Handboltaskórnir í allt öðru landi en hann þegar hann fékk kallið til spila á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2023 14:31 Pol Valera sést hér í leik með spænska landsliðinu en hann þykir líklegur sem framtíðarstjarna liðsins. Getty/Catherine Steenkeste Spánverjar þurftu að gera breytingu á liði sínu á heimsmeistaramótinu í handbolta og kalla út mann. Sá sem fékk kallið var hins vegar í skemmtiferð með konunni í Englandi. Leikstjórnandinn Ian Tarrafeta, sem er liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar hjá Pays d’Aix UC, meiddist á HM og því þurfti að kalla út annan leikmann í staðinn. Tarrafeta rifbeinsbrotnaði í leik á móti Svartfjallalandi. Spænski landsliðsþjálfarinn ákvað að kalla út Pol Valera í staðinn en Valera lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 2021 en hafði aldrei tekið þátt í stórmóti. ÚLTIMA HORAPol Valera se incorpora a la concentración de los Hispanos para sustituir al lesionado Ian Tarrafeta.#HispanosRTVE15ene #POLSWE2023 https://t.co/jN41NWI7IB— Teledeporte (@teledeporte) January 15, 2023 Hinn 24 ára gamli Valera spilar með liði BM Granollers og hefur gert það undanfarin sex tímabil. Valera var vissulega í 35 manna hópi Spánverja en átti samt ekki von á því að heyra í landsliðsþjálfaranum á miðju móti. Hann hafði nýtt HM-fríið til að skella sér með konunni til Lundúna. „Þjálfarinn hringdi í mig á sunnudaginn þegar ég var staddur í London með kærustunni. Ég var auðvitað mjög ánægður og fann fyrsta flugið hingað sem var í boði,“ sagði Pol Valera í samtali við TV 2 SPORT eftir sigur Spánverja á Írönum. Það var aftur á móti smá vandamál þegar kom að búnaðinum til að spila handbolta. Það var enginn ástæða til að taka slíka hluti með til London. „Handboltaskórnir og allt íþróttadótið mitt var á Spáni en pabbi minn sendi það strax til Kraká og ég vil þakka honum fyrir það. Allt er í góðu núna,“ sagði Valera. „Ég er virkilega ánægður með að vera hérna og fá að taka þátt í þessu móti sem er það stærsta í heimi. Það hefur verið ánægjulegt að spila með þessum strákum og þetta er eins og draumur fyrir mig. Ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu,“ sagði Valera. Pol Valera, recently called up for the World Championship, joins FC Barcelona in February on a contract to 2026, @mundodeportivo reports.https://t.co/INyUlp7qgs#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 16, 2023 „Allir bestu leikmenn Spánar eru hér. Þetta er mér mjög mikilvægt og ég ætla að gefa allt mitt í þetta. Draumur minn er fyrst og fremst að vinna þetta mót og svo kannski spænsku deildina og Meistaradeildina einn daginn,“ sagði Valera. Hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona og er því líklegur til að taka fleiri stór skref á sínum ferli á næstunni. HM 2023 í handbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira
Leikstjórnandinn Ian Tarrafeta, sem er liðsfélagi Kristjáns Arnar Kristjánssonar hjá Pays d’Aix UC, meiddist á HM og því þurfti að kalla út annan leikmann í staðinn. Tarrafeta rifbeinsbrotnaði í leik á móti Svartfjallalandi. Spænski landsliðsþjálfarinn ákvað að kalla út Pol Valera í staðinn en Valera lék sinn fyrsta landsleik í nóvember 2021 en hafði aldrei tekið þátt í stórmóti. ÚLTIMA HORAPol Valera se incorpora a la concentración de los Hispanos para sustituir al lesionado Ian Tarrafeta.#HispanosRTVE15ene #POLSWE2023 https://t.co/jN41NWI7IB— Teledeporte (@teledeporte) January 15, 2023 Hinn 24 ára gamli Valera spilar með liði BM Granollers og hefur gert það undanfarin sex tímabil. Valera var vissulega í 35 manna hópi Spánverja en átti samt ekki von á því að heyra í landsliðsþjálfaranum á miðju móti. Hann hafði nýtt HM-fríið til að skella sér með konunni til Lundúna. „Þjálfarinn hringdi í mig á sunnudaginn þegar ég var staddur í London með kærustunni. Ég var auðvitað mjög ánægður og fann fyrsta flugið hingað sem var í boði,“ sagði Pol Valera í samtali við TV 2 SPORT eftir sigur Spánverja á Írönum. Það var aftur á móti smá vandamál þegar kom að búnaðinum til að spila handbolta. Það var enginn ástæða til að taka slíka hluti með til London. „Handboltaskórnir og allt íþróttadótið mitt var á Spáni en pabbi minn sendi það strax til Kraká og ég vil þakka honum fyrir það. Allt er í góðu núna,“ sagði Valera. „Ég er virkilega ánægður með að vera hérna og fá að taka þátt í þessu móti sem er það stærsta í heimi. Það hefur verið ánægjulegt að spila með þessum strákum og þetta er eins og draumur fyrir mig. Ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessu,“ sagði Valera. Pol Valera, recently called up for the World Championship, joins FC Barcelona in February on a contract to 2026, @mundodeportivo reports.https://t.co/INyUlp7qgs#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 16, 2023 „Allir bestu leikmenn Spánar eru hér. Þetta er mér mjög mikilvægt og ég ætla að gefa allt mitt í þetta. Draumur minn er fyrst og fremst að vinna þetta mót og svo kannski spænsku deildina og Meistaradeildina einn daginn,“ sagði Valera. Hann hefur verið sterklega orðaður við Barcelona og er því líklegur til að taka fleiri stór skref á sínum ferli á næstunni.
HM 2023 í handbolta Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Sjá meira