Réðst á leigubílstjóra Atli Ísleifsson skrifar 24. janúar 2023 06:15 Maðurinn olli einnig skemmdum á leigubílnum. Vísir/Vilhelm Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að leigubílstjóri óskaði aðstoðar vegna farþega sem hafði veist að honum með ofbeldi. Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Þar kemur fram að atvikið hafi átt sér stað um klukkan hálf eitt í nótt. Maðurinn olli auk þess skemmdum á leigubílnum og var hann handtekinn. Hann var fluttur í fangaklefa þar til að hægt verður að ræða við hann vegna vímuástands. Um klukkan eitt í nótt var tilkynnt um ökumann sem virtist sofa undir stýri á gatnamótum. „Þegar lögregla hafði afskipti af ökumanninum reyndist hann undir áhrifum áfengis. Aðilinn færður á stöð og laus að blóðsýnatöku lokinni. Um miðnætti óskaði ökumaður eftir aðstoð lögreglu eftir að hafa ekið út af í Heiðmörk. Maðurinn kenndi sér meins en afþakkaði aðstoð sjúkraflutningamanna. Ók á ofsahraða og hafnaði utan vegar Skömmu eftir miðnætti hafði lögregla afskipti af ökumanni bíls og gaf honum merki um að stöðva bílinn til að hægt væri að kanna ástand hans og réttindi. Ökumaðurinn virti ekki stöðvunarmerki lögreglu og ók á ofsa hraða og endaði utan vegar. „Litlu mátti muna að bifreiðin endaði inni í garði. Ökumaðurinn tók svo á rás en var hlaupinn uppi og handtekinn. Ökumaðurinn reyndist einnig eftirlýstur hjá lögreglu vegna annara mála auk þess að vera grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar,“ segir í dagbók lögreglu. Líkamsárás í miðborginni Í miðborg Reykjavíkur var maður handtekinn vegna líkamsárásar og hann vistaður í fangaklefa þar til að hægt verður að ræða við hann vegna ölvunarástands. Lögregla stöðvaði einnig nokkurn fjölda ökumanna sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Lögreglumál Leigubílar Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem segir frá verkefnum gærkvöldsins og næturinnar. Þar kemur fram að atvikið hafi átt sér stað um klukkan hálf eitt í nótt. Maðurinn olli auk þess skemmdum á leigubílnum og var hann handtekinn. Hann var fluttur í fangaklefa þar til að hægt verður að ræða við hann vegna vímuástands. Um klukkan eitt í nótt var tilkynnt um ökumann sem virtist sofa undir stýri á gatnamótum. „Þegar lögregla hafði afskipti af ökumanninum reyndist hann undir áhrifum áfengis. Aðilinn færður á stöð og laus að blóðsýnatöku lokinni. Um miðnætti óskaði ökumaður eftir aðstoð lögreglu eftir að hafa ekið út af í Heiðmörk. Maðurinn kenndi sér meins en afþakkaði aðstoð sjúkraflutningamanna. Ók á ofsahraða og hafnaði utan vegar Skömmu eftir miðnætti hafði lögregla afskipti af ökumanni bíls og gaf honum merki um að stöðva bílinn til að hægt væri að kanna ástand hans og réttindi. Ökumaðurinn virti ekki stöðvunarmerki lögreglu og ók á ofsa hraða og endaði utan vegar. „Litlu mátti muna að bifreiðin endaði inni í garði. Ökumaðurinn tók svo á rás en var hlaupinn uppi og handtekinn. Ökumaðurinn reyndist einnig eftirlýstur hjá lögreglu vegna annara mála auk þess að vera grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar,“ segir í dagbók lögreglu. Líkamsárás í miðborginni Í miðborg Reykjavíkur var maður handtekinn vegna líkamsárásar og hann vistaður í fangaklefa þar til að hægt verður að ræða við hann vegna ölvunarástands. Lögregla stöðvaði einnig nokkurn fjölda ökumanna sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Lögreglumál Leigubílar Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira