Í tilkynningu á Facebook-síðu slökkviliðsins segir að því miður sé Hagavagninn tjónaður eftir að eldur læsti sér í hann og að unnið verði að slökkvistörfum eitthvað fram eftir morgni.
Að öðru leyti hafi áhafnir sjúkrabíla haft í nægu að snúast síðasta sólarhringinn. 84 boðunum hafi verið sinnt, þar af þrjátíu forgangsverkefnum og 25 verkefnum eftir miðnætti
Þá hafi dælubílar verið sendir í sex verkefni, þrjú vegna vatnstjóna, eitt vegna brunakerfis sem fór í gang, eitt vegna umferðarslyss og loks til að slökkva í Hagavagninum.