. Febrúar næstkomandi hvort koma eigi Jeremy fyrir á sjúkrahúsi vegna veikindanna.
Á ferli sínum sem spannaði marga áratugi lék Jeremy í meira en tvö þúsund klámmyndum. Þá öðlaðist hann einnig stimpilinn „Íslandsvinur“ árið 2002 þegar hann mætti til landsins vegna kynningar á heimildarmynd sem var sýnd í Háskólabíói um líf hans og störf.
Á meðan heimsókninni stóð fór Jeremy meðal annars í heimsókn í framhaldsskóla þar sem hann sat fyrir svörum.