Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2023 15:56 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsótti Mont-de-Marsan herstöðina í suðvesturhluta Frakklands í dag. Þar hélt hann ræðu þar sem hann opinberaði áætlun sína um mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. AP/Bob Edme Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. Lauslega reiknað samsvara 413 milljarðar evra um 64 billjónum króna. Forsetinn segir að með aukningunni vilji hann tryggja frelsi, öryggi og velmegun Frakka og í senn tryggja sess Frakklands á heimssviðinu. Fara á í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu til að tryggja að Frakkar gætu staðið í hefðbundnu stríði og sagði Macron að undanfarna áratugi hefði ekki verið fjárfest nóg í herafla Frakklands. „Frakkland hefur og mun eiga heri tilbúna til að takast á við áskoranir aldarinnar,“ hefur France24 eftir Macron úr ræðu sem hann hélt í dag. "This is the price of our children's security, of a long history of glory and freedom, the next chapters of which we must write," says #Macron about the increased budget for the armed forces pic.twitter.com/WZgkShcsfu— FRANCE 24 English (@France24_en) January 20, 2023 Macron vísaði meðal annars í innrás Rússa í Úkraínu og sagði Frakkland þurfa að vera tilbúið fyrir margskonar ógnanir. Þar nefndi hann meðal annars óhefðbundinn stríðsrekstur, tölvuárásir á mikilvæga innviði og áframhaldandi ógn frá hryðjuverkahópum. Vill nútímavæða kjarnorkuvopn Forsetinn kallaði einnig eftir nútímavæðingu á kjarnorkuvopnum Frakklands og sagði að hernaðarstefna Frakklands ætti að styrkja stöðu ríkisins sem sjálfstætt stórveldi. Frakkland er eina kjarnorkuveldi Evrópusambandsins, eftir úrgöngu Bretlands úr sambandinu. AP fréttaveitan segir að meðal annars eigi einnig að auka fjárútlát til leyniþjónusta Frakklands um 60 prósent, tvöfalda fjölda hermanna í varaliði Frakklands, styrkja tölvuvarnir og þróa ný fjarstýrð vopn. Macron vill einnig betrumbæta kafbátaflota Frakklands og tryggja að hann dugi til að vernda neðansjávarkapla á miklu dýpi. Talaði ekki um skriðdreka til Úkraínu Forsetinn ræddi stríðið í Úkraínu ekki með beinum hætti og sagði ekkert um beiðni Úkraínumanna um Leclerc skriðdreka. Frakkar hafa samkvæmt yfirvöldum þar sent Úkraínumönnum 18 Ceasar stórskotaliðsvopn, sex TRF1 fallbyssur, tvo Crotale loftvarnarkerfi, eldflaugar, skotfæri, brynvarin farartæki til hermannaflutninga, matvæli, lyf og læknabúnað, og ýmislegt annað. Sjá einnig: Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu Þá tilkynntu Frakkar nýverið að brynvarin farartæki sem kallast AMX-10 yrðu send til Úkraínumanna. Það eru farartæki á hjólum sem bera stórar byssur eins og skriðdrekar. Þau eru hönnuð til skyndiárása og eftirlits. Frakkar vinna einnig að því að þjálfa minnst tvö þúsund úkraínska hermenn. Frakkland Hernaður NATO Úkraína Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Lauslega reiknað samsvara 413 milljarðar evra um 64 billjónum króna. Forsetinn segir að með aukningunni vilji hann tryggja frelsi, öryggi og velmegun Frakka og í senn tryggja sess Frakklands á heimssviðinu. Fara á í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu til að tryggja að Frakkar gætu staðið í hefðbundnu stríði og sagði Macron að undanfarna áratugi hefði ekki verið fjárfest nóg í herafla Frakklands. „Frakkland hefur og mun eiga heri tilbúna til að takast á við áskoranir aldarinnar,“ hefur France24 eftir Macron úr ræðu sem hann hélt í dag. "This is the price of our children's security, of a long history of glory and freedom, the next chapters of which we must write," says #Macron about the increased budget for the armed forces pic.twitter.com/WZgkShcsfu— FRANCE 24 English (@France24_en) January 20, 2023 Macron vísaði meðal annars í innrás Rússa í Úkraínu og sagði Frakkland þurfa að vera tilbúið fyrir margskonar ógnanir. Þar nefndi hann meðal annars óhefðbundinn stríðsrekstur, tölvuárásir á mikilvæga innviði og áframhaldandi ógn frá hryðjuverkahópum. Vill nútímavæða kjarnorkuvopn Forsetinn kallaði einnig eftir nútímavæðingu á kjarnorkuvopnum Frakklands og sagði að hernaðarstefna Frakklands ætti að styrkja stöðu ríkisins sem sjálfstætt stórveldi. Frakkland er eina kjarnorkuveldi Evrópusambandsins, eftir úrgöngu Bretlands úr sambandinu. AP fréttaveitan segir að meðal annars eigi einnig að auka fjárútlát til leyniþjónusta Frakklands um 60 prósent, tvöfalda fjölda hermanna í varaliði Frakklands, styrkja tölvuvarnir og þróa ný fjarstýrð vopn. Macron vill einnig betrumbæta kafbátaflota Frakklands og tryggja að hann dugi til að vernda neðansjávarkapla á miklu dýpi. Talaði ekki um skriðdreka til Úkraínu Forsetinn ræddi stríðið í Úkraínu ekki með beinum hætti og sagði ekkert um beiðni Úkraínumanna um Leclerc skriðdreka. Frakkar hafa samkvæmt yfirvöldum þar sent Úkraínumönnum 18 Ceasar stórskotaliðsvopn, sex TRF1 fallbyssur, tvo Crotale loftvarnarkerfi, eldflaugar, skotfæri, brynvarin farartæki til hermannaflutninga, matvæli, lyf og læknabúnað, og ýmislegt annað. Sjá einnig: Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu Þá tilkynntu Frakkar nýverið að brynvarin farartæki sem kallast AMX-10 yrðu send til Úkraínumanna. Það eru farartæki á hjólum sem bera stórar byssur eins og skriðdrekar. Þau eru hönnuð til skyndiárása og eftirlits. Frakkar vinna einnig að því að þjálfa minnst tvö þúsund úkraínska hermenn.
Frakkland Hernaður NATO Úkraína Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira