Þetta herma heimildir Ríkisútvarpsins. Þar segir jafnframt að lögreglu hafi, eðli málsins samkvæmt, ekki tekist að ræða við konuna.
Fyrrverandi eiginmaður hennar hefur hins vegar verið yfirheyrður í dag. Greint var frá því í morgun að hann hefði ítrekað rofið nálgunarbann, sem konan hafði fengið gegn honum, eftir að þau skildu eftir um fjörutíu ára hjónaband. Fólkið er á sjötugsaldri.