Manchester United vill fá Kane í sumar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2023 11:31 Manchester United er sagt hafa áhuga á því að fá Harry Kane í sínar raðir í sumar. Michael Regan/Getty Images Nú þegar Harry Kane, stjörnuframherji Tottenham Hotspur, nálgast sitt seinasta samningsár hjá félaginu fara hin ýmsu félög að hugsa sér gott til glóðarinnar og vilja krækja í þennan markahæsta landsliðsmann Englands frá upphafi. Nú greinir enski miðillinn The Daily Mail frá því að Manchester United sé eitt þeirra félaga sem vilji sækja framherjann til Lundúna, en samningur Kane hjá Tottenham rennur út eftir næsta tímabil. Eins og síðustu ár stefnir í að mörg stórlið muni reyna að kroppa í fyrirliða enska landsliðsins. Sögur hafa verið á kreiki um að þýska stórveldið Bayern München fylgist grannt með stöðu mála hjá framherjanum eftir að Robert Lewandowski yfirgaf félagið seinasta sumar. Samkvæmt heimildarmönnum The Daily Mail er Harry Kane opinn fyrir hugmyndinni um að færa sig yfir til Manchester borgar. Eins og áður segir er Kane að nálgast seinasta ár samningsins hjá Tottenham og þessir sömu heimildarmenn segja að núverandi félagi hans gæti reynst erfitt að sannfæra framherjann um að framlengja við félagið. EXCL: Manchester United are eyeing a stunning summer swoop for Harry Kane | @SamiMokbel81_DM | @ChrisWheelerDM https://t.co/FfEKfQteiZ pic.twitter.com/kR34K33psj— MailOnline Sport (@MailSport) January 20, 2023 Fari það þó svo að Kane sé tilbúinn að yfirgefa félagið, hvort sem það sé til Manchester United, Bayern München, eða eitthvað annað, þá á enn eftir að sannfæra Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, um að selja einn mesta markaskorara sem enska úrvalsdeildin hefur séð. Talið er að Levy sé ekki tilbúinn að selja þennan 29 ára gamla framherja fyrir neitt minna en 85 milljónir punda, sem samsvarar um 15 milljörðum íslenskra króna. Kane hefur leikið allan sinn feril með Tottenham, ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann fór á láni frá félaginu í upphafi atvinnumannaferilsins. Hann hefur leikið 299 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 198 mörk sem gerir hann að þriðja markahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Nú greinir enski miðillinn The Daily Mail frá því að Manchester United sé eitt þeirra félaga sem vilji sækja framherjann til Lundúna, en samningur Kane hjá Tottenham rennur út eftir næsta tímabil. Eins og síðustu ár stefnir í að mörg stórlið muni reyna að kroppa í fyrirliða enska landsliðsins. Sögur hafa verið á kreiki um að þýska stórveldið Bayern München fylgist grannt með stöðu mála hjá framherjanum eftir að Robert Lewandowski yfirgaf félagið seinasta sumar. Samkvæmt heimildarmönnum The Daily Mail er Harry Kane opinn fyrir hugmyndinni um að færa sig yfir til Manchester borgar. Eins og áður segir er Kane að nálgast seinasta ár samningsins hjá Tottenham og þessir sömu heimildarmenn segja að núverandi félagi hans gæti reynst erfitt að sannfæra framherjann um að framlengja við félagið. EXCL: Manchester United are eyeing a stunning summer swoop for Harry Kane | @SamiMokbel81_DM | @ChrisWheelerDM https://t.co/FfEKfQteiZ pic.twitter.com/kR34K33psj— MailOnline Sport (@MailSport) January 20, 2023 Fari það þó svo að Kane sé tilbúinn að yfirgefa félagið, hvort sem það sé til Manchester United, Bayern München, eða eitthvað annað, þá á enn eftir að sannfæra Daniel Levy, stjórnarformann Tottenham, um að selja einn mesta markaskorara sem enska úrvalsdeildin hefur séð. Talið er að Levy sé ekki tilbúinn að selja þennan 29 ára gamla framherja fyrir neitt minna en 85 milljónir punda, sem samsvarar um 15 milljörðum íslenskra króna. Kane hefur leikið allan sinn feril með Tottenham, ef frá eru talin þrjú ár þar sem hann fór á láni frá félaginu í upphafi atvinnumannaferilsins. Hann hefur leikið 299 deildarleiki fyrir félagið og skorað í þeim 198 mörk sem gerir hann að þriðja markahæsta leikmanni ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.
Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira