Segir kuldatíðinni lokið, umskiptin snörp og hvetur fólk til að fara varlega Ellen Geirsdóttir Håkansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 19. janúar 2023 20:38 Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Stöð 2/Sigurjón Ólason Mikil hláka er væntanleg í fyrramálið og hafa Veðurstofan, Almannavarnir og Vegagerðin varað við færð, flóðum, hálku og stormi. Fréttamaður okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir ræddi við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um veðrið, lok kuldatíðarinnar og næsta sólarhringinn. Er þessari kuldatíð hér með lokið? „Ja, það má eiginlega segja það. Þar sem við stöndum hérna núna, þá er bú bara frostið tvö stig og það er aðeins farið að blása. Maður finnur að hlýja loftið eða milda loftið, það er að éta sig hérna og vinna sig niður. Þannig að það er útlit fyrir bara mjög snörp umskipti og það strax til morguns hér suðvestanlands. Það byrjar að blása í kvöld og snjóa í nótt og svo fer þetta yfir í slyddu og rigningu og það er verið að gera ráð fyrir því að það verði ansi hvasst svona í kringum fótaferðartíma í fyrramálið, veðrið verði í hámarki milli sex og níu hér suðvestanlands,“ segir Einar. Þá segir hann kviður mögulegar við Kjalarnes og undir Hafnarfjalli og hvetur fólk sem á leið þar hjá til þess að fara varlega. „Eins líka þeir sem þurfa að leggja Hellisheiðina í fyrramálið, að það sé klárt að það sé kominn þýða og allt sé sé opið og greitt. Það sem þarf helst að varast í fyrramálið og á morgun er hálkan á klakabunkunum að fólk fari varlega og misstigi sig ekki. Það er nú svona það helsta og síðan gerum við ráð fyrir því að hérna seinni partinn að þá verði ansi vænar hitatölur, sjö til tíu stiga hiti og jafnvel tíu til tólf fyrir norðan.“ Þetta eru svolítið snörp skipti? „Þetta eru snögg umskipti. Maður hefur svo sem séð þau áður en maður hefði gjarnan viljað, eftir svona langan kuldatíma að hlákan, sem er nú kærkomin, hefði gerst heldur rólegra. Það hefði verið hægara og ljúfara yfirbragð yfir en má segja að verði núna,“ segir Einar að lokum. Viðtalið við Einar má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 02:14. Veður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Fréttamaður okkar, Elísabet Inga Sigurðardóttir ræddi við Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing um veðrið, lok kuldatíðarinnar og næsta sólarhringinn. Er þessari kuldatíð hér með lokið? „Ja, það má eiginlega segja það. Þar sem við stöndum hérna núna, þá er bú bara frostið tvö stig og það er aðeins farið að blása. Maður finnur að hlýja loftið eða milda loftið, það er að éta sig hérna og vinna sig niður. Þannig að það er útlit fyrir bara mjög snörp umskipti og það strax til morguns hér suðvestanlands. Það byrjar að blása í kvöld og snjóa í nótt og svo fer þetta yfir í slyddu og rigningu og það er verið að gera ráð fyrir því að það verði ansi hvasst svona í kringum fótaferðartíma í fyrramálið, veðrið verði í hámarki milli sex og níu hér suðvestanlands,“ segir Einar. Þá segir hann kviður mögulegar við Kjalarnes og undir Hafnarfjalli og hvetur fólk sem á leið þar hjá til þess að fara varlega. „Eins líka þeir sem þurfa að leggja Hellisheiðina í fyrramálið, að það sé klárt að það sé kominn þýða og allt sé sé opið og greitt. Það sem þarf helst að varast í fyrramálið og á morgun er hálkan á klakabunkunum að fólk fari varlega og misstigi sig ekki. Það er nú svona það helsta og síðan gerum við ráð fyrir því að hérna seinni partinn að þá verði ansi vænar hitatölur, sjö til tíu stiga hiti og jafnvel tíu til tólf fyrir norðan.“ Þetta eru svolítið snörp skipti? „Þetta eru snögg umskipti. Maður hefur svo sem séð þau áður en maður hefði gjarnan viljað, eftir svona langan kuldatíma að hlákan, sem er nú kærkomin, hefði gerst heldur rólegra. Það hefði verið hægara og ljúfara yfirbragð yfir en má segja að verði núna,“ segir Einar að lokum. Viðtalið við Einar má sjá í spilaranum hér að ofan en það hefst á 02:14.
Veður Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Innlent Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira