Carragher sparaði ekki stóru orðin um Everton eftir að félagið rak Lampard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2023 07:31 Frank Lampard hefur ekki náð að koma Everton liðinu í gang og fer frá félaginu þar sem það situr í fallsæti. AP/Zac Goodwin Jamie Carragher var allt annað en ánægður með þá ákvörðun Everton að reka knattspyrnustjórann Frank Lampard. Fyrrum leikmaður Liverpool hélt því fram á Sky Sports að Everton væri verst rekna félagið í Englandi. Carragher hefur haldið þessu fram áður og sagði þá að forráðamenn félagsins hafi heyrt í sér og kvartað. Hann hélt því samt fram aftur í gær og sagðist fullviss um að sú fullyrðing væri rétt hjá sér. Carragher er mjög ósáttur með hvernig félagið lætur stuðningsmenn sína líta út en þeir voru ekki að kalla eftir nýjum knattspyrnustjóra heldur miklu frekar nýrri stjórn og nýjum eigenda. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Engu að síður þá þurfti Lampard að taka pokann sinn í gær eftir að hafa verið minna en ár við stjórnvölinn. Lokaleikur Lampard var 2-0 tapleikur á móti West Ham sem var þriðja deildartap Everton liðsins í röð. Liðið situr í nítjánda og næstsíðasta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bullandi fallhættu. „Enginn þekkir félagið sitt betur en þeirra eigin stuðningsmenn,“ sagði Jamie Carragher í þættinum Monday Night Football á Sky Sports. Hann er ekki í vafa um það að Everton sé versta rekna félagið í landinu. „Það voru enginn fánar að kalla eftir brottrekstri Frank Lampard heldur var þeim beint gegn eigandanum Farhad Moshiri og stjórninni,“ sagði Carragher. „Ég hef sagt það áður að Everton sé versta félagið í Englandi. Það var ekki eitthvað skot frá fyrrum leikmanni Liverpool. Ég er að segja þetta sem stuðningsmaður Everton,“ sagði Carragher. „Þegar ég sagði þetta á sínum tíma þá hafði Everton samband sem ég kunni að meta. Að vera vakandi og tilbúin að verja þitt félag. Ég taldi samt ekki að ég hefði haft rangt fyrir mér og þetta er heldur ekki rangt hjá mér núna,“ sagði Carragher en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir ofan. Enski boltinn Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Feyenoord sló AC Milan út Fótbolti Fleiri fréttir Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira
Fyrrum leikmaður Liverpool hélt því fram á Sky Sports að Everton væri verst rekna félagið í Englandi. Carragher hefur haldið þessu fram áður og sagði þá að forráðamenn félagsins hafi heyrt í sér og kvartað. Hann hélt því samt fram aftur í gær og sagðist fullviss um að sú fullyrðing væri rétt hjá sér. Carragher er mjög ósáttur með hvernig félagið lætur stuðningsmenn sína líta út en þeir voru ekki að kalla eftir nýjum knattspyrnustjóra heldur miklu frekar nýrri stjórn og nýjum eigenda. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Engu að síður þá þurfti Lampard að taka pokann sinn í gær eftir að hafa verið minna en ár við stjórnvölinn. Lokaleikur Lampard var 2-0 tapleikur á móti West Ham sem var þriðja deildartap Everton liðsins í röð. Liðið situr í nítjánda og næstsíðasta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í bullandi fallhættu. „Enginn þekkir félagið sitt betur en þeirra eigin stuðningsmenn,“ sagði Jamie Carragher í þættinum Monday Night Football á Sky Sports. Hann er ekki í vafa um það að Everton sé versta rekna félagið í landinu. „Það voru enginn fánar að kalla eftir brottrekstri Frank Lampard heldur var þeim beint gegn eigandanum Farhad Moshiri og stjórninni,“ sagði Carragher. „Ég hef sagt það áður að Everton sé versta félagið í Englandi. Það var ekki eitthvað skot frá fyrrum leikmanni Liverpool. Ég er að segja þetta sem stuðningsmaður Everton,“ sagði Carragher. „Þegar ég sagði þetta á sínum tíma þá hafði Everton samband sem ég kunni að meta. Að vera vakandi og tilbúin að verja þitt félag. Ég taldi samt ekki að ég hefði haft rangt fyrir mér og þetta er heldur ekki rangt hjá mér núna,“ sagði Carragher en það má sjá hann ræða þetta hér fyrir ofan.
Enski boltinn Mest lesið Vildu Kane en félagið var ósammála Fótbolti Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Formúla 1 Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Íslenski boltinn Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Fótbolti Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Íslenski boltinn „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Körfubolti Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Handbolti Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Enski boltinn Feyenoord sló AC Milan út Fótbolti Fleiri fréttir Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Marmoush með þrennu í sigri Man City Merino sá um að setja pressu á Liverpool Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum David Moyes finnur til með Arne Slot Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Sjá meira