Innlent

Björgunar­sveitir að­stoða við að koma 800 manns úr flug­vélum

Árni Sæberg skrifar
Björgunarsvetarfólk kom flugfarþegum til bjargar.
Björgunarsvetarfólk kom flugfarþegum til bjargar. Landsbjörg

Björgunarsveitarfólk á Suðurnesjum hefur verið kallað út til þess að aðstoða við að koma fólki úr flugvélum á Keflavíkurflugvelli.

Fjölda flugferða frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað eða aflýst vegna veðurs. Þá hafa um átta hundruð farþegar setir fastir í flugvélum sem lentu á vellinum í morgun, að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair.

Að sögn Jóns Þór Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, hafa björgunarsveitir verið kallaðar út til þess að rýma sex flugvélar.

Hann segir aðstæður á vellinum erfiðar, glerhált og hvasst. Björgunarsveitarfólk sé búið mannbroddum og hjálmum.

Byrjað er að tæma eina vél eftir að tókst að koma stigabíl upp að henni. Ekki hefur enn verið hægt að koma slíkum bílum að hinum vélunum fimm vegna hálkunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×