Enn finnast leynileg skjöl hjá Biden Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2023 08:33 Joe Biden var ekki heima á meðan húsleitin stóð yfir. AP/Susan Walsh Rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) fundu sex skjöl sem merkt eru sem leynileg gögn á heimili Joe Bidens, forseta Bandaríkjanna, í Delaware við húsleit þar á föstudaginn. Hald var einnig lagt á handskrifuð minnisblöð forsetans en óljóst er hvort skjölin séu enn leynileg. Biden leyfði rannsakendum að leita á heimili hans, eftir að sérstakur rannsakandi var skipaður til að rannsaka meðhöndlun forsetans á leynilegum skjölum. Slík skjöl höfðu áður fundist á á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en þau eru frá þeim tíma er Biden var varaforseti Baracks Obama og þess tíma þegar hann var öldungadeildarþingmaður. Lögum samkvæmt hefði Biden átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar Obama lét af embætti forseta og Biden af embætti varaforseta. Sjá einnig: Lögmenn finna enn fleiri leyniskjöl hjá Biden AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni Bidens að húsleitin á föstudaginn hafi tekið nærri því þrettán tíma. Lögmaðurinn sagði að ekki væri komið í ljós hvort skjölin væru enn leynileg og hversu mikilvæg þau væru. Það ætti eftir að koma í ljós við rannsókn. Fréttaveitan segir einnig að rannsóknin á skjölum í fórum Bidens flæki yfirstandandi rannsókn Dómsmálaráðuneytisins á Donald Trump. Hann tók hundruð leynilegra skjala með sér úr Hvíta húsinu 2021 og neitaði að skila þeim í marga mánuði. Þá þurftu rannsakendur FBI að verða sér út um leitarheimild á heimili Trumps í Flórída þar sem mikið magn leynilegra skjala fannst. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Það var 2. nóvember sem lögmenn Bidens fundu fyrst „lítið magn“ leynilegra skjala í læstum skáp á einkaskrifstofu Bidens. Skjölin voru komin til Þjóðskjalasafnsins degi seinna. Fleiri skjöl fundust í bílskúr Bidens þann 20. desember. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá frekari skjalafundum sem Hvíta húsið viðurkenndi í janúar. Í yfirlýsingu sem birt var þann 14. janúar sagði að fimm blaðsíður sem merktar væru sem leynilegar hefðu fundist í geymslu inn af bílskúr Bidens og að skjölin hefðu fundist þann 12. janúar. Fleiri skjöl fundust svo á föstudaginn. Í heildina er um að ræða tiltölulega fáar blaðsíður og Biden og lögmenn hans hafa unnið með rannsakendum og Þjóðskjalasafninu en málið þykir þó hið vandræðalegasta fyrir Biden, sem hefur verið mjög gagnrýninn á Trump vegna máls hans. Mikill munur er þó á málunum tveimur. AP segir að aðili þurfi vísvitandi að taka skjöl án heimildar til að glæpur hafi verið framinn. Biden hefur lýst yfir furðu sinni á að leynileg skjöl hafi fundist í vörslu hans. Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Biden leyfði rannsakendum að leita á heimili hans, eftir að sérstakur rannsakandi var skipaður til að rannsaka meðhöndlun forsetans á leynilegum skjölum. Slík skjöl höfðu áður fundist á á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en þau eru frá þeim tíma er Biden var varaforseti Baracks Obama og þess tíma þegar hann var öldungadeildarþingmaður. Lögum samkvæmt hefði Biden átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar Obama lét af embætti forseta og Biden af embætti varaforseta. Sjá einnig: Lögmenn finna enn fleiri leyniskjöl hjá Biden AP fréttaveitan hefur eftir lögmanni Bidens að húsleitin á föstudaginn hafi tekið nærri því þrettán tíma. Lögmaðurinn sagði að ekki væri komið í ljós hvort skjölin væru enn leynileg og hversu mikilvæg þau væru. Það ætti eftir að koma í ljós við rannsókn. Fréttaveitan segir einnig að rannsóknin á skjölum í fórum Bidens flæki yfirstandandi rannsókn Dómsmálaráðuneytisins á Donald Trump. Hann tók hundruð leynilegra skjala með sér úr Hvíta húsinu 2021 og neitaði að skila þeim í marga mánuði. Þá þurftu rannsakendur FBI að verða sér út um leitarheimild á heimili Trumps í Flórída þar sem mikið magn leynilegra skjala fannst. Sjá einnig: Dómarar veita Trump enn eitt höggið Það var 2. nóvember sem lögmenn Bidens fundu fyrst „lítið magn“ leynilegra skjala í læstum skáp á einkaskrifstofu Bidens. Skjölin voru komin til Þjóðskjalasafnsins degi seinna. Fleiri skjöl fundust í bílskúr Bidens þann 20. desember. Fjölmiðlar vestanhafs sögðu frá frekari skjalafundum sem Hvíta húsið viðurkenndi í janúar. Í yfirlýsingu sem birt var þann 14. janúar sagði að fimm blaðsíður sem merktar væru sem leynilegar hefðu fundist í geymslu inn af bílskúr Bidens og að skjölin hefðu fundist þann 12. janúar. Fleiri skjöl fundust svo á föstudaginn. Í heildina er um að ræða tiltölulega fáar blaðsíður og Biden og lögmenn hans hafa unnið með rannsakendum og Þjóðskjalasafninu en málið þykir þó hið vandræðalegasta fyrir Biden, sem hefur verið mjög gagnrýninn á Trump vegna máls hans. Mikill munur er þó á málunum tveimur. AP segir að aðili þurfi vísvitandi að taka skjöl án heimildar til að glæpur hafi verið framinn. Biden hefur lýst yfir furðu sinni á að leynileg skjöl hafi fundist í vörslu hans.
Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira