Beyoncé og Blue Ivy á umdeildum tónleikum í Dubai Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. janúar 2023 14:02 Mæðgurnar Blue Ivy og Beyoncé sungu saman á fyrstu tónleikum Beyoncé í rúm fjögur ár. Kevin Mazur/Getty Images Tónlistarkonan og stórstjarnan Beyoncé kom fram á tónleikum í fyrsta skipti í rúm fjögur ár síðastliðið laugardagskvöld. Tilefnið var opnun á glænýju Atlantis The Royal hóteli í Dubai en Blue Ivy, dóttir Beyoncé, tók lagið með henni og skinu þær mæðgur skært. 24 milljón dollara gigg Var um að ræða opnun á algjöru lúxus hóteli og á gestalista voru frægir áhrifavaldar, leikarar, tónlistarfólk og blaðamenn. Gestir máttu ekki taka myndefni af söngkonunni en þó nokkrir fylgdu því ekki eftir og því fylltust samfélagsmiðlar af myndum og myndböndum frá tónleikunum. Samkvæmt heimildum TMZ fékk Beyoncé 24 milljónir bandaríkjadala greidda fyrir þetta kvöld, sem jafngildir um 3,5 milljarði íslenskra króna. THIS IS THE SOUND OF $24,000,000 HITTING THE BANK ACCOUNT #DUBAICHELLA @BEYONCE pic.twitter.com/VFavFf0C4z— CUFF IT SZN | BEYONCE FAN ACCOUNT (@macfromnola) January 21, 2023 Í nokkrum myndböndum virðist söngkonan haltra eftir tónleikana og halda einhverjir því fram að hún hafi nýlega þurft að fara í fótaaðgerð. Mæðgnastund Beyoncé var hin glæsilegasta en með henni á sviðinu var sinfóníuhljómsveitin Firdaus. Hana skipa 48 konur frá Dubai sem allar voru klæddar í rauð pallíettudress. Öllu var til tjaldað á tónleikum Beyoncé við opnun á hótelinu Altantis The Royal í Dubai.Kevin Mazur/Getty Images Blue Ivy deildi sviðinu með móður sinni í laginu Brown Skin Girl sem þær sungu saman á plötunni Lion King: The Gift, frá árinu 2019. Blue Ivy and Beyonce performing BROWN SKIN GIRL . #DUBAICHELLA pic.twitter.com/1i2xRNYf9L— Beyoncé Charts (@beycharts) January 21, 2023 Blue Ivy, sem er nú ellefu ára gömul, klæddist rauðum pallíettu samfesting sem var hannaður af ömmu sinni, Tinu Knowles-Lawson, og Timothy White. Hún virtist ekki hafa upplifað neinn sviðsskrekk og naut sín vel á sviðinu en þessi mæðgna stund stóð upp úr fyrir marga í salnum. Það má með sanni segja að eplið falli ekki langt frá eikinni þegar það kemur að dóttur Beyoncé, Blue Ivy. Kevin Mazur/Getty Images Stórglæsilegt fataval Fataval Beyoncé vakti mikla athygli en hún er þekkt fyrir úthugsaðar og þýðingarmiklar tískuákvarðanir. Hún opnaði tónleikana í glæsilegum gulum galakjól eftir hönnuðinn Mousa Al Awfi frá Óman, sem rekur tískumerkið Atelier Zuhra ásamt dóttur sinni með höfuðstöðvar í Dubai. Á bakinu bar Beyoncé gular fjaðrir sem minna á vængi en samkvæmt Al Awfi hefur dressið verið í vinnslu síðan í nóvember og sóttu þær innblástur í sólarupprás. Beyoncé var glæsileg í gulu.Kevin Mazur/Getty Images Næst skartaði hún eldrauðum og glæsilegum samfesting með hanska í stíl eftir líbanska hönnuðinn Nicolas Jebran en þau unnu fyrst saman árið 2014 fyrir MTV verðlaunin og hafa í gegnum tíðina sameinað krafta sína við ólík verkefni. Samfestingurinn var skreyttur gullsteinum og gylltum útsaumi og rokkaði Beyoncé gyllta sólarkórónu við. Rauða dressið hennar Beyoncé er eftir hönnuðinn Nicolas Jebran.Mason Poole/Parkwood Media/Getty Images Fyrir lokaatriði tónleikana skipti Beyoncé svo yfir í bleikan kjól skreyttan kristöllum eftir úkraínska hönnuðinn Ivan Frolov. Frolov hannaði kjólinn í Kyiv í Úkraínu eftir að stríðið hófst en hann er enn búsettur í Úkraínu. Í samtali við Vogue um kjólinn segir Frolov: „Þetta sýnir bara að sama hvað þá munu úkraínsk merki halda áfram að sýna heiminum mótspyrnu sína og menningu.