Mátti ekki krefjast afsökunarbeiðni vegna ummæla á TikTok Árni Sæberg skrifar 21. janúar 2023 10:38 Úrskurðarnefnd lögmanna fjallaði um TikTokmál nýverið. Getty Images Úrskurðarnefnd lögmanna hefur hirt ónafngreindan lögmann fyrir að hafa krafið konu afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar um meint kynferðisbrot umbjóðanda lögmannsins á samfélagsmiðlinum TikTok. Úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp þann 20. desember síðastliðinn en birtur á vef Lögmannafélags Íslands í gær. Í honum segir að málsatvik hafi verið þau að konan hafi birt umfjöllun um umbjóðanda lögmannsins á TikTok, þar sem hún sakaði hann um kynferðisbrot og annað ofbeldi. Þá hafi maðurinn leitað til lögmannsins með beiðni um hagsmunagæslu vegna málsins föstudaginn 5. ágúst árið 2022. Lögmaðurinn hafi brugðist snarlega við og rætt við konuna símleiðis í eftirmiðdaginn sama dag. „Þú misskilur kannski eitthvað hvernig lögmenn vinna“ Að símtali aðila loknu hafi konan sent lögmanninum tölvubréf þar sem hún lýsti sjónarmiðum sínum varðandi þær kröfur sem lögmaðurinn hafði sett fram. Því bréfi hafi lögmaðurinn svarað klukkan 18:05 sama dag, sem var sem áður segir föstudagur. „Þú misskilur kannski eitthvað hvernig lögmenn vinna. Ég gæti hagsmuna [mannsins] og geri þá kröfu að þú takir út allar ávirðingar í hans garð á samfélagsmiðlum. Þá er krafa um að þú biðjist afsökunar á þeim ummælum sem þú hefur haft um [manninn] á samfélags- og vefmiðlum. Hvoru tveggja skal berast mér fyrir lok dags á sunnudaginn n.k. – Farir þú ekki að ofangreindum kröfum hefur [maðurinn] falið mér að höfða mál gegn þér fyrir héraðsdómi, þar sem krafa verður gerð um ómerkingu ummæla, greiðslu miskabóta, auk þess sem krafist verður fangelsisrefsingar yfir þér. – Verði þessi leið farin kann hún að reynast þér verulega kostnaðarsöm, auk þess sem þér kann að vera gerð fangelsisrefsing. Ég ráðlegg þér eindregið að leita lögmannsaðstoðar vegna ofangreindra krafna,“ sagði í tölvubréfi lögmannsins til konunnar. Neitaði að biðjast afsökunar Í úrskurði nefndarinnar segir að konan hafi orðið við kröfu lögmannsins um að fjarlægja umfjöllun um manninn af samfélagsmiðlum en neitað að biðjast afsökunar á þeim. Lögmaðurinn hafi þá ítrekar kröfu þess efnis þann 10. sama mánaðar og þegar sættir náðust ekki höfðað mál fyrir héraðsdómi. Fyrir hönd umbjóðanda síns gerði lögmaðurinn meðal annars þær dómkröfur að konunni yrði gert að greiða honum nánar tilgreindar miskabætur, að ummæli verði ómerkt og að hún sæti ákæru og refsingu eftir ákvæðum almennra hegningarlaga. Taldi bréfið fela í sér alvarlega hótun Í erindi konunnar til úrskurðarnefndarinnar segir að hún krefjist þess að lögmaðurinn verði sviptur lögmannsréttindum sínum og beittur þyngstu agaviðurlögum samkvæmt lögum. Hún bendir á það að í hinum umþrætta tölvubréfi hafi verið tiltekið að krafist yrði fangelsisrefsingar yfir henni og að henni kynni að vera gerð fangelsisrefsing. „Hafi varnaraðili með því orðalagi viðhaft alvarlega hótun í garð sóknaraðila. Hafi sú hótun valdið sóknaraðila ótta enda hún talið að hún hefði aðeins tvo frídaga til að forða sér frá fangelsi. Þá hafi orðalag í tölvubréfi varnaraðila ekki mátt skilja öðruvísi en svo að varnaraðili hefði raunverulega möguleika á að koma sóknaraðila í fangelsi og það býsna hratt,“ segir í úrskurðinum. Ekki hægt að ná í lögmann yfir helgina Konan vísaði einnig til þess í erindi sínu að lögmaðurinn hefði ekki gefið henni kost á því að leita réttar síns réttar síns með því að ráðfæra sig við lögmann. Hann hafi þannig haft samband eftir kl. 15:00 á föstudegi og veitt frest til kl. 16:00 næsta sunnudag til að verða við kröfum umbjóðandans. Kvaðst konan ekki hafa náð að fá