Innlent

Til­kynnt um þjófnað í verslun og inn­brot í geymslur í Kópa­vogi

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna þjófnaðar úr verslun í Kópavogi í gærkvöldi. Sömuleiðis var óskað eftir aðstoð lögreglu þegar tilkynnt var um innbrot í geymslur í Kópavogi.

Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglu þar sem sagt er frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar.

Fram kemur að tilkynnt hafi verið um bíl í lausagangi í austurbæ Reykjavíkur þar sem voru tveir menn og báru þess merki um að vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Báðir voru þeir handteknir grunaðir um akstur undir áhrifum og vopnalagabrot og vistaðir á lögreglustöð.

Í tilkynningunni segir einnig frá því að ölvaður maður hafi verið til vandræða á Seltjarnarnesi, auk þess að tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í sama bæ. Þá var tilkynnt um eld í bílastæðahúsi í miðborg Reykjavíkur, líkt og einnig var sagt frá í gærkvöldi.

Á Reykjanesbraut var tilkynnt um tveggja bíla árekstur á Reykjanesbraut og reyndist annar bíllinn óökufær. Engin slys urðu þó á fólki.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um kannabislykt í fjölbýlishúsi, en enga lykt mátti finna er lögreglu bar að. Þá var einnig tilkynnt um hugsanlegt foktjón á byggingarsvæði í Hafnarfirði.

Þá segir að ökumaður hafi verið stöðvaður í akstri í Grafarvogi og mátti finna kannabislykt frá bílnum. Ökumaður bar þess merki um að vera undir áhrifum ávana- og fíkniefna og hann handtekinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×