Handbolti

Króatar tóku stig af Dönum | Norðmenn komnir langleiðina í átta liða úrslit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Danir gerðu jafntefli gegn Króötum í kvöld.
Danir gerðu jafntefli gegn Króötum í kvöld. Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Images

Seinustu tveim leikjum kvöldsins á heimsmeistaramótinu í handbolta er nú lokið. Króatía og Danmörk gerðu 32-32 jafntefli og á sama tíma unnu Norðmenn góðan þriggja marka sigur gegn Serbíu, 31-28.

Sigur Norðmanna þýðir að liðið er nú með sex stig eftir þrjá leiki í milliriðlinum og situr á toppi milliriðils þrjú ásamt Þjóðverjum. Norðmönnum dugar að vinna sigur gegn Katar í næsta leik til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum og það verður að teljast afar líklegt að það gangi upp.

Þá gerðu Króatar og Danir jafntefli í milliriðli fjögur, 32-32. Danir sitja því í öðru sæti riðilsins með fimm stig eftir þrjá leiki, einu stigi á eftir Egyptum sem tróna á toppnum. Króatar sitja hins vegar í fjórða sæti með þrjú stig og þurfa á kraftaverki að halda til að komast áfram í átta liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×