“ Þetta bleika undur er hannað af úkraínska tískuhönnuðinum Ivan Frolov sem rekur tískuhúsið FROLOV.Mason Poole/Parkwood Media/Getty Images Umdeildir tónleikar Ákvörðun Beyoncé að halda tónleika í Dubai hefur verið umdeild. Samkvæmt heimildum tímaritsins Stereogum tók Beyoncé engin lög af nýju plötunni sinni, Renaissance. Platan hefur vakið athygli fyrir að lofa hinseginleikann, danstónlist hinsegin fólks og svarta, en tæknilega séð er samkynhneigð ólögleg í Dubai. Undanfarin ár hefur tónlistarfólk verið hvatt til þess að koma ekki fram í löndum þar sem mannréttindi standa höllum fæti. Nicki Minaj hætti sem dæmi við tónleika í Saudi-Arabíu árið 2019 eftir að mannréttindasamtökin The Human Rights Foundation hvöttu hana opinberlega til þess. Fjölmiðillinn Variety veltir því þá fyrir sér hvort Beyoncé sé einfaldlega að geyma nýju plötuna fyrir atriði sitt á Grammy verðlaununum, sem haldin verða 5. febrúar næstkomandi. Tónlist Menning Hinsegin Tíska og hönnun Tengdar fréttir Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaissance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora. 16. nóvember 2022 11:30 Beyoncé skín skært fyrir Tiffany & Co Söngkonan Beyoncé skín skært klædd demöntum frá toppi til táar í nýju myndbandi frá skartgripafyrirtækinu Tiffany & Co. Í því má sjá hana dansa og syngja á fullum skemmtistað af fólki ásamt því að sitja á baki glitrandi hests. 3. október 2022 17:31 Beyoncé sendir frá sér nýja plötu og þakkar aðdáendum sínum Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé var að senda frá sér sína sjöundu stúdíó plötu sem ber nafnið RENAISSANCE, eða Endurreisn. Er um að ræða sextán laga breiðskífu sem kom út á miðnætti og er þetta fyrsti hluti af þremur sem Beyoncé hyggst gefa út sem seríu. 29. júlí 2022 11:00 Beyoncé gefur út fyrsta lagið af væntanlegri plötu Söngkonan Beyoncé gaf út fyrsta lagið af væntanlegri plötu sinni í gær og heitir lagið Break My Soul. Platan sem kemur út í lok júlí mun bera heitið Renaissance og verður fyrsta sóló platan hennar síðan 2016. 21. júní 2022 12:46 Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Beyoncé hefur tilkynnt næstu plötu sína, Renaissance, sem kemur út þann 29. júlí næstkomandi. Platan er sjöunda sóló-plata tónlistarkonunnar og sú fyrsta frá 2016 þegar hin mjög svo vinsæla Lemonade kom út. 16. júní 2022 09:44 Dóttir Beyoncé og Jay Z sláandi lík móður sinni Jay Z mætti með dóttur sína Blue Ivy á úrslitaleik í NBA í gær og beindust allra augu að dótturinni sem þykir nú orðin sláandi lík móður sinni, poppgyðjunni Beyoncé. 14. júní 2022 15:45 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
24 milljón dollara gigg Var um að ræða opnun á algjöru lúxus hóteli og á gestalista voru frægir áhrifavaldar, leikarar, tónlistarfólk og blaðamenn. Gestir máttu ekki taka myndefni af söngkonunni en þó nokkrir fylgdu því ekki eftir og því fylltust samfélagsmiðlar af myndum og myndböndum frá tónleikunum. Samkvæmt heimildum TMZ fékk Beyoncé 24 milljónir bandaríkjadala greidda fyrir þetta kvöld, sem jafngildir um 3,5 milljarði íslenskra króna. THIS IS THE SOUND OF $24,000,000 HITTING THE BANK ACCOUNT #DUBAICHELLA @BEYONCE pic.twitter.com/VFavFf0C4z— CUFF IT SZN | BEYONCE FAN ACCOUNT (@macfromnola) January 