„Alltaf auðvelt að vera vitur eftir á“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. janúar 2023 19:47 Guðmundur horfir til himins í kvöld. Ekki var öllum bænum hans svarað í dag. vísir/vilhelm Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var ánægður með sigurinn en ekki árangur Íslands á HM enda hefur liðið lokið keppni. „Þetta var erfiður leikur en mjög kaflaskiptur. Það var slen yfir mannskapnum framan af og við ætluðum ekki að gera þetta svona. Við förum illa að ráði okkur og allt var slakt hjá okkur,“ sagði Guðmundur en sem betur fer var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. „Ég þurfti aðeins að messa yfir mínum mönnum í hálfleik. Við sáum nýtt lið koma inn á völlinn í seinni hálfleik.“ Klippa: Guðmundur gerir um HM Guðmundur gat ekki neitað því að niðurstaða mótsins séu vonbrigði enda ætlaði liðið sér lengra. „Þessi niðurstaða í mótinu er vonbrigði. Við erum svo ótrúlega stutt frá því að fara áfram. Það eru þessar mínútur gegn Ungverjum sem fella okkur. Ég held það hafi verið mikil pressa á liðinu og það var mögulega erfitt að höndla það þegar við vorum komnir svona nálægt þessu. Það var búið að spenna bogann hátt. Að ætlast til þess að við eigum að vinna Svía þegar vantar tvo af betri handboltamönnum heims er ekki rétt,“ segir Guðmundur og bætir við. „Það er ekki mikið rætt að Ómar Ingi, einn besti handboltamaður heims, sé ekki með okkur. Það var erfitt að vera án hans. Það tók tíma að finna taktinn. Planið var að keyra á ákveðnu liði fyrstu tvo leikina og það munaði engu að það tækist. Það er það sem er sárast í þessu.“ Plan þjálfarans gekk ekki upp og því er liðið úr leik. Sér hann eftir einhverju? „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Ég veit ekki hvort ákvarðanir séu réttar meðan hann er í gangi,“ segir þjálfarinn en verður hann áfram með liðið. „Ég er með samning til 2024. Ég ætla ekki að tjá mig um það hvort ég sé rétti maðurinn til að leiða liðið áfram. Það er nóg til af sérfræðingum sem geta tjáð sig um það.“ HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
„Þetta var erfiður leikur en mjög kaflaskiptur. Það var slen yfir mannskapnum framan af og við ætluðum ekki að gera þetta svona. Við förum illa að ráði okkur og allt var slakt hjá okkur,“ sagði Guðmundur en sem betur fer var allt annað að sjá til liðsins í seinni hálfleik. „Ég þurfti aðeins að messa yfir mínum mönnum í hálfleik. Við sáum nýtt lið koma inn á völlinn í seinni hálfleik.“ Klippa: Guðmundur gerir um HM Guðmundur gat ekki neitað því að niðurstaða mótsins séu vonbrigði enda ætlaði liðið sér lengra. „Þessi niðurstaða í mótinu er vonbrigði. Við erum svo ótrúlega stutt frá því að fara áfram. Það eru þessar mínútur gegn Ungverjum sem fella okkur. Ég held það hafi verið mikil pressa á liðinu og það var mögulega erfitt að höndla það þegar við vorum komnir svona nálægt þessu. Það var búið að spenna bogann hátt. Að ætlast til þess að við eigum að vinna Svía þegar vantar tvo af betri handboltamönnum heims er ekki rétt,“ segir Guðmundur og bætir við. „Það er ekki mikið rætt að Ómar Ingi, einn besti handboltamaður heims, sé ekki með okkur. Það var erfitt að vera án hans. Það tók tíma að finna taktinn. Planið var að keyra á ákveðnu liði fyrstu tvo leikina og það munaði engu að það tækist. Það er það sem er sárast í þessu.“ Plan þjálfarans gekk ekki upp og því er liðið úr leik. Sér hann eftir einhverju? „Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Ég veit ekki hvort ákvarðanir séu réttar meðan hann er í gangi,“ segir þjálfarinn en verður hann áfram með liðið. „Ég er með samning til 2024. Ég ætla ekki að tjá mig um það hvort ég sé rétti maðurinn til að leiða liðið áfram. Það er nóg til af sérfræðingum sem geta tjáð sig um það.“
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða