Engin merki um sprengingu á skrokki Estonia Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2023 10:30 Alls voru um þúsund manns um borð +i Estonia þegar ferjan sökk. 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Getty Engin merki eru um að farþegaferjan Estonia hafi rekist á skip eða annan fljótandi hlut áður en það sökk í miklu óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Engin merki eru heldur um að sprenging hafi orðið og þannig grandað ferjunni. 852 fórust þegar ferjan sökk. Þetta eru meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar sem kynnt var í Eistlandi í morgun. Í frétt SVT segir að ráðist hafi verið í framkvæmd nýrrar rannsóknar eftir að myndir af áður óþekktum skemmdum á stjórnborðshlið skipsins voru sýndar í heimildarmynd Discovery, Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, árið 2020. Gatið er um fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast. Kafarar á vegum eistneskra, sænskra og finnskra yfirvalda rannsökuðu í kjölfarið skrokk skipsins og voru bráðabirðaniðurstöður rannsóknarinnar kynntar í morgun. Voru þar birtar bæði myndir og myndskeið frá hafsbotni. Aðstandendur heimildarmyndarinnar notuðust meðal annars við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá stærðarinnar gat á skrokki þess í fyrsta sinn. Skrokkurinn hefur hreyfst á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að stjórnborðssíða skipsins er orðin sýnilegri. Umrætt gat sneri niður að sjálfum hafsbotninum og er það niðurstaða rannsakenda að skemmdirnar á skrokki skipsins hafi orðið vegna bergs á botninum. Ekki sé nokkur ástæða til að draga í efa skýrslu nefndar sem skilaði rannsóknarskýrslu sinni árið 1997. Niðurstaða þeirrar nefndar var að illa farin stafnhurð ferjunnar hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust. Estonia-slysið Eistland Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. 9. júlí 2021 11:41 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Þetta eru meðal bráðabirgðaniðurstaðna nýrrar rannsóknar sem kynnt var í Eistlandi í morgun. Í frétt SVT segir að ráðist hafi verið í framkvæmd nýrrar rannsóknar eftir að myndir af áður óþekktum skemmdum á stjórnborðshlið skipsins voru sýndar í heimildarmynd Discovery, Estonia – uppgötvunin sem öllu breytir, árið 2020. Gatið er um fjórir metrar á hæð og 1,2 metrar þar sem það er breiðast. Kafarar á vegum eistneskra, sænskra og finnskra yfirvalda rannsökuðu í kjölfarið skrokk skipsins og voru bráðabirðaniðurstöður rannsóknarinnar kynntar í morgun. Voru þar birtar bæði myndir og myndskeið frá hafsbotni. Aðstandendur heimildarmyndarinnar notuðust meðal annars við köfunarvélmenni sem mynduðu skrokk skipsins og sást þá stærðarinnar gat á skrokki þess í fyrsta sinn. Skrokkurinn hefur hreyfst á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að stjórnborðssíða skipsins er orðin sýnilegri. Umrætt gat sneri niður að sjálfum hafsbotninum og er það niðurstaða rannsakenda að skemmdirnar á skrokki skipsins hafi orðið vegna bergs á botninum. Ekki sé nokkur ástæða til að draga í efa skýrslu nefndar sem skilaði rannsóknarskýrslu sinni árið 1997. Niðurstaða þeirrar nefndar var að illa farin stafnhurð ferjunnar hafi losnað í óveðrinu sem hafi valdið því að mikið magn sjávar flæddi inn í ferjuna með þeim afleiðingum að hún sökk. Ferjan Estonia var leið frá eistnesku höfuðborginni Tallinn til sænsku höfuðborgarinnar Stokkhólms þegar hún sökk innan finnskrar lögsögu. Alls voru um þúsund manns um borð – 137 manns komust lífs af, en 852 fórust.
Estonia-slysið Eistland Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. 9. júlí 2021 11:41 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. 9. júlí 2021 11:41