ráðleggingar frá lögmanni innan þess skamma frests. Hún hafi því þurft að bregðast við hótunum lögmannsins án þess að hafa átt þess kost að leita sér aðstoðar. Konan byggði á því að óbilgirni lögmannsins hlyti að vera brot á góðum lögmannsháttum og í andstöðu við siðareglur lögmanna. Krafðist frávísunar vegna vanreifunar Í málinu krafðist lögmaðurinn lögmaðurinn þess aðallega að erindi konunnar yrði vísað frá nefndinni. Hann vísaði til þess að það væri vandkvæðum bundið að taka til varna í málinu þar sem erindi sóknaraðila bæri ekki svo glögglega með sér hvert kvörtunarefnið væri. Hann byggði á því að ljóst væri að það að lögmaður sendi frá sér kröfubréf og stefni svo inn dómsmáli í kjölfarið geti ekki á nokkurn hátt talist brjóta gegn „góðum lögmannsháttum“ eða verið „í andstöðu við siðareglur lögmanna“, svo sem konan hafi fullyrt. Til vara krafðist hann þess að öllum kröfum konunnar yrði hafnað. Hann benti á að með kröfugerð hennar hafi verið reynt að koma höggi á lögmann sem ráðinn hafi verið til þess að gæta hagsmuna manns sem orðið hafi fyrir gegndarlausum og tilefnislausum árásum. Ekki talið hótun að velta upp mögulegri fangelsisvist Í niðurstöðum nefndarinnar segir að erindi konunnar hafi fallið undir valdsvið nefndarinnar og að það hafi verið nægilega reifað til þess að úrskurður yrði lagður á málið. Samkvæmt því yrðu ekki talin skilyrði til að vísa málinu frá nefndinni á grundvelli ætlaðrar vanreifunar á málatilbúnaði konunnar. Þá segir að að mati nefndarinnar yrði að skoða framsetningu lögmannsins vegna kröfu umbjóðandans um að ummælin yrðu fjarlægð og viðbrögð ef konan féllist ekki á hana innan tiltekins frests, þótt skammur væri, sem lið í hagsmunagæslu lögmannsins vegna þeirra alvarlegu ásakana sem á umbjóðanda hans höfðu verið bornar á samfélagsmiðlum. Þá yrði að líta til þess að tilvísun til fyrirhugaðrar málshöfðunar og kröfugerðar þar um fangelsisrefsingu eigi sér meðal annars stoð í almennum hegningarlögum „Með hliðsjón af því og fyrrgreindri skyldu varnaraðila til að neyta allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðanda síns, verður ekki talið að hann hafi viðhaft blekkingar í garð sóknaraðila svo sem kvörtun er reist á um þetta efni. Þá verður að mati nefndarinnar ekki séð, eins og atvikum er háttað, að framsetning í hinu umþrætta erindi varnaraðila að þessu leyti hafi falið í sér hótun eða ótilhlýðilega þvingun í skilningi 35. gr. siðareglnanna,“ segir í úrskurði. Afsökunarbeiðni hefði komið sér illa fyrir konuna Hins vegar segir í úrskurði að í hinum umþrættu samskiptum hafi jafnframt verið sett fram sú krafa af hálfu lögmannsins fyrir hönd umbjóðanda að konan bæðist afsökunar á viðkomandi ummælum innan sama skamma frests. Ekki yrði fram hjá því litið að bæðist konan afsökunar á ummælum sínum gæti í því falist afstaða til þeirra saka sem á hana voru bornar og þannig möguleg ráðstöfun á sakarefni ef viðkomandi mál rataði síðar fyrir dómstóla eða lögð yrði fram lögreglukæra vegna þess. Þá segir að lögmaðurinn hafi réttilega vísað til þess í málinu að hann hefði í tövubréfinu hvatt konuna til þess að leita lögmannsaðstoðar vegna krafnanna. Þrátt fyrir það yrði ekki talið að konunni hafi í reynd gefist raunhæfur kostur á að leita sér lögmannsaðstoðar, innan þess skamma frests sem henni var veittur til athafna. „Verður heldur ekki talið að varnaraðila hafi getað dulist um það atriði,“ segir í úrskurðinum. Í úrskurðarorði segir að sú háttsemi lögmannsins, að gera kröfu um að konan bæðist afsökunar á nánar tilgreindum ummælum um umbjóðanda hans innan þess skamma tímafrests sem veittur var og var utan almenns skrifstofutíma lögmanna, sé aðfinnsluverð. Að öðru leyti verði ekki talið að lögmaðurinn hafi gert á hlut konunnar með háttsemi sem strítt hafi gegn lögum eða siðareglum lögmanna. Málskostnaður var felldur niður. Lögmennska Stéttarfélög Samfélagsmiðlar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp þann 20. desember síðastliðinn en birtur á vef Lögmannafélags Íslands í gær. Í honum segir að málsatvik hafi verið þau að konan hafi birt umfjöllun um umbjóðanda lögmannsins á TikTok, þar sem hún sakaði hann um kynferðisbrot og annað ofbeldi. Þá hafi maðurinn leitað til lögmannsins með beiðni um hagsmunagæslu vegna málsins föstudaginn 5. ágúst árið 2022. Lögmaðurinn hafi brugðist snarlega við og rætt við konuna símleiðis í eftirmiðdaginn sama dag. „Þú misskilur kannski eitthvað hvernig lögmenn vinna“ Að símtali aðila loknu hafi konan sent lögmanninum tölvubréf þar sem hún lýsti sjónarmiðum sínum varðandi þær kröfur sem lögmaðurinn hafði sett fram. Því bréfi hafi lögmaðurinn svarað klukkan 18:05 sama dag, sem var sem áður segir föstudagur. „Þú misskilur kannski eitthvað hvernig lögmenn vinna. Ég gæti hagsmuna [mannsins] og geri þá kröfu að þú takir út allar ávirðingar í hans garð á samfélagsmiðlum. Þá er krafa um að þú biðjist afsökunar á þeim ummælum sem þú hefur haft um [manninn] á samfélags- og vefmiðlum. Hvoru tveggja skal berast mér fyrir lok dags á sunnudaginn n.k. – Farir þú ekki að ofangreindum kröfum hefur [maðurinn] falið mér að höfða mál gegn þér fyrir héraðsdómi, þar sem krafa verður gerð um ómerkingu ummæla, greiðslu miskabóta, auk þess sem krafist verður fangelsisrefsingar yfir þér. – Verði þessi leið farin kann hún að reynast þér verulega kostnaðarsöm, auk þess sem þér kann að vera gerð fangelsisrefsing. Ég ráðlegg þér eindregið að leita lögmannsaðstoðar vegna ofangreindra krafna,“ sagði í tölvubréfi lögmannsins til konunnar. Neitaði að biðjast afsökunar Í úrskurði nefndarinnar segir að konan hafi orðið við kröfu lögmannsins um að fjarlægja umfjöllun um manninn af samfélagsmiðlum en neitað að biðjast afsökunar á þeim. Lögmaðurinn hafi þá ítrekar kröfu þess efnis þann 10. sama mánaðar og þegar sættir náðust ekki höfðað mál fyrir héraðsdómi. Fyrir hönd umbjóðanda síns gerði lögmaðurinn meðal annars þær dómkröfur að konunni yrði gert að greiða honum nánar tilgreindar miskabætur, að ummæli verði ómerkt og að hún sæti ákæru og refsingu eftir ákvæðum almennra hegningarlaga. Taldi bréfið fela í sér alvarlega hótun Í erindi konunnar til úrskurðarnefndarinnar segir að hún krefjist þess að lögmaðurinn verði sviptur lögmannsréttindum sínum og beittur þyngstu agaviðurlögum samkvæmt lögum. Hún bendir á það að í hinum umþrætta tölvubréfi hafi verið tiltekið að krafist yrði fangelsisrefsingar yfir henni og að henni kynni að vera gerð fangelsisrefsing. „Hafi varnaraðili með því orðalagi viðhaft alvarlega hótun í garð sóknaraðila. Hafi sú hótun valdið sóknaraðila ótta enda hún talið að hún hefði aðeins tvo frídaga til að forða sér frá fangelsi. Þá hafi orðalag í tölvubréfi varnaraðila ekki mátt skilja öðruvísi en svo að varnaraðili hefði raunverulega möguleika á að koma sóknaraðila í fangelsi og það býsna hratt,“ segir í úrskurðinum. Ekki hægt að ná í lögmann yfir helgina Konan vísaði einnig til þess í erindi sínu að lögmaðurinn hefði ekki gefið henni kost á því að leita réttar síns réttar síns með því að ráðfæra sig við lögmann. Hann hafi þannig haft samband eftir kl. 15:00 á föstudegi og veitt frest til kl. 16:00 næsta sunnudag til að verða við kröfum umbjóðandans. Kvaðst konan ekki hafa náð að fá ráðleggingar frá lögmanni innan þess skamma frests. Hún hafi því þurft að bregðast við hótunum lögmannsins án þess að hafa átt þess kost að leita sér aðstoðar. Konan byggði á því að óbilgirni lögmannsins hlyti að vera brot á góðum lögmannsháttum og í andstöðu við siðareglur lögmanna. Krafðist frávísunar vegna vanreifunar Í málinu krafðist lögmaðurinn lögmaðurinn þess aðallega að erindi konunnar yrði vísað frá nefndinni. Hann vísaði til þess að það væri vandkvæðum bundið að taka til varna í málinu þar sem erindi sóknaraðila bæri ekki svo glögglega með sér hvert kvörtunarefnið væri. Hann byggði á því að ljóst væri að það að lögmaður sendi frá sér kröfubréf og stefni svo inn dómsmáli í kjölfarið geti ekki á nokkurn hátt talist brjóta gegn „góðum lögmannsháttum“ eða verið „í andstöðu við siðareglur lögmanna“, svo sem konan hafi fullyrt. Til vara krafðist hann þess að öllum kröfum konunnar yrði hafnað. Hann benti á að með kröfugerð hennar hafi verið reynt að koma höggi á lögmann sem ráðinn hafi verið til þess að gæta hagsmuna manns sem orðið hafi fyrir gegndarlausum og tilefnislausum árásum. Ekki talið hótun að velta upp mögulegri fangelsisvist Í niðurstöðum nefndarinnar segir að erindi konunnar hafi fallið undir valdsvið nefndarinnar og að það hafi verið nægilega reifað til þess að úrskurður yrði lagður á málið. Samkvæmt því yrðu ekki talin skilyrði til að vísa málinu frá nefndinni á grundvelli ætlaðrar vanreifunar á málatilbúnaði konunnar. Þá segir að að mati nefndarinnar yrði að skoða framsetningu lögmannsins vegna kröfu umbjóðandans um að ummælin yrðu fjarlægð og viðbrögð ef konan féllist ekki á hana innan tiltekins frests, þótt skammur væri, sem lið í hagsmunagæslu lögmannsins vegna þeirra alvarlegu ásakana sem á umbjóðanda hans höfðu verið bornar á samfélagsmiðlum. Þá yrði að líta til þess að tilvísun til fyrirhugaðrar málshöfðunar og kröfugerðar þar um fangelsisrefsingu eigi sér meðal annars stoð í almennum hegningarlögum „Með hliðsjón af því og fyrrgreindri skyldu varnaraðila til að neyta allra lögmætra úrræða til að gæta lögvarinna hagsmuna umbjóðanda síns, verður ekki talið að hann hafi viðhaft blekkingar í garð sóknaraðila svo sem kvörtun er reist á um þetta efni. Þá verður að mati nefndarinnar ekki séð, eins og atvikum er háttað, að framsetning í hinu umþrætta erindi varnaraðila að þessu leyti hafi falið í sér hótun eða ótilhlýðilega þvingun í skilningi 35. gr. siðareglnanna,“ segir í úrskurði. Afsökunarbeiðni hefði komið sér illa fyrir konuna Hins vegar segir í úrskurði að í hinum umþrættu samskiptum hafi jafnframt verið sett fram sú krafa af hálfu lögmannsins fyrir hönd umbjóðanda að konan bæðist afsökunar á viðkomandi ummælum innan sama skamma frests. Ekki yrði fram hjá því litið að bæðist konan afsökunar á ummælum sínum gæti í því falist afstaða til þeirra saka sem á hana voru bornar og þannig möguleg ráðstöfun á sakarefni ef viðkomandi mál rataði síðar fyrir dómstóla eða lögð yrði fram lögreglukæra vegna þess. Þá segir að lögmaðurinn hafi réttilega vísað til þess í málinu að hann hefði í tövubréfinu hvatt konuna til þess að leita lögmannsaðstoðar vegna krafnanna. Þrátt fyrir það yrði ekki talið að konunni hafi í reynd gefist raunhæfur kostur á að leita sér lögmannsaðstoðar, innan þess skamma frests sem henni var veittur til athafna. „Verður heldur ekki talið að varnaraðila hafi getað dulist um það atriði,“ segir í úrskurðinum. Í úrskurðarorði segir að sú háttsemi lögmannsins, að gera kröfu um að konan bæðist afsökunar á nánar tilgreindum ummælum um umbjóðanda hans innan þess skamma tímafrests sem veittur var og var utan almenns skrifstofutíma lögmanna, sé aðfinnsluverð. Að öðru leyti verði ekki talið að lögmaðurinn hafi gert á hlut konunnar með háttsemi sem strítt hafi gegn lögum eða siðareglum lögmanna. Málskostnaður var felldur niður.
Lögmennska Stéttarfélög Samfélagsmiðlar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent