NASA og Boeing þróa mun sparneytnari farþegaþotu Kristján Már Unnarsson skrifar 19. janúar 2023 22:22 Þotan sýnd í tveimur mismunandi lengdum. Hugmyndin er að hún verði hávængja með styrktarbitum frá væng í neðri hluta skrokks. Vængirnir verða þynnri og lengri en nú tíðkast og með mun minni loftmótstöðu. Boeing Bandaríska geimferðastofnunin NASA og Boeing-flugvélaframleiðandinn hafa tekið höndum saman um að þróa nýja tegund farþegaþotu sem á að vera þrjátíu prósent sparneytnari en þær hagkvæmustu sem finnast í dag. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af væntanlegu útliti þotunnar. Nýjum kynslóðum flugvéla hefur jafnan fylgt meiri hagkvæmni. Þannig eyða nýju Boeing Max-þotur Icelandair 27 prósent minna eldsneyti á hvert sæti á hvern floginn kílómetra miðað við Boeing 757 þoturnar, sem þó spöruðu álíka mikið þegar þær leystu Boeing 727 og DC-8 þoturnar af hólmi þrjátíu árum áður, með samsvarandi minnkun útblásturs koltvísýrings. Ýmsar hugmyndir að nýjum gerðum flugvéla sem NASA er að skoða í leit að loftslagsvænni framtíð.NASA Bandarísk stjórnvöld hafa markað þá stefnu að búið verði að núllstilla kolefnislosun flugsins fyrir árið 2050. Sem lið að því markmiði rannsakar geimferðastofnunin nýjar lausnir í hönnun flugvéla og í gær kynnti forstjóri NASA samstarfssamning við Boeing um að þróa enn sparneytnari farþegaþotu á næstu sjö árum. Hann sýndi um leið líkan af hávængju með styrktarbitum, rétt eins og litlar Cessna-kennsluflugvélar eru. Bill Nelson, forstjóri NASA, sýndi líkan af framtíðarþotunni á fréttamannafundi í höfuðborginni Washington gær um leið og hann kynnti að stofnunin hefði valið Boeing til samstarfs um að þróa flugvélina.NASA/Joel Kowsky Þotan verður þó álíka stór og algengustu farþegavélar en með þynnri og lengri væng. Þessi nýja vænghönnun er sögð lykillinn að þrjátíu prósent sparneytnari flugvél, miðað við þær hagkvæmustu á markaðnum í dag. Farþegarýmið býður upp á einn gang í miðjunni og þrjú sæti hvoru megin, eins og algengast er í farþegafluginu.Boeing NASA og Boeing hyggjast saman verja yfir 160 milljörðum króna til verkefnisins. Þau stefna að því að tilraunaflugvél í fullri stærð verði tilbúin fyrir lok áratugarins og vonast til að hún verði komin í notkun flugfélaga upp úr 2030. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Loftslagsmál Orkuskipti Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Prófun á fyrsta vetnishreyflinum gekk vel Breski flugvélahreyflaframleiðandinn Rolls Royce segir að prófanir á fyrsta vetnisknúna flugvélahreyflinum hafi gengið eins og í sögu. 28. nóvember 2022 14:25 Innanlandsvélar Icelandair gætu verið knúnar vetni eftir þrjú ár Tækni til að umbreyta olíuknúnum innanlandsflota Icelandair í vetnisknúnar flugvélar verður tilbúin eftir þrjú ár. Þetta kom fram á fundi um orkuskipti í flugi á Reykjavik Edition hótelinu í dag í tengslum við Hringborð norðurslóða. 13. október 2022 22:23 Spáð að þessi verði fyrsta rafknúna farþegaflugvélin Þegar rafmagnsflugvélin Alice hóf sig til flugs fyrir tólf dögum frá Grant County-alþjóðaflugvellinum í Washington-ríki í Bandaríkjunum sagði CNN-fréttastofan að hún væri fyrsta farþegaflugvél heims, sem alfarið væri rafknúin, til að taka flugið. Þetta fyrsta reynsluflug hennar varði í átta mínútur og fór hún í 3.500 feta hæð. 9. október 2022 14:14 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir af væntanlegu útliti þotunnar. Nýjum kynslóðum flugvéla hefur jafnan fylgt meiri hagkvæmni. Þannig eyða nýju Boeing Max-þotur Icelandair 27 prósent minna eldsneyti á hvert sæti á hvern floginn kílómetra miðað við Boeing 757 þoturnar, sem þó spöruðu álíka mikið þegar þær leystu Boeing 727 og DC-8 þoturnar af hólmi þrjátíu árum áður, með samsvarandi minnkun útblásturs koltvísýrings. Ýmsar hugmyndir að nýjum gerðum flugvéla sem NASA er að skoða í leit að loftslagsvænni framtíð.NASA Bandarísk stjórnvöld hafa markað þá stefnu að búið verði að núllstilla kolefnislosun flugsins fyrir árið 2050. Sem lið að því markmiði rannsakar geimferðastofnunin nýjar lausnir í hönnun flugvéla og í gær kynnti forstjóri NASA samstarfssamning við Boeing um að þróa enn sparneytnari farþegaþotu á næstu sjö árum. Hann sýndi um leið líkan af hávængju með styrktarbitum, rétt eins og litlar Cessna-kennsluflugvélar eru. Bill Nelson, forstjóri NASA, sýndi líkan af framtíðarþotunni á fréttamannafundi í höfuðborginni Washington gær um leið og hann kynnti að stofnunin hefði valið Boeing til samstarfs um að þróa flugvélina.NASA/Joel Kowsky Þotan verður þó álíka stór og algengustu farþegavélar en með þynnri og lengri væng. Þessi nýja vænghönnun er sögð lykillinn að þrjátíu prósent sparneytnari flugvél, miðað við þær hagkvæmustu á markaðnum í dag. Farþegarýmið býður upp á einn gang í miðjunni og þrjú sæti hvoru megin, eins og algengast er í farþegafluginu.Boeing NASA og Boeing hyggjast saman verja yfir 160 milljörðum króna til verkefnisins. Þau stefna að því að tilraunaflugvél í fullri stærð verði tilbúin fyrir lok áratugarins og vonast til að hún verði komin í notkun flugfélaga upp úr 2030. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Boeing Bandaríkin Fréttir af flugi Loftslagsmál Orkuskipti Samgöngur Umhverfismál Tengdar fréttir Prófun á fyrsta vetnishreyflinum gekk vel Breski flugvélahreyflaframleiðandinn Rolls Royce segir að prófanir á fyrsta vetnisknúna flugvélahreyflinum hafi gengið eins og í sögu. 28. nóvember 2022 14:25 Innanlandsvélar Icelandair gætu verið knúnar vetni eftir þrjú ár Tækni til að umbreyta olíuknúnum innanlandsflota Icelandair í vetnisknúnar flugvélar verður tilbúin eftir þrjú ár. Þetta kom fram á fundi um orkuskipti í flugi á Reykjavik Edition hótelinu í dag í tengslum við Hringborð norðurslóða. 13. október 2022 22:23 Spáð að þessi verði fyrsta rafknúna farþegaflugvélin Þegar rafmagnsflugvélin Alice hóf sig til flugs fyrir tólf dögum frá Grant County-alþjóðaflugvellinum í Washington-ríki í Bandaríkjunum sagði CNN-fréttastofan að hún væri fyrsta farþegaflugvél heims, sem alfarið væri rafknúin, til að taka flugið. Þetta fyrsta reynsluflug hennar varði í átta mínútur og fór hún í 3.500 feta hæð. 9. október 2022 14:14 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Prófun á fyrsta vetnishreyflinum gekk vel Breski flugvélahreyflaframleiðandinn Rolls Royce segir að prófanir á fyrsta vetnisknúna flugvélahreyflinum hafi gengið eins og í sögu. 28. nóvember 2022 14:25
Innanlandsvélar Icelandair gætu verið knúnar vetni eftir þrjú ár Tækni til að umbreyta olíuknúnum innanlandsflota Icelandair í vetnisknúnar flugvélar verður tilbúin eftir þrjú ár. Þetta kom fram á fundi um orkuskipti í flugi á Reykjavik Edition hótelinu í dag í tengslum við Hringborð norðurslóða. 13. október 2022 22:23
Spáð að þessi verði fyrsta rafknúna farþegaflugvélin Þegar rafmagnsflugvélin Alice hóf sig til flugs fyrir tólf dögum frá Grant County-alþjóðaflugvellinum í Washington-ríki í Bandaríkjunum sagði CNN-fréttastofan að hún væri fyrsta farþegaflugvél heims, sem alfarið væri rafknúin, til að taka flugið. Þetta fyrsta reynsluflug hennar varði í átta mínútur og fór hún í 3.500 feta hæð. 9. október 2022 14:14
Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30