21, 2023 Í nokkrum myndböndum virðist söngkonan haltra eftir tónleikana og halda einhverjir því fram að hún hafi nýlega þurft að fara í fótaaðgerð. Mæðgnastund Beyoncé var hin glæsilegasta en með henni á sviðinu var sinfóníuhljómsveitin Firdaus. Hana skipa 48 konur frá Dubai sem allar voru klæddar í rauð pallíettudress. Öllu var til tjaldað á tónleikum Beyoncé við opnun á hótelinu Altantis The Royal í Dubai.Kevin Mazur/Getty Images Blue Ivy deildi sviðinu með móður sinni í laginu Brown Skin Girl sem þær sungu saman á plötunni Lion King: The Gift, frá árinu 2019. Blue Ivy and Beyonce performing BROWN SKIN GIRL . #DUBAICHELLA pic.twitter.com/1i2xRNYf9L— Beyoncé Charts (@beycharts) January 21, 2023 Blue Ivy, sem er nú ellefu ára gömul, klæddist rauðum pallíettu samfesting sem var hannaður af ömmu sinni, Tinu Knowles-Lawson, og Timothy White. Hún virtist ekki hafa upplifað neinn sviðsskrekk og naut sín vel á sviðinu en þessi mæðgna stund stóð upp úr fyrir marga í salnum. Það má með sanni segja að eplið falli ekki langt frá eikinni þegar það kemur að dóttur Beyoncé, Blue Ivy. Kevin Mazur/Getty Images Stórglæsilegt fataval Fataval Beyoncé vakti mikla athygli en hún er þekkt fyrir úthugsaðar og þýðingarmiklar tískuákvarðanir. Hún opnaði tónleikana í glæsilegum gulum galakjól eftir hönnuðinn Mousa Al Awfi frá Óman, sem rekur tískumerkið Atelier Zuhra ásamt dóttur sinni með höfuðstöðvar í Dubai. Á bakinu bar Beyoncé gular fjaðrir sem minna á vængi en samkvæmt Al Awfi hefur dressið verið í vinnslu síðan í nóvember og sóttu þær innblástur í sólarupprás. Beyoncé var glæsileg í gulu.Kevin Mazur/Getty Images Næst skartaði hún eldrauðum og glæsilegum samfesting með hanska í stíl eftir líbanska hönnuðinn Nicolas Jebran en þau unnu fyrst saman árið 2014 fyrir MTV verðlaunin og hafa í gegnum tíðina sameinað krafta sína við ólík verkefni. Samfestingurinn var skreyttur gullsteinum og gylltum útsaumi og rokkaði Beyoncé gyllta sólarkórónu við. Rauða dressið hennar Beyoncé er eftir hönnuðinn Nicolas Jebran.Mason Poole/Parkwood Media/Getty Images Fyrir lokaatriði tónleikana skipti Beyoncé svo yfir í bleikan kjól skreyttan kristöllum eftir úkraínska hönnuðinn Ivan Frolov. Frolov hannaði kjólinn í Kyiv í Úkraínu eftir að stríðið hófst en hann er enn búsettur í Úkraínu. Í samtali við Vogue um kjólinn segir Frolov: „Þetta sýnir bara að sama hvað þá munu úkraínsk merki halda áfram að sýna heiminum mótspyrnu sína og menningu.“ Þetta bleika undur er hannað af úkraínska tískuhönnuðinum Ivan Frolov sem rekur tískuhúsið FROLOV.Mason Poole/Parkwood Media/Getty Images Umdeildir tónleikar Ákvörðun Beyoncé að halda tónleika í Dubai hefur verið umdeild. Samkvæmt heimildum tímaritsins Stereogum tók Beyoncé engin lög af nýju plötunni sinni, Renaissance. Platan hefur vakið athygli fyrir að lofa hinseginleikann, danstónlist hinsegin fólks og svarta, en tæknilega séð er samkynhneigð ólögleg í Dubai. Undanfarin ár hefur tónlistarfólk verið hvatt til þess að koma ekki fram í löndum þar sem mannréttindi standa höllum fæti. Nicki Minaj hætti sem dæmi við tónleika í Saudi-Arabíu árið 2019 eftir að mannréttindasamtökin The Human Rights Foundation hvöttu hana opinberlega til þess. Fjölmiðillinn Variety veltir því þá fyrir sér hvort Beyoncé sé einfaldlega að geyma nýju plötuna fyrir atriði sitt á Grammy verðlaununum, sem haldin verða 5. febrúar næstkomandi.
Tónlist Menning Hinsegin Tíska og hönnun Tengdar fréttir Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaissance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora. 16. nóvember 2022 11:30 Beyoncé skín skært fyrir Tiffany & Co Söngkonan Beyoncé skín skært klædd demöntum frá toppi til táar í nýju myndbandi frá skartgripafyrirtækinu Tiffany & Co. Í því má sjá hana dansa og syngja á fullum skemmtistað af fólki ásamt því að sitja á baki glitrandi hests. 3. október 2022 17:31 Beyoncé sendir frá sér nýja plötu og þakkar aðdáendum sínum Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé var að senda frá sér sína sjöundu stúdíó plötu sem ber nafnið RENAISSANCE, eða Endurreisn. Er um að ræða sextán laga breiðskífu sem kom út á miðnætti og er þetta fyrsti hluti af þremur sem Beyoncé hyggst gefa út sem seríu. 29. júlí 2022 11:00 Beyoncé gefur út fyrsta lagið af væntanlegri plötu Söngkonan Beyoncé gaf út fyrsta lagið af væntanlegri plötu sinni í gær og heitir lagið Break My Soul. Platan sem kemur út í lok júlí mun bera heitið Renaissance og verður fyrsta sóló platan hennar síðan 2016. 21. júní 2022 12:46 Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Beyoncé hefur tilkynnt næstu plötu sína, Renaissance, sem kemur út þann 29. júlí næstkomandi. Platan er sjöunda sóló-plata tónlistarkonunnar og sú fyrsta frá 2016 þegar hin mjög svo vinsæla Lemonade kom út. 16. júní 2022 09:44 Dóttir Beyoncé og Jay Z sláandi lík móður sinni Jay Z mætti með dóttur sína Blue Ivy á úrslitaleik í NBA í gær og beindust allra augu að dótturinni sem þykir nú orðin sláandi lík móður sinni, poppgyðjunni Beyoncé. 14. júní 2022 15:45 Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Beyoncé og Björk á lista Grammy verðlaunanna Tilnefningar til Grammy verðlaunanna hafa verið tilkynntar. Beyoncé hlaut flestar tilnefningar fyrir plötuna sína Renaissance, alls níu. Hin íslenska Björk Guðmundsdóttir hlaut einnig tilnefningu fyrir plötuna sína Fossora. 16. nóvember 2022 11:30
Beyoncé skín skært fyrir Tiffany & Co Söngkonan Beyoncé skín skært klædd demöntum frá toppi til táar í nýju myndbandi frá skartgripafyrirtækinu Tiffany & Co. Í því má sjá hana dansa og syngja á fullum skemmtistað af fólki ásamt því að sitja á baki glitrandi hests. 3. október 2022 17:31
Beyoncé sendir frá sér nýja plötu og þakkar aðdáendum sínum Söngkonan og ofurstjarnan Beyoncé var að senda frá sér sína sjöundu stúdíó plötu sem ber nafnið RENAISSANCE, eða Endurreisn. Er um að ræða sextán laga breiðskífu sem kom út á miðnætti og er þetta fyrsti hluti af þremur sem Beyoncé hyggst gefa út sem seríu. 29. júlí 2022 11:00
Beyoncé gefur út fyrsta lagið af væntanlegri plötu Söngkonan Beyoncé gaf út fyrsta lagið af væntanlegri plötu sinni í gær og heitir lagið Break My Soul. Platan sem kemur út í lok júlí mun bera heitið Renaissance og verður fyrsta sóló platan hennar síðan 2016. 21. júní 2022 12:46
Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Beyoncé hefur tilkynnt næstu plötu sína, Renaissance, sem kemur út þann 29. júlí næstkomandi. Platan er sjöunda sóló-plata tónlistarkonunnar og sú fyrsta frá 2016 þegar hin mjög svo vinsæla Lemonade kom út. 16. júní 2022 09:44
Dóttir Beyoncé og Jay Z sláandi lík móður sinni Jay Z mætti með dóttur sína Blue Ivy á úrslitaleik í NBA í gær og beindust allra augu að dótturinni sem þykir nú orðin sláandi lík móður sinni, poppgyðjunni Beyoncé. 14. júní 2022 15:45