„Kannski af því leikmenn opna ekki munninn á sér og tala um það að þetta sé ekki í lagi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2023 07:01 Sigfús Sigurðsson vann silfur á ÓL í Peking 2008 með íslenska landsliðinu í handbolta. Vísir/Getty Images Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður í handbolta, telur að leikmenn íslenska landsliðsins eigi að láta í sér heyra ef þeir eru ósáttir með hvernig varnarleikur liðsins er settur upp. Líkt og svo oft áður í HM Handkastinu var hringt í silfurdrenginn Sigfús Sigurðsson. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins, spurði Fúsa eins og hann er nær alltaf kallaður hvað hann hefði séð í leiknum við Grænhöfðaeyjar sem hinn hefðbundni aðdáandi hefði mögulega ekki séð. Að því loknu var hann spurður út í leikinn gegn Svíum á föstudag. „Ég var mjög ánægður með að hann rúllaði liðinu mjög vel í báðum leikjunum (gegn Suður-Kóreu og í dag). Kannski það eina neikvæða í leiknum í dag [gær] var að mér fannst þeir fá að koma of nálægt vörninni og skjóta óáreittir. Viðbúið að það gerist þegar andstæðingurinn er ekki sterkari en þetta. Það er samt ekki nægilega gott.“ „Það jákvæða fannst mér hvað Óðinn Þór [Ríkharðsson] kemur rosalega sterkur inn. Það sem ég tók betur eftir í dag heldur en í fyrradag var að þegar Arnar Freyr [Arnarsson] kom inn af bekknum í dag var hann að standa vörnina betur en hann hefur verið að gera. Þar sem mér fannst vörnin ekki nægilega góð þá var markavarslan minni en hún hefur verið.“ Hefur Sigfús áhyggjur af vörn liðsins gegn stórskyttum Svíþjóðar? „Já, við sáum það gegn Ungverjum að þegar við fengum lið sem gat spilað vel inn á línu, opnað fyrir hornin og menn sem gátu skotið fyrir utan þá var vörnin að lenda í gríðarlegum vandræðum.“ „Finnst eins og það vanti þetta plan B, brjóta leikinn aðeins upp þegar vörnin er ekki að ganga. Ég er nú að horfa á leik Svíþjóðar og Ungverjalands núna, miðað við hvernig Svíarnir spila og geta skotið þá held ég að við gætum lent í gríðarlegum vandræðum með þá. Þú ert ekki að fara vinna Svíana þegar þeir skora á þig 30 mörk.“ „Það er eins og það vanti einhver samskipti varðandi hver á að fara niður með línunni og hver á að fara út. Svo finnst mér hreinlega vanta kjöt á suma leikmenn þarna til að geta mætt almennilega og brotið. Þá er náttúrulega spurningin, ef þú ert með leikmenn sem eru aðeins minni og léttari, hvort það eigi ekki að breyta um vörn og fara í 5-1 eða 3-2-1 vörn.“ „Það er kannski af því leikmenn opna ekki munninn á sér og tala um það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Sigfús er Arnar Daði sagði undanfarin mót ekki benda til þess að Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari væri líklegur til að breyta um vörn á miðju móti. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan en hringt er í Fúsa þegar sléttar 46.00 mínútur eru liðnar. Hann fer einnig yfir hvernig leikmenn liðsins aðstoðuðu við að breyta varnarleiknum á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Líkt og svo oft áður í HM Handkastinu var hringt í silfurdrenginn Sigfús Sigurðsson. Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi hlaðvarpsins, spurði Fúsa eins og hann er nær alltaf kallaður hvað hann hefði séð í leiknum við Grænhöfðaeyjar sem hinn hefðbundni aðdáandi hefði mögulega ekki séð. Að því loknu var hann spurður út í leikinn gegn Svíum á föstudag. „Ég var mjög ánægður með að hann rúllaði liðinu mjög vel í báðum leikjunum (gegn Suður-Kóreu og í dag). Kannski það eina neikvæða í leiknum í dag [gær] var að mér fannst þeir fá að koma of nálægt vörninni og skjóta óáreittir. Viðbúið að það gerist þegar andstæðingurinn er ekki sterkari en þetta. Það er samt ekki nægilega gott.“ „Það jákvæða fannst mér hvað Óðinn Þór [Ríkharðsson] kemur rosalega sterkur inn. Það sem ég tók betur eftir í dag heldur en í fyrradag var að þegar Arnar Freyr [Arnarsson] kom inn af bekknum í dag var hann að standa vörnina betur en hann hefur verið að gera. Þar sem mér fannst vörnin ekki nægilega góð þá var markavarslan minni en hún hefur verið.“ Hefur Sigfús áhyggjur af vörn liðsins gegn stórskyttum Svíþjóðar? „Já, við sáum það gegn Ungverjum að þegar við fengum lið sem gat spilað vel inn á línu, opnað fyrir hornin og menn sem gátu skotið fyrir utan þá var vörnin að lenda í gríðarlegum vandræðum.“ „Finnst eins og það vanti þetta plan B, brjóta leikinn aðeins upp þegar vörnin er ekki að ganga. Ég er nú að horfa á leik Svíþjóðar og Ungverjalands núna, miðað við hvernig Svíarnir spila og geta skotið þá held ég að við gætum lent í gríðarlegum vandræðum með þá. Þú ert ekki að fara vinna Svíana þegar þeir skora á þig 30 mörk.“ „Það er eins og það vanti einhver samskipti varðandi hver á að fara niður með línunni og hver á að fara út. Svo finnst mér hreinlega vanta kjöt á suma leikmenn þarna til að geta mætt almennilega og brotið. Þá er náttúrulega spurningin, ef þú ert með leikmenn sem eru aðeins minni og léttari, hvort það eigi ekki að breyta um vörn og fara í 5-1 eða 3-2-1 vörn.“ „Það er kannski af því leikmenn opna ekki munninn á sér og tala um það að þetta sé ekki í lagi,“ sagði Sigfús er Arnar Daði sagði undanfarin mót ekki benda til þess að Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari væri líklegur til að breyta um vörn á miðju móti. Hlusta má á þáttinn í heild sinni hér að neðan en hringt er í Fúsa þegar sléttar 46.00 mínútur eru liðnar. Hann fer einnig yfir hvernig leikmenn liðsins aðstoðuðu við að breyta varnarleiknum á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008.
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Körfubolti Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Íslenski boltinn „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða